Fjórir dæmdir fyrir misþyrmingar Héraðsdómur Norðurlands Eystra hefur dæmt mennina fjóra, sem réðust á 17 ára pilt á Akureyri fyrir ári, misþyrmdu honum og skildu eftir klæðalítinn í húsasundi í frosti. Innlent 3. mars 2006 08:45
Ríkið sýknað af bótakröfu Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfu Óla Bjarna Ólasonar útgerðarmanns sem krafðist skaðabóta úr ríkissjóði vegna lagasetningar þar sem sóknardagakerfið var aflagt og kvóti settur á krókabáta. Innlent 7. febrúar 2006 15:39
Sjö mánaða dómur fyrir fjölda afbrota Tuttugu og fimm ára karlmaður var í morgun dæmdur í sjö mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa þrisvar ekið bíl eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum, þrisvar verið tekinn með fíkniefni, tvo þjófnaði og tvö fjársvikamál. Innlent 3. febrúar 2006 10:47
Verða að greiða fyrrum starfsmanni laun G.P.G fiskvinnsla verður að greiða fyrrum stjórnanda fiskvinnslunnar Jökuls á Raufarhöfn hálfa þriðju milljón króna sem hann á hjá félaginu í ógreiddum launum. Innlent 31. janúar 2006 13:16
Réttað yfir Sigurði Frey Aðalmeðferð í máli Sigurðar Freys Kristmundssonar hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sigurður Freyr er ákærður fyrir að hafa banað Braga Halldórssyni í ágúst síðastliðnum með því að stinga hann með hnífi. Innlent 30. janúar 2006 11:34
Í fangelsi fyrir akstur án réttinda Karlmaður var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að keyra bíl ökuréttindalaus á Akureyri. Maðurinn hefur aldrei fengið ökuréttindi og var fyrir sjö árum dæmdur til að fá aldrei ökuréttindi vegna endurtekinna umferðarlagabrota. Innlent 30. janúar 2006 09:20
Stjórnskipulegur vandi blasir við Stjórnskipulegur vandi blasir við ef einhver dómari höfðar mál á hendur ríkinu vegna afnáms úrskurðar kjaradóms um laun dómara segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari. Innlent 30. janúar 2006 07:00
Dæmdar 30 milljónir í björgunarlaun Útgerðin Íslenskur skelfiskur verður að greiða Langanesi þrjátíu milljónir króna í björgunarlaun. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðað að ekki þyrfti að greiða þau björgunarlaun sem deilt var um. Innlent 26. janúar 2006 17:47
Þuklaði á tíu ára stúlku Hæstiréttur dæmdi karlmann í dag í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára gamalli stúlku. Maðurinn þuklaði á brjóstum hennar og kynfærum þar sem þau dvöldu á heimili bróður mannsins. Innlent 26. janúar 2006 17:33
Í farbann vegna dópsmygls Hæstiréttur hefur dæmt mann í farbann meðan réttað er í máli gegn honum vegna stórfellds fíkniefnasmygls. Maðurinn er talinn hafa smyglað tæpum fjórum kílóum af hassi og einu kílói af amfetamíni sem voru falin í bíl sem kom hingað með Norrænu frá Danmörku þrettánda þessa mánaðar. Innlent 25. janúar 2006 17:34
Stefnubreyting frá dómvenju í máli konu er rann í hálku gegn ACO Tæknivali Kona vann í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur mál gegn ACO Tæknivali og er um að ræða skýra stefnubreytingu frá dómvenju þar sem fyrirtækið var dæmt fyrir saknæma vanrækslu á því að hindra hálkumyndun fyrir utan verslun BT í Skeifunni. Innlent 20. janúar 2006 16:21
Fíkniefnaneytandi dæmdur í 12 mánaða fangelsi 24 ára karlmaður var í dag dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af tíu mánuði skilorðsbundna, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa í vörslu sinni rúmlega 300 grömm af hassi, eignaspjöll á umferðarljósum og þjófnað úr lyfjakistu í báti. Maðurinn hefur áður gerst brotlegur við lög og braut fyrra skilorð. Hann hefur átt við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða. Innlent 20. janúar 2006 15:45
Mál Bubba gegn 365 tekið fyrir Mál Bubba Morthens gegn 365 prentmiðlum og Garðari Erni Úlfarssyni vegna umfjöllunar tímaritsins Hér og nú um Bubba var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Lögmenn lögðu fram gögn í morgun og þeim gefst frekari tími til að afla gagna áður en málsmeðferð hefst. Innlent 20. janúar 2006 11:50
Ákvörðun um matsmenn frestað Héraðsdómur Reykjavíkur frestaði nú síðdegis ákvörðun um hvort hlutlausir matsmenn verði kallaðir til í Baugsmálinu. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, óskaði eftir að hlutlausir sérfræðingar yrðu fengnir til að leggja mat á gögnin sem lögð hafa verið fram. Innlent 10. janúar 2006 15:20
Þáttaskil í Baugsmálinu Staðfesting Hæstaréttar á að þeir átta ákæruliðir Baugsmálsins sem eftir standa séu tækir til efnislegrar meðferðar markar þáttaskil segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Innlent 9. janúar 2006 19:48
