Elsti keppandinn á heimsleikunum í CrossFit í ár er á áttræðisaldri Joke Dikhoff er mætt aftur á heimsleikana í CrossFit eftir sjö ára fjarveru. Góður árangur en verður enn glæsilegri þegar fólk áttar sig á því að hún er orðin 72 ára gömul. Sport 28. júlí 2022 12:00
Ein goðsögn frá Íslandi og önnur frá Bandaríkjunum mætast nú í fyrsta sinn Anníe Mist Þórisdóttir og Rich Froning eru tvær af stærstu goðsögnunum í sögu CrossFit íþróttarinnar og þau eru bæði enn að. Sport 28. júlí 2022 08:30
Anníe Mist fór mjög illa með BKG Íslensku CrossFit stjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru bæði stödd í æfingabúðum í Bandaríkjunum þar sem þau eru að undirbúa sig fyrir komandi heimsleika í CrossFit. Sport 27. júlí 2022 11:31
„Þetta er bara ansi gott þótt ég segi sjálfur frá“ Björgvin Karl Guðmundsson er stærsta vonarstjarna Íslands á komandi heimsleikum í CrossFit nú þegar Anníe Mist Þórisdóttir er búin að skipta yfir í liðakeppnina og þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir mistókst að tryggja sér farseðil á leikanna. Sport 27. júlí 2022 08:30
Anníe Mist útskýrir af hverju hún blótar svona mikið í nýju CrossFit myndinni Við þekkjum Anníe Mist Þórisdóttur sem brosandi og jákvæða keppniskonu sem kemur alltaf brosandi í mark sama hvað hefur gengið á. Það lítur út fyrir að við sjáum aðeins aðra mynd af okkar komu í nýrri mynd um heimsleikana í CrossFit. Sport 4. júlí 2022 11:30
Sara um vonbrigðin að missa af heimsleikunum: Einu mistökin er að reyna ekki Sara Sigmundsdóttir verður ekki með á heimsleikunum í CrossFit í ár. Hún náði bara tólfta sætinu í Last-Chance Qualifier mótinu þar sem tvö efstu sætin tryggðu farseðil á heimsleikana. Sport 4. júlí 2022 08:31
Katrín Tanja komst ekki á áttundu heimsleikana í röð Katrín Tanja Davíðsdóttir mun ekki taka þátt á heimsleikunum í CrossFit í ár. Katrín Tanja hefur tekið þátt á síðustu sjö heimsleikum en mun ekki bæta þeim áttundu við í safnið. Sport 1. júlí 2022 23:01
Katrín Tanja á fullu í baráttunni eftir fyrri daginn en útlitið svart hjá Söru Katrín Tanja Davíðsdóttir er í þriðja sæti eftir fyrri daginn á Last-Chance Qualifier en þar liggur síðasti möguleiki hennar að vinna sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í ár. Sport 1. júlí 2022 08:30
Kepptu um sæti á heimsleikunum í CrossFit þremur vikum eftir brúðkaupið sitt Þetta var merkilegt sumar fyrir bandaríska CrossFit fólkið Caroline Conners og Austin Spencer sem voru ekkert að hvíla sig á íþróttinni sinni þótt að þau hafi verið að láta pússa sig saman. Sport 29. júní 2022 11:31
Æfingarnar sem Katrín og Sara verða að klára með stæl til að ná inn á leikana Last Chance Qualifier hefst í dag en þar keppa þrjátíu karlar og þrjátíu konur um fjögur laus sæti á heimsleikunum í CrossFit, tvö hjá hvoru kyni. Eftir þessa keppni verður það endanlega ljóst hverjir keppa um heimsmeistaratitilinn í CrossFit í ár. Sport 29. júní 2022 08:30
Katrín Tanja og Sara fá eitt tækifæri í viðbót en keppa um tvö sæti við 28 aðrar Þetta er gríðarlega mikilvæg vika fyrir tvær af þekktustu CrossFit konum landsins enda allra síðasti séns fyrir þær að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. Sport 27. júní 2022 08:30
Sara: Þetta er ekki búið fyrr en það er búið Það vantaði ekki mikið upp á það að Sara Sigmundsdóttur næði að tryggja sér sæti á heimsleikunum í Amsterdam í Hollandi um helgina. Sport 24. maí 2022 09:01
Anníe Mist og félagar tóku „gulldansinn“ eftir fullkomna helgi Anníe Mist Þórisdóttir og liðsfélagar hennar í CrossFit Reykjavik liðinu tryggðu sér sæti á heimsleikunum um helgina og það eins sannfærandi og hægt er. Þetta gerðu þau á undanúrslitamótinu CrossFit Lowlands Throwdown í Amsterdam. Sport 23. maí 2022 11:31
Ræðst um helgina hvort Sara Sigmunds komist aftur á heimsleikana Ísland á fjóra keppendur og eitt lið í undanúrslitamótinu CrossFit Lowlands Throwdown í Hollandi sem fram fer um helgina en þar er keppt um fimm laus sæti á heimsleikunum í haust í karlaflokki, kvennaflokki og hjá liðum. Sport 20. maí 2022 08:30
