Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Þriðji dómur yfir sama manni

Karlmaður fæddur árið 1996 var í Héraðsdómi Reykjavíkur í upphafi mánaðar dæmdur í 40 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun.

Innlent
Fréttamynd

Skatta­mál Karls ekki tekið upp

Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu Karls Wernerssonar um að mál hans fyrir tekjuárin 2005-2008 verði endurupptekin. Fyrri niðurstaða nefndarinnar stendur því óröskuð.

Innlent
Fréttamynd

Umboðsmaður hefur áhyggjur af aðgengi fólks að dómstólum

Umboðsmaður Alþingis hefur áhyggjur af aðgengi venjulegs fólks að dómstólum vegna mikils kostnaðar. Hann segir mikilvægt að tilmælum sínum til stjórnvalda sé hlýtt. Hann hvetur frjáls félagasamtök til að láta meira í sér heyra og boðar skýrslu um upplýsingagjöf stjórnvalda sem bregðist illa og seint við óskum.

Innlent
Fréttamynd

Stundarritstjóri hjólar í dómara

Landsréttur hefur fellt úr gildi 1,5 milljónar málskostnaðartryggingu sem Héraðsdómur Reykjavíkur gerði Emmu Caroline Fernandez að setja að kröfu Hjálmars Friðrikssonar og Stundarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Sex milljónir í bætur vegna myglu

Seljandi íbúðarhúsnæðis í Hörgársveit þarf að greiða kaupendum eignarinnar sex milljónir í bætur. Húsið var keypt árið 2014 en Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra taldi húsið óíbúðarhæft vegna ónýtrar skólplagnar og myglu tveimur árum eftir að eignin var seld

Innlent
Fréttamynd

Starfsmaður stal frá kaupfélagi

Starfsmaður Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík var í Héraðsdómi Vestfjarða undir lok febrúar dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýnir að upplýsingar úr skýrslutöku lögreglu séu birtar

Réttargæslumaður kærenda í kynferðisbrotamáli gagnrýnir að upplýsingar úr skýrslutöku hjá lögreglu séu birtar á netinu og hefur gert athugasemd við málið hjá lögreglu. Landsréttur staðfestir mánaðarlangan gæsluvarðhaldsúrskurð yfir barnaverndarstarfsmanni sem grunaður er um brot gegn sjö börnum.

Innlent
Fréttamynd

Árs fangelsi fyrir kynlíf með barni

Rúmlega tvítugur karlmaður var fyrir viku dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að stunda kynlíf með fjórtán ára stúlku. Maðurinn var átján ára þegar brotið átti sér stað.

Innlent
Fréttamynd

Mál Siðmenntar tekið fyrir á ný

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Þjóðskrár að synja Siðmennt um aðgang að netföngum skráðra félagsmanna í trúfélagið.

Innlent
Fréttamynd

Síbrotamaður rauf skilorð

Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um að Þorkell Diego Jónsson skuli afplána eftirstöðvar 220 daga fangelsisrefsingar

Innlent