Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Gekk berserksgang á Dominos

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hælisleitandi frá Marókkó skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 2. október næstkomandi. Lögregla hefur ítrekað haft afskipti af manninum undanfarna mánuði, síðast þann 2. september en þá gekk maðurinn berserksgang á sölustað Dominos í Skeifunni.

Innlent
Fréttamynd

Héraðsdómur féllst á kröfu um sex mánaða nálgunarbann

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Magnús Jónsson skuli sæta sex mánaða nálgunarbanni gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, en lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lagði fram kröfu um nálgunarbannið.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hitt eiginmanninn í fimm ár og vill skilnað

Víetnömsk kona búsett hér á landi hefur stefnt eiginmanni sínum, búsettum í Víetnam. Vill hún að henni verði veittur lögskilnaður en hjónin hafa ekki hist frá því í febrúar 2012. Afar illa hefur gengið að ná til mannsins í Víetnam.

Innlent
Fréttamynd

Ákærð fyrir barnsrán

Héraðssaksóknari hefur ákært konu á þrítugsaldri fyrir barnsrán sem hún á að hafa framið þegar hún var 26 ára.

Innlent
Fréttamynd

Ólíkar niðurstöður í áþekkum málum

Sérfræðingur við lagadeild HR segir hugtakið markaðsmisnotkun skilgreint með of víðtækum hætti. Dómstólar á Norðurlöndunum hafa komist að ólíkum niðurstöðum í áþekkum markaðsmisnotkunarmálum.

Innlent
Fréttamynd

Fjársvik Kickstarter-bróður bæði „skipulögð og úthugsuð“

Einar Ágústsson, sem í dag fékk þungan dóm í tugmilljóna fjársvikamáli, á sér engar málsbætur að mati Héraðsdóms Reykjaness. Brotavilji hans hafi verið einbeittur og brot hans "skipulögð og úthugsuð“. Hægt sé að slá því föstu að fjárfestingasjóðurinn sem Einar sagðist starfrækja hafi í raun ekki verið starfræktur

Innlent