Guðmundi dæmdar 5,6 milljónir í bætur Íslenska ríkið var í sumar dæmt til að greiða Guðmundi R. Guðlaugssyni 5,6 milljónir króna í skaðabætur vegna tekjutaps sem hann varð fyrir eftir gæsluvarðhaldsvistun árið 2010. Innlent 8. október 2020 19:34
Heldur áfram að brjóta á konum á Vestfjörðum Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa gripið tvisvar utanklæða um brjóst konu á skemmtistað á Ísafirði. Þá þarf hann að greiða konunni 200 þúsund krónur í miskabætur. Innlent 7. október 2020 12:11
Kjötpantanir Búllunnar feli í sér tollalagabrot og peningaþvætti Starfsmaður Búllunnar er ákærður fyrir tollalagabrot, grunaður um að hafa ranglega skráð innflutt kjöt sem kjöt með beini í staðinn fyrir beinlaust kjöt við tollskráningu. Mismunurinn vegna rangrar skráningar nemur tæpum tuttugu milljónum króna. Viðskipti innlent 6. október 2020 08:31
Sökuð um að smána fyrrverandi eiginmann sinn Kona nokkur hefur verið ákærð fyrir hótanir í garð fyrrverandi eiginmanns síns og brot gegn blygðunarsemi hans með því að senda öðru fólki myndir af eiginmanninum fáklæddum og í kynferðislegum athöfnum. Innlent 4. október 2020 22:01
„Ég skil ekki hvernig þú lifðir þetta af“ „Ég sagði strax að mamma hefði vakað yfir mér og kippt í mig. Ef bíllinn hefði hitt mig eins og hundinn þá væri ég ekki hér,“ segir Jóhanna Ásmundsdóttir, kennari á Akureyri. Innlent 3. október 2020 09:05
Dómur staðfestur yfir rútubílstjóra fyrir manndráp af gáleysi Landsréttur hefur staðfest sex mánaða skilorðsbundinn dóm yfir rútubílstjóra sem ók rútu aftan á fólksbíl með þeim afleiðingum að tveir ferðamenn létust. Innlent 2. október 2020 16:05
Staðfesti fimm ára dóm fyrir gróft ofbeldi og nauðgun Landsréttur staðfesti í dag fimm ára fangelsisdóm yfir karlmanni sem beitti sambýliskonu sína grófu ofbeldi og nauðgaði í íbúðargámi. Maðurinn hefur áður hlotið fangelsisdóm fyrir að beita sömu konu ofbeldi. Innlent 2. október 2020 15:32
Costco dæmt til að greiða sjö milljónir Costco á Íslandi var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmt til að greiða Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) 7,3 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna vangoldinna félagsgjalda. Viðskipti innlent 2. október 2020 14:50
Játaði brot gegn fyrrverandi unnustu Maður var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða fyrrverandi unnustu sinni 800 þúsund krónur í miskabætur fyrir brot gegn blygðunarsemi og stórfelldar ærumeiðingar. Innlent 1. október 2020 22:26
Brotaþoli í nauðgunarmáli nuddara fær að bera vitni í gegnum Teams Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona búsett í Bandaríkjunum fái að bera vitni í gegnum fjarfundarbúnað í dómsmáli gegn nuddara sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. Konan sem fær að bera vitni er brotaþoli í málinu. Innlent 1. október 2020 21:39
Klofningur í nauðgunarmáli fyrir Hæstarétti Landsréttur þarf að taka aftur fyrir mál konu sem sökuð var um hlutdeild í nauðgun á konu með þroskahömlun. Innlent 1. október 2020 14:46
Guðmundur á Núpum játaði skilasvik og peningaþvætti Guðmundur A. Birgisson, oft kenndur við Núpa í Ölfusi, játaði fyrir héraðsdómi skilasvik og peningaþvætti í tengslum við gjaldþrot hans. Viðskipti innlent 30. september 2020 10:16
60 daga fangelsi fyrir að hafa slegið á rass sjö ára drengja Karlmaður hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ítrekað áreitt tvo sjö ára drengi kynferðislega í ótilgreindri sundlaug á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 29. september 2020 17:27
Reyndi ítrekað að stinga konuna í höfuðið 33 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps þegar hann réðst að því er virðist að tilefnislausu á leigusala sinn með hnífi í júní síðastliðnum. Innlent 29. september 2020 14:30
Meiðyrði „deyja“ ekki við það eitt að vera fjarlægð Þann 16. september féll dómur í meiðyrðamáli í héraðsdómi Reykjavíkur. Fjölmiðlar hafa veitt þessum dómi nokkra athygli. Skoðun 27. september 2020 18:00
Afi greiðir móður afabarns bætur vegna ummæla á Facebook Afi var á dögunum dæmdur til að greiða móður barnabarns síns 250 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa birt um hana ærumeiðandi ummæli á Facebook. Innlent 26. september 2020 22:55