Átján ára sætir gæsluvarðhaldi Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir sextán ára pilti sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nema annan pilt á brott af vinnustað hans og neyða hann til að taka pening út úr hraðbanka til að greiða skuld við þá. Innlent 9. janúar 2006 17:33
Kröfu verjenda í Baugsmáli hafnað Hæstiréttur hafnaði í dag beiðni verjenda í Baugsmálinu um að þeim átta ákæruliðum sem eftir standa í málinu yrði vísað frá dómi. Verjendur höfðu krafist þess að málinu yrði vísað frá þar sem enginn hæfur saksóknari hefði verið mættur í dómssal þegar það var tekið fyrir á síðasta ári. Innlent 9. janúar 2006 15:45
Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni vegna fíkniefnabrota. Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók manninn á Gamlársdag og hefur lagt hald á um 1,5 kíló af hassi auk annarra fíkniefna og peninga. Innlent 5. janúar 2006 13:56
Beiðni um ógildingu framsals vísað frá dómi Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu albansks karlmanns sem grunaður er um manndráp í Grikklandi á jóladag 2004 um að ákvörðun dómsmálaráðherra um að framselja hann til Grikklands yrði hnekkt. Maðurinn kærði framsalið til Héraðsdóms Reykjavíkur sem staðfesti framsalið. Innlent 5. janúar 2006 11:39
Gæsluvarðhald framlengt Hæstiréttur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir albönskum karlmanni sem grunaður er um að hafa myrt mann í Grikklandi á jóladag 2004. Maðurinn skal sæta gæsluvarðhaldi til 16. janúar eða þar til niðurstaða hefur fengist í máli sem rekið er vegna ákvörðunar stjórnvalda um að framselja hann grískum yfirvöldum. Innlent 5. janúar 2006 11:05
Íslandsbanki greiði þrotabúi 4,5 milljónir Íslandsbanki verður að greiða þrotabúi Kaldabergs ehf. hálfa fimmtu milljón króna auk dráttarvaxta og 400 þúsund króna í málkostnað. Upphæðina fékk Íslandsbanki greidda upp í skuldir skömmu áður en fyrirtækið varð gjaldþrota og þær þóttu brjóta gegn lögum um jafnræði lánadrottna. Innlent 4. janúar 2006 14:04
Gæsluvarðhald yfir Albana stytt Hæstiréttur stytti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Albana sem grunaður er um að hafa myrt mann í Grikklandi á jóladag í fyrra. Maðurinn bíður framsals til Grikklands og hafði héraðsdómur úrskurðað hann í gæsluvarðhald til þrettánda janúar. Innlent 22. desember 2005 08:15
Byggingastjóri greiði fyrir galla á húsi Byggingastjóri parhúss í Garðabæ var í gær dæmdur til að greiða eiganda hússins eina og hálfa milljón króna í skaðabætur vegna verulegra galla sem voru á byggingu hússins. Innlent 21. desember 2005 09:45
Hæstiréttur sýknaði ríkið Hæstiréttur sýknaði ríkið í gær af kröfu manns sem vildi að álagning iðnaðarmálagjalds á rekstur hans á árunum 2001 til 2004 yrði felld úr gildi. Innlent 21. desember 2005 09:15
Laus úr gæsluvarðhaldi Maðurinn sem úrskurðaður var í einnar viku gæsluvarðhald síðastliðinn þriðjudag, eftir að um 200 kannabisplöntur og nokkur kíló af kannabisefnum fundust á heimili hans í uppsveitum Árnessýslu, hefur verið látinn laus. Innlent 18. desember 2005 11:00
Gunnlaugur verður forseti Hæstaréttar Gunnlaugur Claessen verður forseti Hæstaréttar á næsti ári og árið 2007 og Hrafn Bragason verður varaforseti réttarins. Þetta var niðurstaðan af fundi dómara við Hæstarétt í dag þar sem þeir kusu dómstólnum forseta og varaforseta. Innlent 12. desember 2005 16:00
Vill að málið verði tekið til efnislegrar meðferðar Baugsmálið var tekið fyrir í Héraðsdómi og verjendur sakborninga kröfðust þess á ný að málinu væri vísað frá og tiltóku þrjár ástæður fyrir að slíkt ætti að gera. Settur saksóknari vísaði þeim öllum á bug og sagði kominn tíma til að taka málið til efnislegrar meðferðar. Innlent 9. desember 2005 14:44
Tveir saksóknarar boðaðir í réttarsal Baugsmálið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag og hafa hvort tveggja Bogi Nilsson ríkissaksóknari og Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari verið boðaðir í þinghaldið. Innlent 9. desember 2005 08:30
Grunaður um viðamikla fíkniefnasölu Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem er grunaður um viðamikla fíkniefnasölu á Akureyri. Maðurinn var handtekinn á skemmtistað á Akureyri fyrir viku með peninga sem lögregla telur afrakstur fíkniefnasölu og heima hjá honum fannst eitt kíló af maríjúana. Innlent 8. desember 2005 14:33
Fá engar bætur fyrir förgun gæsa Ríkissjóður var í dag sýknaður af fimm milljóna króna skaðabótakröfu hjóna sem var gert að farga aligæsum á búi sínu eftir að salmonella greindist í gæsunum. Dýralæknir fyrirskipaði förgunina og fóru hjónin að kröfu hans. Innlent 8. desember 2005 13:45