Skipverjum létt að málinu sé lokið en furða sig á refsingunni Skipverjum á Júlíusi Geirmundssyni sem smituðust af Covid-19 í veiðiferð um borð í skipinu er létt að máli vegna veikinda þeirra sé lokið en óvissan hefur verið þeim þungbær. Einhverjir þeirra séu þó undrandi á dómi skipstjóra togarans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Verkalýðsfélagi Vestfjarða. Innlent 16. janúar 2021 09:30
Skipstjóri Júlíusar Geirmundssonar sviptur réttindum í fjóra mánuði Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, játaði sök þegar mál lögreglustjórans á Vestfjörðum gegn honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í dag. Innlent 14. janúar 2021 14:08
Héraðsdómur féllst ekki á að kona hafi ætlað að kaupa hjólhýsi með Land Rovernum Kona var í gær dæmd í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða hátt í 5,3 milljóna króna sekt fyrir að hafa gefið upp rangt kaupverð á Land Rover Defender 90 Ts Xs bifreið sem hún flutti inn til Íslands. Viðskipti innlent 14. janúar 2021 12:49
Dæmdur í fangelsi fyrir að kasta konu fram af svölum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í 21 mánaðar fangelsi. Hann var dæmdur fyrir að kasta konu fram af svölum sínum á annarri hæð í Breiðholti árið 2019. Gæsluvarðhald sem hann sætti frá 17. september til 13. október árið 2019 verður dregið frá dómnum. Innlent 13. janúar 2021 19:14
Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi Maðurinn sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í dag fyrir að bana eiginkonu sinni í Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða gæsluvarðhald. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því í október þegar Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald hans. Þá hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá apríl. Innlent 13. janúar 2021 18:46
Fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp í Sandgerði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í lok mars. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag en þinghald í málinu var lokað. Innlent 13. janúar 2021 16:50
Sakaður um gróft heimilisofbeldi og má fylgjast með vitnaleiðslu Dómarar við Landsrétt segja að ekki sé hægt að vísa manni úr réttarsal á meðan kona sem hann hefur verið ákærður fyrir að beita grófu heimilisofbeldi gefur skýrslu í aðalmeðferð málsins. Með því felldu þeir úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar að lútandi niður. Innlent 12. janúar 2021 20:57
Skúli í Subway sýknaður Skúli Gunnar Sigfússon, oft kenndur við skyndibitastaðinn Subway, var í dag sýknaður af ákæru fyrir millifærslur af bankareikningi félags sem stefndi í gjaldþrot. Tveir til viðbótar voru sýknaðir af ákæru héraðssaksóknara í málinu. Viðskipti innlent 12. janúar 2021 15:54
Dómur í tólf ára nauðgunarmáli ekki birtur að ósk brotaþola Héraðsdómur Reykjavíkur mun ekki birta niðurstöðu í nauðugnarmáli á vef sínum. Dómari í málinu vísar til reglna um birtingu dóma á vef dómstólasýslunnar og beiðni brotaþola í málinu. Innlent 10. janúar 2021 09:01
Maðurinn var stórhættulegur og kerfið brást Kona sem varð fyrir stórhættulegri hnífstunguárás að tilefnislausu á heimili sínu síðasta sumar af hálfu síbrotamanns telur kerfið hafa brugðist. Maðurinn hafi fengið að ganga laus þrátt fyrir að hafa stuttu áður framið alvarlega líkamsárás, frelsissviptingu og fjölda annarra brota. Hann var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir brotin í Héraðsdómi í dag. Innlent 8. janúar 2021 19:01
„Lem þig svo illa að mamma þín á eftir að skammast sín fyrir að eiga þig“ Guðfinnur Óskarsson hefur verið ákærður fyrir hótanir í garð tæplega fimmtugs karlmanns. Ákæran á hendur Guðfinni er birt í Lögbirtingablaðinu í dag þar sem ekki hefur tekist að birta honum ákæruna í persónu. Hann er kvaddur til þingfestingar málsins þann 18. febrúar næstkomandi. Innlent 8. janúar 2021 14:51
Þóra beið lægri hlut í launadeilu við Óperuna Íslenska óperan hefur verið sýknuð í máli sem söngkonan Þóra Einarsdóttir höfðaði á hendur Óperunni vegna meintra vangoldinna greiðslna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málskostnaður fellur niður. Innlent 8. janúar 2021 14:02
Sex og hálfs árs fangelsi fyrir tvær hrottalegar líkamsárásir Þorlákur Fannar Albertsson hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps, alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu á síðasta ári. Önnur árásin var á leigusala hans í júní, konu á fimmtugsaldri, en hin á félaga sinn á þrítugsaldri í apríl. Þorlákur bar fyrir sig að hafa verið í geðrofi þegar hann réðst á fólkið. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Innlent 8. janúar 2021 09:26
Meðhöndlarinn sem misnotaði traust þjáðra kvenna Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem dæmdur var í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum, virðist hafa talið kvenkyns sjúklinga marga hverja girnast sig kynferðislega. Brot hans gegn tveimur kvennanna þóttu sérstaklega ósvífin í ljósi ungs aldurs annarrar konunnar og þess að hin var með alvarlegan sjúkdóm. Innlent 8. janúar 2021 07:01