Smjörstrákarnir mættu til Íslands og eyddu degi með Anníe, Katrínu og BKG Hvað er í vatninu á Íslandi? Af hverju á Ísland svona frábært afreksfólk í CrossFit íþróttinni. Tveir miklir áhugamenn um hreysti og líkamsrækt með 171 þúsund áskrifendur á Youtube reyndu að komast að því. Sport 17. maí 2022 11:30
Hélt að Anníe Mist væri að grínast þegar goðsögnin hafði samband Anníe Mist Þórisdóttir hefur stundað það að koma CrossFit heiminum á óvart síðustu ár og það kemur vel fram í umfjöllun heimasíðu heimsleikanna um nýjasta ævintýri íslensku CrossFit drottningarinnar. Sport 9. maí 2022 08:30
Annie Mist miðlar líkamsvirðingu eftir athugasemdir netverja um steranotkun Crossfit drottningin Annie Mist birti færslu á Instagram þar hún opnar sig um eigin líkamsvirðingu gegn þeim athugasemdum á líkama sinn sem hún hefur fengið í gegnum tíðina. Lífið 19. apríl 2022 16:30
Björgvin Karl á topp þrjú og Katrín Tanja ofar en Sara Nú þegar átta manna úrslit undankeppni heimsleikanna í CrossFit eru að baki er kominn tími á styrkleikaröðun á þeim bestu í heimi. Sport 6. apríl 2022 11:31
Hin átján ára gamla Mal búin að taka tvö CrossFit met af Anníe okkar Bandaríska CrossFit konan Mal O’Brien skrifaði söguna í síðasta mánuði þegar hún varð sú yngsta til að vinna CrossFit Open, fyrsta hluta undankeppni heimsleikanna. Sport 4. apríl 2022 09:30
„Um leið og ég byrjaði þá varð ég allt í einu Sara aftur“ Sara Sigmundsdóttir hefur náð mögnuðum árangri í endurkomu sinni eftir að hafa slitið krossband í hné á síðasta ári. Rætt var við Söru í Sportpakka Stöðvar 2 á föstudagskvöld. Sport 2. apríl 2022 10:00
Sara komin alla leið upp í þriðja sætið eftir leiðréttingu Átta manna úrslitin verða bara betri og betri fyrir íslensku CrossFit-konuna Söru Sigmundsdóttur sem stimplaði sig aftur í hóp þeirra bestu um síðustu helgi. Sport 1. apríl 2022 08:30
Katrín Tanja í kosningabaráttu Crossfit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur ákveðið að leggja sitt lóð á vogarskálina fyrir Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningunum í vor. Sport 31. mars 2022 13:46
Snorri Barón hjálpar „svörtum sauði“ CrossFit íþróttarinnar að snúa aftur Snorri Barón Jónsson er umboðsmaður fjölda heimsklassa CrossFit íþróttamanna og kvenna en hann er líka tilbúinn að gefa mönnum annað tækifæri. Sport 31. mars 2022 09:00
Björgvin Karl bestur í Evrópu Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir sýndu styrk sinn þegar undankeppni heimsleikanna hélt áfram um helgina. Sport 28. mars 2022 09:01
Rodman „hermdi“ eftir Anníe Mist og Katrínu Tönju Bandaríska knattspyrnukonan Trinity Rodman er á stuttum tíma orðin ein af stærstu knattspyrnustjörnum Bandaríkjamanna. Nú hefur hún gefið út barnabók. Fótbolti 18. mars 2022 08:31
Katrín Tanja vildi ekki vera í liðinu hennar Anníe Mistar: Ekki rétti tíminn Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir eru bestu vinkonur en um leið hafa þær keppt á móti hvor annarri í mörg ár. Í ár gafst þeim tækifæri til að vinna saman í nýja liðinu hjá Anníe en Katrín Tanja var ekki tilbúin að stíga það skref á þessum tímapunkti. Sport 17. mars 2022 08:30
Sara og BKG tóku stökk í síðasta hluta The Open: Fjögur á topp fimmtíu Ísland endaði með fjóra flotta fulltrúa meðal fimmtíu efstu á The Open í ár en þar er á ferðinni fyrsti hluti undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Anníe Mist Þórisdóttir náði bestum árangri af íslenska CrossFit-fólkinu í ár. Sport 16. mars 2022 08:30
Katrín Tanja um nýja tíma: Ógnvekjandi að breyta þjálfuninni Katrín Tanja Davíðsdóttir er að fara í gegnum stórar breytingar hjá sér og er ekki mikið að horfa á það að frammistaða hennar á The Open hefur ekki verið nálægt þeim bestu. Hún ætlar ekki að uppskera í mars heldur í haust þegar heimsleikarnir fara fram. Sport 14. mars 2022 08:31
Sjáðu Anníe Mist og nýju liðsfélagana rúlla upp bandaríska liðinu í 22.3 Nýja liðið hennar Anníe Mistar Þórisdóttur fékk þann heiður að keppa á kynningarkvöldi þriðja og síðasta hluta The Open í gær. Sport 11. mars 2022 10:31
Liðið hennar Anníe Mistar í sviðsljósi CrossFit-heimsins í kvöld Anníe Mist Þórisdóttir og nýju liðsfélagar hennar í liðakeppni heimsleikanna í CrossFit munu sjá um að kynna þriðju og síðustu æfinguna á The Open í kvöld. Sport 10. mars 2022 08:30