Stjarnan í úrslit Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum deildarbikarsins í handbolta með því að leggja Íslandsmeistara Vals 31-17 í öðrum leik liðanna. Framarar knúðu fram oddaleik gegn HK með 36-24 sigri í kvöld. Þau mætast í oddaleik í Digranesi á sunnudaginn. Handbolti 27. apríl 2007 21:38
Sigurður væntanlega áfram með Keflavík Þjálfaramál Keflvíkinga í körfuboltanum ráðst í kvöld eða fyrramálið. Sigurður Ingimundarsson verður væntanlega áfram þjálfari liðsins. Ný stjórn tók við á aðalfundi deildarinnar í gærkvöldi. Birgir Már Bragason tók við formennsku. Birgir staðfesti í samtali við Vísi að körfuknattleiksdeildin ætti í viðræðum við Sigurð. Körfubolti 27. apríl 2007 19:21
Ítarleg úttekt á tölfræðinni í IE deildinni Síðustu daga hefur verið að safnast inn á heimasíðu Körfuknattleikssambandsins ítarleg úttekt á efstu mönnum í öllum tölfræðiþáttum í Iceland Express deildinni í vetur. Þar kemur fram að Damon Baley frá Þór Þorlákshöfn var stigahæsti leikmaður deildarinnar með rúm 24 stig að meðaltali í leik. Stigahæsti Íslendingurinn var Páll Axel Vilbergsson hjá Grindavík með rúm 22 stig að meðaltali. Körfubolti 26. apríl 2007 16:22
Lykilmenn Grindavíkur framlengja samninga Nafnarnir Páll Axel Vilbergsson og Páll Kristinsson, landsliðsmenn í körfubolta, hafa skrifað undir nýja samninga við lið Grindavíkur í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Páll Axel samdi til þriggja ára en Páll Kristinsson skrifaði undir tveggja ára samning. Þá er ljóst að Friðrik Ragnarsson verður áfram þjálfari liðsins á næstu leiktíð. Körfubolti 21. apríl 2007 14:10
Ummæli leikmanna KR eftir sigurinn á Njarðvík Leikmenn KR voru að vonum hátt stefndir eftir að þeir höfðu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld. Flestir töluðu þeir um að áhorfendur og karakterinn í liðinu hefði skilað því sigrinum. KR-ingur númer eitt, Einar Bollason, skrifaði sigurinn að mestu á Benedikt Guðmundsson þjálfara og sagði hann þann besta á landinu. Körfubolti 16. apríl 2007 23:31
Benedikt þakkaði stuðningsmönnunum "Þetta var auðvitað magnaður leikur og sama uppskrift og í síðustu leikjum þar sem við erum að elta allan tímann en komum svo sterkir inn í lokin. Það gildir að vera yfir þegar flautað er af," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR eftir að hans menn lönduðu Íslandsmeistaratitlinum í kvöld. Körfubolti 16. apríl 2007 22:55
KR-ingar Íslandsmeistarar KR tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir dramatískan 83-81 sigur á Njarðvík í framlengdum fjórða leik liðanna í vesturbænum . KR hafði aldrei forystu í venjulegum leiktíma, en hafði betur frá fyrstu mínútu í framlengingunni og vann því einvígið 3-1. Tyson Patterson hjá KR var kosinn verðmætasti leikmaðurinn í úrslitaeinvíginu. Körfubolti 16. apríl 2007 21:58
Framlengt í vesturbænum Leikur KR og Njarðvíkur hefur verið framlengdur eftir að Jeremiah Sola jafnaði fyrir KR 73-73 um leið og lokaflautið gall. KR-ingar höfðu aldrei forystu í leiknum en náðu að knýja framlengingu eftir að Njarðvíkingar höfðu verið yfir allan leikinn. Sport 16. apríl 2007 21:47
Njarðvík leiðir enn Njarðvíkingar hafa enn yfir gegn KR 59-53 þegar þriðja leikhluta er lokið í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni í Iceland Express deildinni. Igor Beljanski er kominn með 21 stig í liði Njarðvíkur en Pálmi Sigurgeirsson og Jeremiah Sola 13 hvor hjá KR. Það lið sem hefur verið undir eftir þrjá leikhluta hefur farið með sigur af hólmi í fyrstu þremur leikjunum og samkvæmt þeirri hefð ættu KR-ingar að vinna sigur í kvöld. Körfubolti 16. apríl 2007 21:20
Njarðvík yfir í hálfleik Njarðvíkingar mæta grimmir til leiks gegn KR í fjórða leik liðanna í úrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta og hafa fimm stiga forystu í hálfleik 44-39. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Körfubolti 16. apríl 2007 20:46
Njarðvík leiðir eftir fyrsta leikhluta Njarðvíkingar mæta mjög grimmir til leiks í fjórða leiknum gegn KR í lokaúrslitum Iceland Express deildarinnar í vesturbænum. Njarðvík leiðir 24-15 og hafa bæði lið sýnt frábær tilþrif í byrjun leiks. Körfubolti 16. apríl 2007 20:17
Verða KR-ingar Íslandsmeistarar í kvöld? Fjórði leikur KR og Njarðvíkur í úrslitarimmunni í Iceland Express deildinni fer fram í DHL-höllinni í vesturbænum í kvöld. KR getur hirt Íslandsmeistaratitilinn af Njarðvíkingum með sigri í kvöld og þurfa þeir sem ekki komast að í húsinu í kvöld ekki að örvænta, því leikurinn er sýndur beint á Sýn klukkan 20. Körfubolti 16. apríl 2007 18:53
Einar Árni: Það verður erfitt að fara í vesturbæinn "Það var sárt að tapa þessum leik, ég verð bara að segja það, en ég hef trú á því að mínir menn mæti enn grimmari í næsta leik. Ballið er rétt að byrja og við erum búnir að tapa núna tveimur leikjum þar sem við vorum í góðri stöðu og við verðum greinilega að fara að klára þessa leiki betur" sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur. