Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Geðsjúkur fangi í einangrun

Færa þurfti mjög geðsjúkan fanga frá Sogni í einangrun á Litla - Hrauni, þar sem hann dvaldi í átta daga. Fangelsismálastofnun segir að erfitt sé að fá fanga vistaða á geðdeildum. Þeir hafi jafnvel verið sendir til baka þegar vistun hafi verið reynd. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Kærði viku eftir árásina

Í dómnum er látið að því liggja að kona hafi unnið til áverkanna," segir Jónína Bjartmarz, alþingismaður og lögfræðingur, um dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku þar sem refsingu yfir manni vegna heimilisofbeldis var frestað. Guðmundur L. Jóhannesson, héraðsdómari, dæmdi málið.

Innlent
Fréttamynd

Komst ekki hjá sektinni

Fertugur karlmaður var, í Héraðsdómi Reykjaness, dæmdur til að greiða 50 þúsund króna sekt í ríkissjóð, fyrir hraðakstur.

Innlent
Fréttamynd

Stal páskaeggi og átti hass

Í Héraðsdómi Reykjavíkur var nítján ára piltur dæmdur í þriggja mánaða skilorðbundið fangelsi og sextán ára piltur dæmdur í tveggja mánaða skilorðbundið fangelsi fyrir þjófnaðarbrot. Mál þriðja piltsins var skilið frá þessu máli.

Innlent
Fréttamynd

Braut gegn fósturdóttur sinni

Maður var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa haft samfarir og önnur kynferðismök við fósturdóttur sína. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir að hafa káfað á vinkonu hennar og fyrir vörslu barnakláms.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn lokið í Hagamelsmálinu

Lögreglan í Reykjavík hefur lokið rannsókn á því þegar móðir varð dóttur sinni að bana á heimili þeirra við Hagamel í sumar. Dóttirin var á tólfta ári og var henni banað þar sem hún lá í rúmi sínu og eldri bróðir hennar særður.

Innlent
Fréttamynd

Stefán dæmdur í 3 ára fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Stefán Loga Sívarsson, annan „Skeljagrandabróðurinn“, í þriggja ára fangelsi fyrir mjög alvarlega líkamsárás sem hefði getað leitt til dauða. Milta mannsins rifnaði svo hann hlaut innvortis blæðingu.

Innlent
Fréttamynd

Tveir síbrotamenn dæmdir

Tveir síbrotamenn voru í morgun dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness til fangelsisvistar og er hvorugur dómurinn skilorðsbundinn.

Innlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir manndrápstilraun

Tuttugu og fimm ára gamall karlmaður, sem hjó til annars með öxi á veitingastað í Hafnarfirði fyrir skömmu, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn, sem mun sitja í gæsluvarðhaldi þar til dómur verður kveðinn upp, hefur áður verið dæmdur fyrir ofbeldi og fíkniefnabrot.

Innlent
Fréttamynd

Deilan um landið á tímamótum

Jarðeigendur í uppsveitum Biskupstungna halda jörðum sínum óskertum en afréttur sem þeir gerðu kröfu til verður að þjóðlendum samkvæmt dómi Hæstaréttar í gær. Ríkið gerði kröfu um hluta jarðanna. Með dómnum er staðfestur úrskurður óbyggðanefndar frá því árið 2000. Þetta er fyrsti dómur Hæstaréttar í þjóðlendumáli.

Innlent
Fréttamynd

Krefst tveggja ára fangelsisdóms

Saksóknari í líkfundarmálinu krefst, að sakborningarnir þrír verði hver um sig dæmdir til að sæta að lámarki tveggja ára fangelsi, við lok aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Enn fremur taldi saksóknari tveggja og hálfs árs fangelsi vera hæfilega refsingu.

Innlent
Fréttamynd

2 1/2 árs fangelsi hæfilegt

Ríkissaksóknari telur hæfilegt að allir sakborningar í líkfundarmálinu verði dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi. Verjendur krefjast sýknu af flestum ákæruliðum. Aðalmeðferð í Héraðsdómi lauk rétt fyrir hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Héraðsdómur viðurkennir kröfuna

Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi í dag stærstan hluta kröfu Jónasar Kristjánssonar í þrotabú DV sem forgangskröfu. Jónasi var sagt upp störfum sem ritstjóra blaðsins í desember árið 2001 og telur hann sig eiga inni ógreidd laun, bæði frá tímabili uppsagnarfrests og fyrri hluta árs 2001.

