Útskýrir ummælin um barnlausar kattarkonur Varaforsetaefni Donalds Trump hefur gripið til varna fyrir ummæli sem hann lét falla 2021, um að Demókrataflokkurinn samanstandi af „barnlausum kattarkonum sem lifa í eymd.“ Hann segir Demókrataflokkinn reka ófjölskylduvæna stefnu, og líta barneignir hornauga. Erlent 27. júlí 2024 09:28
Neitar að staðfesta kappræður við Harris fyrr en eftir útnefninguna Framboð Donald Trump gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem greint var frá því að vegna yfirstandandi „ringulreiðar“ meðal Demókrata myndi Trump ekki samþykkja kappræður við Kamölu Harris fyrr en hún hefði verið formlega útnefnd forsetaefni Demókrataflokksins. Erlent 26. júlí 2024 07:32
Trump veltir fyrir sér möguleikanum á því að vera myrtur af Írönum Donald Trump segir að það sé möguleg sviðsmynd að hann verði sjálfur myrtur af Írönum. Ef það gerist vonast hann til að Bandaríkin „þurrki út“ Íran. Erlent 25. júlí 2024 23:43
„Það er svolítill vælukjóatónn í honum“ Borgarfulltrúi hefur áhyggjur af því að Joe Biden, Bandaríkjaforseti hafi ekki þrek til að klára síðustu mánuðina í embætti, svo veiklulegur hafi hann verið í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær. Innlent 25. júlí 2024 15:07
„Öfga vinstri brjálæðingur“ og „Lygna-Kamala“ Donald Trump fór mikinn á framboðsviðburði í Norður-Karólínu í gær þar sem hann uppnefndi Kamölu Harris „Lygnu-Kamölu“ og kallaði hana „öfga vinstri brjálæðing“. Erlent 25. júlí 2024 07:34
Sagði Harris vanhæfa sökum barnleysis Myndskeið er í dreifingu á netinu sem sýnir J.D. Vance, varaforsetaefni Donald Trump, gera lítið úr Kamölu Harris og fleiri Demókrötum vegna barnleysis. Erlent 24. júlí 2024 08:00
Skákar Trump í skoðanakönnun Kamala Harris mælist með tveggja prósenta forskot á Donald Trump í skoðanakönnun sem framkvæmd var eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann myndi draga framboð sitt til forseta til baka. Erlent 24. júlí 2024 07:53
Trump kvartar formlega vegna yfirtöku Harris á sjóðum Biden Framboð Donald Trump hefur skilað inn kvörtun til alríkiskjörnefndarinnar sem hefur umsjón með forsetakosningum í Bandaríkjunum. Ástæðan er yfirfærsla fjármuna í kosningasjóðum Joe Biden til Kamölu Harris. Erlent 24. júlí 2024 06:37
Forstjóri lífvarðasveitarinnar segir af sér vegna banatilræðisins Kimberly Cheatle forstjóri bandarísku öryggisþjónustunnar Secret service segist ætla að láta af embætti í kjölfar banatilræðisins á hendur Donald Trump fyrr í mánuðinum. Hún viðurkennir mistök við öryggisgæslu á fundinum. Erlent 23. júlí 2024 15:14
Trump hafi „misst kúlið“ í kjölfar ákvörðunar Bidens Sagan mun fara mjúkum höndum um Joe Biden og ákvörðun hans um að hætta við að sækjast eftir endurkjöri, að mati sérfræðinga um bandarísk stjórnmál. Kamala Harris varaforseti er langlíklegust til að taka við keflinu af forsetanum, en hún mun eiga á brattann að sækja gegn Trump. Erlent 22. júlí 2024 21:46
„Þetta þýðir að Kamala Harris verður frambjóðandi Demókrata“ Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og varaþingmaður er sannfærður um að Kamala Harris varaforsetaefni Demókrataflokksins taki við sem forsetaefni flokksins nú þegar Joe Biden hefur dregið sig úr leik. Erlent 22. júlí 2024 09:09
„Eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi“ Stjórnmálafræðingur segir þá ákvörðun Bidens Bandaríkjaforseta að draga framboð sitt til baka hafa endurstillt baráráttu demókrata og repúblikana um Hvíta húsið í nóvember. Ekki eru fordæmi fyrir því að forsetaefni stigi til hliðar svo seint í baráttunni. Innlent 21. júlí 2024 20:50
Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. Erlent 21. júlí 2024 17:53
Óhemju öflugur Trump hafi sigurinn í hendi sér Eins og sakir standa á Joe Biden ekki möguleika á að sigra Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum, að mati stjórnmálafræðings. Trump hélt sinn fyrsta kosningafund frá banatilræðinu við hann í gær, og þakkaði guðlegri forsjá fyrir að vera á lífi. Erlent 21. júlí 2024 12:20
Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. Erlent 21. júlí 2024 10:41
Sagði guðlega forsjá hafa bjargað sér og lofaði stuðningsmenn sína Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var fagnað eins og rokkstjörnu þegar hann steig á svið á landsþingi Repúblikanaflokksins í gær. Hann sagði guðlega forsjá hafa bjargað sér frá banatilræði um helgina og lofaði hugrekki stuðningsmanna sinna. Erlent 19. júlí 2024 06:43
