Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

„Ætla að taka Breivik á þetta“

Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á sextugsaldri fyrir að hafa haft í frammi ógnandi framkomu og hótað sýslumanninum í Keflavík og öðrum starfsmönnum líkamsmeiðingum og lífláti á skrifstofu embættisins í Keflavík árið 2012.

Innlent
Fréttamynd

Allir lýsa yfir sak­leysi í Milestone málinu

Allir sakborningar í máli Sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernesdóttur lýstu sig saklausa við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sex eru ákærðir í málinu. Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir, sem áttu meirahluta í Milestone og sátu í stjórn félagsins, Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone og þrír endurskoðendur hjá KPMG.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sér­stakur sak­sóknari hefur á­kært í alls 96 málum - 206 felld niður

Alls er hundrað tuttugu og eitt mál í ákærumeðferð hjá sérstökum saksóknara og gefin hefur verið út ákæra í níutíu og sex málum. Miðað við þrengstu skilgreiningu á hrunmálum eru ákærur í þeim orðnar þrettán og hafa alls fjörutíu og fimm einstaklingar verið ákærðir. Tvö hundruð og sex mál hafa verið felld niður. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði sérstaks saksóknara sem fréttastofan hefur undir höndum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rann­sókn á Stím að ljúka

Rannsókn sérstaks saksóknara á Stím-málinu er á lokastigi og á henni að ljúka í næstu viku, samkvæmt heimildum. Þegar rannsókn lýkur fær saksóknari málið á sitt borð og tekur ákvörðun um saksókn eða niðurfellingu málsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í sjö ára fangelsi fyrir að ræna úr­smið

Hæstiréttur dæmdi í dag pólskan karlmann, Pawel Jerzy Podburaczynski, í sjö ára fangelsi fyrir að hafa ásamt öðrum mönnum ráðist með ofbeldi og hótunum á starfsfólk úra- og skartgripaverslunarinnar Michelsen og tekið þaðan 49 armbandsúr, auk þess að hafa tekið fjóra bíla í heimildarleysi til þess að nota við ránið. Pawel var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur og því ljóst að Hæstiréttur þyngir dóminn um tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Skipta­stjóri Milestone í mál við sak­sóknara

Sérstakur saksóknari neitar að afhenda skiptastjóra Milestone öll rannsóknargögn sem tengjast fyrirtækinu. Skiptastjórinn telur að þau geti nýst honum í málaferlum gegn Wernersbörnum og öðrum. Hann hefur því stefnt saksóknara fyrir dóm.

Innlent
Fréttamynd

Lárus á­frýjar til Hæsta­réttar

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, áfrýjaði í síðustu viku Vafningsdómnum svokallaða til Hæstaréttar. Þetta staðfesti Óttar Pálsson verjandi hans við Vísi. Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá bankanum sem einnig var dæmdur, hefur ekki áfrýjað.

Innlent
Fréttamynd

Glitnismenn geta tekið refsinguna út með sam­fé­lags­þjónustu

Þeir Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason munu ekki þurfa að sitja af sér refsingu vegna Vafningsdómsins í fangelsi. Í staðinn munu þeir geta tekið út refsinguna með samfélagsþjónustu. Þeir voru í dag dæmdir í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna. Þrír mánuðir eru því óskilorðsbundir hjá hvorum þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið greiðir 20 milljónir vegna rann­sak­enda sem voru kærðir

Íslenska ríkið þarf að greiða helminginn af málskostnaði lögfræðinga Lárusar Weldings og Guðmundar Hjaltasonar, sem voru dæmdir fyrir umboðssvik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag með lánveitingu upp á rúma tíu milljarða til handa Vafningi sem var í raun lán til þess að greiða upp skuldir Milestone.

Innlent
Fréttamynd

Hátt reitt til höggs

"Það er alveg ljóst að það var hátt reitt til höggs,“ segir Þórður Bogason, verjandi Guðmundar Hjaltasonar í Vafningsmálinu. Guðmundur og Lárus Welding, forstjóri Glitnis, fengu í dag níu mánaða fangelsisdóm, þar af sex mánuði skilorðsbundna. Guðmundur Hjaltason var ekki viðstaddur dómsuppsögu. Það var hins vegar Lárus Welding en hvorki hann né Óttar Pálsson, verjandi hans, vildu tjá sig um dómsuppsöguna. Þórður Bogason segir að niðurstaðan sýni að sérstakur saksóknari þurfi að fara í naflaskoðun á því hvernig hann vinnur hlutina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dómurinn kveðinn upp í Vafningsmálinu á morgun

Dómur verður kveðinn upp í Vafningsmálinu svokallað á morgun, 28. desember. Ákærðir í málinu eru Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, og Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis. Þeir eru sakaðir um umboðssvik, í tengslum við 10 milljarða peningamarkaðslán til Milestone hinn 8. febrúar 2008.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lárus og Magnús Arnar á­kærðir sem aðal­menn

Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fjórum mönnum í Aurum-málinu svokallaða, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Lárusi Welding, Magnúsi Arnari Arngrímssyni og Bjarna Jóhannessyni. Þeir eru ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við sex milljarða lánveitingu Glitnis í maí 2008.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þráspurt um hæfi rannsakendanna

Verjendur í Vafningsmálinu spurðu ítrekað um athugun sem gerð var á því hvort rannsókn málsins hefði spillst þegar rannsakendurnir fóru að vinna fyrir þrotabú Milestone. Vitnaleiðslum lauk í gær.

Innlent
Fréttamynd

Þráspurt um hæfi rann­sak­enda

Verjendur Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar í Vafningsmálinu hafa kallað fjóra starfsmenn sérstaks saksóknara fyrir dóminn sem vitni í morgun og þráspurt þá um rannsókn málsins, augljóslega í því skyni að finna á henni höggstað.

Innlent
Fréttamynd

Karl var upp­tekinn á þriðju­dag

Karl Wernersson, fyrrverandi stjórnarformaður og aðaleigandi Milestone mætti fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun sem vitni í Vafningsmáli sérstaks saksóknara gegn Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni.

Innlent
Fréttamynd

Vildu vita hvernig á­kvörðun var tekin um risa peningamarkaðslán

Símon Sigvaldason og Skúli Magnússon, dóimarar við Héraðsdóm Reykjavíkur, hafa ítrekað spurt vitnii í dag um formhlið lánasamninganna sem gerðir voru vegna 10 milljarða króna láns sem Milestone fékk frá Glitni. Lánið kom í gegnum fyrirtækið Vafning og líka í gegnum Svartháf.

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur neitar á­sökunum: Segir málið hafa haft mikil á­hrif á fjöl­skylduna

Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Glitnis, hafnaði öllum ákæruatriðum þegar hann gaf skýrslu í Vafningsmálinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann ásamt Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, eru ákærðir fyrir umboðssvik með lánveitingum til Milestone í gegnum félagið Vafning. Guðmundur sagði fyrir dómi að málið hefði verið unnið eftir hefðundnum leiðum hjá Glitni, og skjalagerðin verið framkvæmd á nokkrum dögum.

Innlent