Innlent
Fréttamynd

Jónas neitar allri sök

Einn sakborninga í líkfundarmálinu neitar allri sök. Hinum sakborningunum tveimur ber að mestu leyti saman um að allir þrír hafi átt þátt í að koma líki Vaidasar Júsevicsíusar fyrir í höfninni í Neskaupstað. Aðalmeðferð málsins hófst í morgun fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Vissi ekki af líkinu

Einn sakborninganna í líkfundarmálinu segist ekki hafa haft hugmynd um að lík væri vafið í teppi og geymt aftur í, í jeppa sem hann ók um 700 kílómetra leið austur á firði. Hinir sakborningarnir tveir staðhæfa að allir þrír hafi átt þátt í að koma líkinu fyrir í höfninni í Neskaupstað. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hressir eftir að Vaidas dó

Jónas Ingi Ragnarson og Tomas Malakauskas virtust hressir og kátir og alls ekki áhyggjufullir, eftir að Vaidas Jucevicius lést í Kópavogi og þar til honum var komið fyrir í sjóinn við netagerðabryggjuna í Neskaupstað, að sögn vitna í aðalmeðferð Líkfundarmálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Innlent
Fréttamynd

Álitshnekkir fyrir Hæstarétt

Kjartan Ásmundsson segir það sorglegt að menn þurfi að fara út fyrir landsteinana til að leita réttar síns gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi íslenska ríkið til að greiða honum bætur í gær eftir að Héraðsdómur og Hæstiréttur höfðu dæmt Kjartani í óhag. Kjartan segir dóm Mannréttindadómstólsins álitshnekki fyrir Hæstarétt.

Innlent
Fréttamynd

Enn í stofufangelsi í Texas

Bandarísk stjórnvöld hafa enn ekki svarað beiðni íslenskra stjórnvalda um að tvítugur Íslendingur, sem haldið hefur verið föngnum í Texas í sjö ár, fáist framseldur til Íslands. Hann var 13 ára dæmdur fyrir kynferðisbrot sem hann er sagður hafa framið þegar hann var 11 ára. 

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald framlengt

Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um aðild að einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar. Gæsluvarðhald yfir mönnunum rann út í dag og varð Héraðsdómur við kröfu lögreglunnar í Reykjavík um tveggja vikna framlengingu.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur í tveggja mánaða fangelsi

Ragnar Sigurjónsson, sem var framseldur frá Taílandi fyrr á árinu, var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. Þar af eru fjórir mánuðir skilorðsbundnir. Ákæruvaldið krafðist fimm mánaða fangelsisvistar.

Innlent
Fréttamynd

Axarmaðurinn játar brot sitt

Ungur maður játaði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hafa rænt Landsbankaútibúið við Gullinbrú, vopnaður öxi. Ránsfengnum var líklega komið til fíkniefnasala sem hann skuldaði fé. Gjaldkeri í bankanum sagðist hafa verið miður sín í langan tíma á eftir.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af skjalafalsi

Rúmlega fimmtugur maður var sýknaður, í Héraðsdómi Reykjavíkur, af ákæru um skjalafals. Maðurinn var ákærður fyrir að skrifa nafn annars manns á tilkynningu sem hann framvísaði hjá Umferðarstofu um sölu bifreiðar hans.

Innlent
Fréttamynd

Mæðgur í fangelsi

Fanta Sillah, 26 ára kona frá Sierra Leone, sem í Héraðsdómi Reykjaness var dæmd í fimm ára fangelsi fyrir e-töflusmygl í lok júlí, eignaðist stúlkubarn fyrir um mánuði síðan. Dóttir Fanta dvelur nú með henni í kvennafangelsinu í Kópavogi og heilsast báðum vel að sögn lögmanns Fanta.

Innlent
Fréttamynd

Hafnar kröfu um frávísun

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfum manns sem ákærður er fyrir að hafa numið dóttur sína á brott og flutt hana til Frakklands um að málinu verði vísað frá dómi. Rök mannsins eru þau að hann sætir sömu ákæru í Frakklandi.

Innlent
Fréttamynd

Máli Hannesar vísað frá

Máli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um lögbann á efnismeðferð Siðanefndar Háskóla Íslands var vísað frá í Hæstarétti í gær.

Innlent
Fréttamynd

Krefst fjögurra ára fangelsis

Sækjandi í sakamáli gegn Stefáni Loga Sívarssyni krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hann yrði dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir sem hann er sakaður um að hafa framið á tveimur dögum í apríl.

Innlent
Fréttamynd

Lögbannið fellt úr gildi

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi lögbann við að Siðanefnd Háskóla Íslands fjalli um vinnubrögð Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar þegar hann reit fyrsta bindi ævisögu Halldórs Laxness í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Karlmaður um þrítugt var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í tengslum við umfangsmikið smygl á kókaíni, amfetamíni og LSD. Þar með sitja sjö í gæsluvarðhaldi vegna málsins, fimm hér á landi og tveir í Hollandi.

Innlent
Fréttamynd

2 mánuðir og 17 milljónir

Rúmlega fimmtugur maður var dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og til greiðslu rúmlega 17 milljóna króna fyrir að hafa ekki staðið skil á greiðslu virðisaukaskatts og staðgreiðslu opinberra gjalda á árunum 2001 og 2002.

Innlent