Selenskí tilbúinn að vinna með Trump Volodímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir það gæti orðið erfitt að vinna með Donald Trump, verði hann endurkjörinn forseti Bandaríkjanna, en hann óttist ekki erfiði. Hann kveðst tilbúinn til að vinna með hverjum sem er við völd í Bandaríkjunum. Erlent 18. júlí 2024 23:52
Fyrsta ræða Trumps eftir banatilræðið Landsfundur Repúblikana stendur nú yfir í Milwaukee í Wisconsin, og mikil spenna er í loftinu fyrir ræðu Donalds Trumps sem hann skrifaði upp á nýtt eftir banatilræðið. Búist er við því að ræðan hefjist um klukkan tvö í nótt á íslenskum tíma. Erlent 18. júlí 2024 23:07
Óhugnanleg færsla Crooks í aðdraganda árásarinnar sennilega fölsuð Greint var frá því fyrr í dag að Thomas Matthew Crooks, maðurinn sem reyndi að skjóta Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta um síðustu helgi hefði skrifað færslu sem virðist, eftir á að hyggja, gefa árásina til kynna. Núna er hins vegar talið að færslan sé fölsuð. Erlent 18. júlí 2024 15:00
Myndir: Gestir á landsþingi Repúblikana skarta sárabindum á eyranu Landsþing Repúblikanaflokksins fer fram þessa dagana í Milwaukee í Bandaríkjunum. Donald Trump var formlega útnefndur forsetaefni flokksins og hann tilkynnti þá um varaforsetaefni sitt, hann J.D. Vance. Erlent 18. júlí 2024 14:54
Bandaríkjaforsetar skotmörk blóðugra banatilræða Athygli heimsbyggðarinnar beindist að Bandaríkjunum um helgina þegar fréttir bárust af skotárás í Pennsylvaníuríki þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, var skotmarkið. Trump var skotinn í eyrað en slapp nokkuð vel, en ekki mátti miklu muna á því að hann hefði hlotið bana af. Erlent 18. júlí 2024 08:01
Vissu af árásarmanninnum en týndu honum í fjöldanum Árásarmaðurinn sem særði Donald Trump og myrti áhorfanda á kosningafundi í Pannsylvaníu á laugardag datt inn á radar lífvarðaþjónustu Bandaríkjanna (e. Secret Service) um klukkustund áður en hann lét til skarar skríða. Erlent 18. júlí 2024 07:16
Hét því að endurvekja bandaríska drauminn „Ég heiti hverjum Bandaríkjamanni því, hvaða flokk sem þú kýst, að gefa allt sem ég hef. Að þjóna ykkur og gera þetta land að stað þar sem þeir draumar sem þú átt fyrir sjálfan þig, fjölskyldu þína og landið þitt geta orðið að raunveruleika.“ Erlent 18. júlí 2024 06:47
Dósent við HÍ „óskaði þess að árásarmaðurinn hefði hitt“ Erna Magnúsdóttir dósent í læknadeild Háskóla Íslands skrifaði athugasemd við færslu á Facebook þar sem hún sagðist hafa óskað þess að skotmaðurinn sem gerði banatilræði gegn Donaldi Trump forsetaframbjóðanda hefði hæft hann. Erna segist standa við orð sín en að auðvelt sé að taka þau úr samhengi. Innlent 17. júlí 2024 14:23
Biden leggur lokahönd á tillögur að breytingum á hæstarétti Joe Biden Bandaríkjaforseti er að leggja lokahönd á tillögur að breytingum á lögum um hæstarétt, sem munu meðal annars fela í takmörk á skipunartíma dómara. Erlent 17. júlí 2024 12:48
Íranir hafna aðild að banatilræðinu Íranir hafnar ásökunum bandaríska embættismanna um samsæri til að ráða Trump af dögunum. Ásakanirnar tengjast þó ekki banatilræðinu gegn Trump á kosningafundi í Pennsylvaníu á laugardaginn síðasta. Íranir þvertaka fyrir aðild að því. Erlent 17. júlí 2024 08:30
Ekkert nema ást og aðdáun á landsþingi Repúblikana Nikki Haley, fyrrverandi keppinautur Donald Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir foretakosningarnar í Bandaríkjunum, fór fögrum orðum um manninn þegar hún steig á svið á landsþingi flokksins í gær. Erlent 17. júlí 2024 07:51
Tiger svaf ekki eftir morðtilræðið gegn Trump Morðtilræðið gegn Donald Trump um helgina fékk mikið á kylfinginn Tiger Woods. Golf 17. júlí 2024 07:30
Valið á Vance fyrirboði einangrunarhyggju í utanríkismálum Sérfræðingar í utanríkismálum eru uggandi eftir að Donald Trump tilkynnti um val sitt á varaforsetaefni. Valið bendi til þess að einangrunarhyggja muni mögulega ráða för í utanríkispólitík Bandaríkjanna ef Trump nær kjöri. Erlent 17. júlí 2024 07:02
Grunar að Íranir hafi skipulagt morð á Trump fyrir atburði vikunnar Öryggisgæsla í kring um Donald Trump var fyrir nokkrum vikum aukin þegar bandarísk yfirvöld komust á snoðir um að yfirvöld í Íran hafi ætlað að ráða Trump af dögum. Erlent 17. júlí 2024 00:11