Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Á­kærður fyrir til­raun til manndráps á Vopna­firði

Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði. Honum er gefið að sök að hafa reynt að svipta konuna lífi, en hann er grunaður um að ráðast á hana með hættulegu verkfæri.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ógeðfelldum að­ferðum lýst í á­kæru á hendur þremur

Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir alvarlega frelsissviptingu í Vatnagörðum í Reykjavík í janúar árið 2023. Mönnunum er gefið að sök að hafa beitt fórnarlamb sitt hrottalegu ofbeldi, líkamlegu sem og kynferðislegu. Einn mannanna er til að mynda ákærður fyrir að reka rassinn ítrekað í andlit fórnarlambsins og segja við það „sleiktu þetta“ og „kysstann“.

Innlent
Fréttamynd

Dóms­málaráðherra fundar með Sig­ríði og Helga Magnúsi

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur látið það verða eitt sitt fyrsta verkefni í ráðuneytinu að reyna að komast til botns í ágreiningi Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara.

Innlent
Fréttamynd

Þáttur hinna mannanna rann­sakaður í þaula

„Við eigum rosalega erfitt með að tjá okkur um mál þar sem um er að ræða lokað þinghald. En þetta var skoðað á sínum tíma og niðurstaðan var sú að það væri ekki líklegt til sakfellis.“

Innlent
Fréttamynd

Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá

Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður um að hafa framið stunguárás í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi á nýársnótt, fær að dúsa í gæsluvarðhaldi til 4. febrúar næstkomandi. Eftir handtöku greindi hann lögreglu frá því að hann hefði stungið þrjá menn í neyðarvörn. Á meðan á frásögn hans stóð grét hann og kvað líf sitt vera búið.

Innlent
Fréttamynd

„Á­kæru­valdið þarf að út­skýra þetta“

Fimm menn sem nauðguðu andlega fatlaðri konu fyrir tilstilli yfirmanns hennar voru ekki ákærðir þrátt fyrir að lögreglu hafi tekist að bera kennsl á fjóra þeirra. Fráfarandi stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segist harmi sleginn yfir því að þeir verði ekki sóttir til saka.

Innlent
Fréttamynd

Átta ára fangelsi fyrir að nauðga and­lega fatlaðri konu í­trekað

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurjón Ólafsson, karlmann á sextugsaldri, í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlegra fatlaðri konu ítrekað og látið aðra menn sem hann var í samskiptum við nauðga henni. Hann var yfirmaður hennar og neyddi son hennar til að fylgjast með kynferðislegum athöfnum þeirra.

Innlent
Fréttamynd

„Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“

Karlmaður hefur verið dæmdur til níu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda brota í nánu sambandi með því að hafa á endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi sambúðarkonu sinnar. Hann hótaði meðal annars að myrða foreldra konunnar og dreifa nektarmyndum af henni.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast upp­töku á ara­grúa gullmuna í fíkniefnamáli tví­bura

Tvíburabræður á þrítugsaldri, ásamt einum manni á þrítugsaldri til viðbótar, hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þeir eru grunaðir um að hafa geymt mikið magn af MDMA, sem var ætlað til söludreifingar, í skrifstofuhúsnæði í Bæjarlind í Kópavogi. Héraðssaksóknari höfðar málið, en hann krefst upptöku á ýmsum gullmunum.

Innlent
Fréttamynd

Krefji Eddu um marg­falt hærri upp­hæð en eðli­legt sé

Lögmaður Eddu Falak segir fyrrverandi samstarfsfólk Eddu í hlaðvarpinu Eigin konur fara fram á tugi milljóna króna frá henni, þegar tekjur hlaðvarpsins á samstarfstímanum hafi verið um tvær og hálf milljón. Fólkið hafi enga fjármuni lagt í hlaðvarpið, aðeins vinnu sína. 

Innlent
Fréttamynd

Aldrei verið skráð fleiri mann­dráps­mál

Rúmlega 148 þúsund mál voru skráð hjá lögreglu árið 2024 og hafa aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál á einu ári. Þá var lagt hald á óvenju mikið magn af MDMA og maríjúana. Rétt rúmlega tólf þúsund hegningarlagabrot voru skráð.

Innlent