Kynferðisbrotamál á hendur starfsmanni frístundaheimilis fellt niður Mál á hendur starfsmanni frístundaheimilis sem grunaður var um að hafa brotið á tveimur börnum í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði hefur verið fellt niður. Innlent 26. september 2020 14:06
„Hefur ömurlegar afleiðingar í för með sér“ Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms og sýknaði dagmóður af ákæru fyrir líkamsárás gegn barni. Lögmaður konunnar segir málið átakanlegt og vonar að hægt verði að draga lærdóm af því Innlent 26. september 2020 12:45
Sýn og Nova máttu reka saman dreifikerfi Landsréttur hafnaði kröfu Símans um að ógilda skyldi ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins og Póst- og fjarskiptastofnunar um að leyfa Sýn og Nova að samnýta tíðniheimildir vegna sameiginlegs reksturs á dreifikerfi fyrir farsímaþjónustu. Viðskipti innlent 26. september 2020 11:00
Dagmóðir sýknuð af sérstaklega hættulegri líkamsárás Dagmóðir sem var dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og brot á barnaverndarlögum, gagnvart 20 mánaða barni sem var í umsjá hennar, í mars 2018 var í dag sýknuð af öllum ákæruliðum í Landsrétti. Innlent 25. september 2020 17:35
Sagður hafa kveikt eld á þremur stöðum í húsinu Þrettán manns voru í húsinu við Bræðraborgarstíg þann 25. júní í sumar þegar Marek Moszczynski kveikti eld á mörgum stöðum í húsinu. Innlent 25. september 2020 15:02
Gæti orðið frjáls ferða sinna Marek Moszczynski neitaði sök þegar ákæra á hendur honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er grunaður um manndráp af ásetningi og íkveikju við Bræðraborgarstíg í sumar. Innlent 25. september 2020 12:26
Ákærði sagður ósakhæfur við verknað á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar neitaði sök í báðum ákæruliðum við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír létust í brunanum og fleiri slösuðust. Innlent 25. september 2020 10:17
Hrottalegar lýsingar í sakamáli á Suðurlandi Fjórar konur og einn karlmaður hafa verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung, húsbrot og kynferðislega áreitni fyrir að hafa ruðst óboðin inn á heimili manns og veist að honum með ofbeldi þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Grófu ofbeldi er lýst í ákærunni. Innlent 25. september 2020 09:56
Braut gegn stúlku og dró aðra úr meðferð Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í byrjun mánaðar ungan mann í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir nokkur brot. Innlent 25. september 2020 08:02
Eftirlifandi sprengjuárásarinnar í Brussel fær ekki alþjóðlega vernd Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum manns sem kært hafði niðurstöðu stjórnvalda um þriðju umsókn hans um alþjóðlega vernd hér á landi. Innlent 24. september 2020 23:29
Fékk ekki vitjun og hjartað stoppaði morguninn eftir Íslenska ríkið var í gær dæmt skaðabótaskylt í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna mistaka á Landspítalanum sem leiddu til andláts 55 ára karlmanns í júlí 2014. Dóttir mannsins segir að starfsfólk spítalans hafi komið hranalega fram við hann og honum sagt að rífa sig á fætur. Innlent 24. september 2020 10:53
Ragnheiður Elín þarf ekki að fella aspirnar á Arnarnesi Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Ragnheiði Elínu Clausen, fyrrum sjónvarpsþulu til margra ára, í máli sem nágrannar hennar á Arnarnesi í Garðabæ höfðuðu gegn henni vegna tveggja stórra aspa og annars gróðurs á lóð hennar sem þau telja skerða útsýni þeirra úr fasteign sinni. Innlent 23. september 2020 18:42
Slíðruðu sverðin í dómsal eftir sérstaklega hættulega líkamsárás Sautján ára drengur var í dag dæmdur í tíu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Innlent 21. september 2020 22:04
Krafa um flýtimeðferð á borði Símonar dómstjóra Lögmaður egypsku Khedr-fjölskyldunnar lagði í dag fram stefnu og beiðni um flýtimeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hönd egypsku fjölskyldunnar. Þetta staðfestir lögmaðurinn Magnús Davíð Norðdahl í samtali við Vísi. Innlent 21. september 2020 15:18