400 milljóna sekt vegna brota Byko Norvik, móðurfélag Byko, var í dag dæmt til þess að greiða 400 milljón króna stjórnvaldssekt vegna brota á samkeppnislögum. Málið má rekja aftur til ársins 2010 þegar fyrirsvarsmenn Múrbúðarinnar sneru sér að Samkeppniseftirlitinu og tilkynntu því að Byko og Húsasmiðjan höfðu reynt að fá fyrirtækið til þess að taka þátt í ólögmætu samráði. Viðskipti innlent 7. janúar 2021 20:30
Brottrekstur Lárusar úrskurðaður ólögmætur Landsréttur sneri í dag við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að víkja Lárusi Sigurði Lárussyni lögmanni úr starfi skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Þórodds ehf. Viðskipti innlent 7. janúar 2021 16:01
Ákæru um kynferðisbrot á hendur Jóni Baldvin vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá ákæru á hendur Jóni Baldvin Hannibalssyni fyrrverandi utanríkisráðherra um kynferðisbrot. Innlent 7. janúar 2021 14:52
„Ég bjóst við sakfellingu“ Jóhannes S. Ólafsson, réttargæslumaður brotaþola í máli meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar, segir þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að dæma meðhöndlarann í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum á meðferðarstofu sinni vera rétta. Niðurstaðan sé jafnframt sigur fyrir þær konur sem leituðu til lögreglu vegna hans. Innlent 6. janúar 2021 17:35
Jóhannes í Postura dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem hefur sérhæft sig í meðferð við ýmsum stoðkerfisvandamálum, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum á meðferðarstofu sinni á árunum 2009 eða 2010, 2010 eða 2011, 2011 og 2015. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness rétt í þessu. Innlent 6. janúar 2021 12:56
Kennari sakaður um kynferðislega áreitni og ruddalegt athæfi gagnvart stúlku Karlmaður á Norðurlandi eystra hefur verið ákærður af Embætti héraðssaksóknara fyrir kynferðisbrot gegn barni og barnaverndarlagabrot á árunum 2017 og 2018. Í ákærunni á hendur manninum segir að barnið hafi verið nemandi hans. Innlent 5. janúar 2021 11:06
Dómur þyngdur um eitt og hálft ár vegna stórfelldrar líkamsárásar Landsréttur dæmdi í síðasta mánuði Brynjar Kristensson til tveggja ára fangelsisvistar vegna stórfelldrar líkamsárásar sem hann tók þátt í þann 19. febrúar 2017. Brynjar hafði áður verið dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar í héraðsdómi. Innlent 4. janúar 2021 17:36
„Það er búið að afhenda gripinn“ Kona, sem stefndi Pennanum ehf. til að fá afhentan milljón króna hægindastól sem hún greiddi nær alfarið með inneignarnótum og gjafabréfi, fékk stólinn fyrir jól. Viðskipti innlent 4. janúar 2021 11:00
Bjarna Bernharði dæmdar bætur vegna nauðungarvistunar Listamaðurinn Bjarni Bernharður Bjarnason fær 200 þúsund krónur í bætur auk dráttarvaxta frá 27. apríl 2017 og gjafsókn í máli hans á hendur ríkinu. Innlent 28. desember 2020 13:12
Skógarbóndi losnar ekki við níu þúsund kindur Borgarbyggð hefur rétt til beitarafnota af hluta jarðar Gunnars Jónssonar, skógarbónda á Króki í Borgarbyggð, auk þess sem að sveitarfélaginu er heimilit að safna fé af fjalli af hausi á þessu sama landi. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem sneri við dómi Landsréttar í málinu. Innlent 22. desember 2020 22:46
Hjartasjúklingi aftur dæmdir tugir milljóna í héraði Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða hjartasjúklingi 27,5 milljónir í bætur vegna galla í leiðslu bjargráðs sem græddur var í hann. Ríkið hafði áður verið dæmt til að greiða manninum sambærilega upphæð en Landsréttur ómerkti þann dóm og sendi aftur í hérað, þar sem dómur var kveðinn upp í gær. Innlent 22. desember 2020 19:45
Jóhann Hlíðar segir samning RÚV við Guðmund Spartakus mikla sneypu Jóhann Hlíðar Harðarson segir mikið fagnaðarefni fyrir blaða- og fréttamenn að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi nú hent máli Guðmundar Spartakusar í ruslið. Jafnframt og því miður sé málið háðung fyrir Ríkisútvarpið. Innlent 22. desember 2020 16:54
Fá milljarð frá Kópavogi vegna eignarnáms á Vatnsenda Kópavogsbær hefur verið dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested 968 milljónir vegna eignarnáms Kópavogsbæjar í landi Vatnsenda árið 2007. Dómur var kveðinn upp í gær. Vextir frá árinu 2010 bætast við fyrrnefnda upphæð. Viðskipti innlent 22. desember 2020 13:41
Yfirdeildin staðfesti að ríkið hefði ekki brotið á Gesti og Ragnari Íslenska ríkið braut hvorki gegn Gesti Jónssyni né Ragnari Hall þegar lögmennirnir voru sektaðir um eina milljón króna hvor fyrir að segja sig frá málsvörn í Al-Thani málinu árið 2013. Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun fyrri dóm dómstólsins í málinu. Innlent 22. desember 2020 10:24
Máli Guðmundar Spartakusar vísað frá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn íslenska ríkinu og hafnað að taka málið til efnislegrar meðferðar. Innlent 22. desember 2020 07:27
Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Innlent 21. desember 2020 09:01
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent