Smjörstrákarnir mættu til Íslands og eyddu degi með Anníe, Katrínu og BKG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2022 11:30 Smjörstrákarnir Heber Cannon and Marston Sawyers með Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Instagram/@butterybro Hvað er í vatninu á Íslandi? Af hverju á Ísland svona frábært afreksfólk í CrossFit íþróttinni. Tveir miklir áhugamenn um hreysti og líkamsrækt með 171 þúsund áskrifendur á Youtube reyndu að komast að því. Buttery Bros, eða Smjörstrákarnir eins og væri hægt að kalla þá á íslensku, heimsóttu Ísland á dögunum og fengu að kynnast hinum flotta æfingahópi Anníe Mist Þórisdóttur nú þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir er flutt heim og æfir með bestu vinkonu sinni. View this post on Instagram A post shared by ButteryBros (@butterybros) Buttery Bros eru þeir Heber Cannon and Marston Sawyers, tveir hressir strákar sem hafa verið að gera heimildaþætti á Youtube um heilsuræktarheiminn og þá sérstaklega CrossFit fjölskylduna. Anníe Mist Þórisdóttir er nú búin að skipta yfir í liðakeppni en þau Katrín Tanja Davíðsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson ætla sér að vanda stóra hluti í einstaklingskeppni heimsleikanna. Smjörstrákarnir fengu að eyða æfingadegi með þessum þremur stórstjörnum CrossFit heimsins en auki voru nýju liðsfélagar Anníe og kærasti Katrínar með í fjörinu. Það er athyglisvert að sjá liðsfélaga Anníe taka á því en um leið gefa af sér og sýna það að gleði og húmorinn fær mikið að njóta sín í þessu liði. View this post on Instagram A post shared by ButteryBros (@butterybros) Strákarnir taka stutt viðtöl við afreksfólkið sem segir frá æfingunum sem eru fram undan. Anníe Mist talaði einnig um þjálfara sinn frá 2010, Jami Tikkanen, sem er núna líka tekinn við sem þjálfari Katrínar Tönju. Anníe segir meðal annars frá því að hún hafi verið að hugsa um það í mörg ár að skipta yfir í liðakeppni en hún náði þriðja sætinu í fyrra innan við ári eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist. „Ég vissi ekki hvort ég myndi keppa í fyrra eftir að hafa eignast stelpuna mína en endaði með að keppa í einstaklingskeppninni. Ég áttaði mig síðan á því að þetta var engin lokaákvörðun. Ef ég vil fara í liðakeppnina í ár og keppa sem einstaklingur á næsta ári þá er það ekkert mál. Af hverju þá ekki að keppa í liðakeppninni í ár,“ sagði Anníe Mist. Það má sjá þennan þátt þeirra hér fyrir neðan en þetta er ekki aðeins góð innsýn í æfingar besta CrossFit fólks Íslands heldur einnig fínast landkynning fyrir Ísland. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=kfV8rsD5BPc">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Sjá meira
Buttery Bros, eða Smjörstrákarnir eins og væri hægt að kalla þá á íslensku, heimsóttu Ísland á dögunum og fengu að kynnast hinum flotta æfingahópi Anníe Mist Þórisdóttur nú þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir er flutt heim og æfir með bestu vinkonu sinni. View this post on Instagram A post shared by ButteryBros (@butterybros) Buttery Bros eru þeir Heber Cannon and Marston Sawyers, tveir hressir strákar sem hafa verið að gera heimildaþætti á Youtube um heilsuræktarheiminn og þá sérstaklega CrossFit fjölskylduna. Anníe Mist Þórisdóttir er nú búin að skipta yfir í liðakeppni en þau Katrín Tanja Davíðsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson ætla sér að vanda stóra hluti í einstaklingskeppni heimsleikanna. Smjörstrákarnir fengu að eyða æfingadegi með þessum þremur stórstjörnum CrossFit heimsins en auki voru nýju liðsfélagar Anníe og kærasti Katrínar með í fjörinu. Það er athyglisvert að sjá liðsfélaga Anníe taka á því en um leið gefa af sér og sýna það að gleði og húmorinn fær mikið að njóta sín í þessu liði. View this post on Instagram A post shared by ButteryBros (@butterybros) Strákarnir taka stutt viðtöl við afreksfólkið sem segir frá æfingunum sem eru fram undan. Anníe Mist talaði einnig um þjálfara sinn frá 2010, Jami Tikkanen, sem er núna líka tekinn við sem þjálfari Katrínar Tönju. Anníe segir meðal annars frá því að hún hafi verið að hugsa um það í mörg ár að skipta yfir í liðakeppni en hún náði þriðja sætinu í fyrra innan við ári eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist. „Ég vissi ekki hvort ég myndi keppa í fyrra eftir að hafa eignast stelpuna mína en endaði með að keppa í einstaklingskeppninni. Ég áttaði mig síðan á því að þetta var engin lokaákvörðun. Ef ég vil fara í liðakeppnina í ár og keppa sem einstaklingur á næsta ári þá er það ekkert mál. Af hverju þá ekki að keppa í liðakeppninni í ár,“ sagði Anníe Mist. Það má sjá þennan þátt þeirra hér fyrir neðan en þetta er ekki aðeins góð innsýn í æfingar besta CrossFit fólks Íslands heldur einnig fínast landkynning fyrir Ísland. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=kfV8rsD5BPc">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Sjá meira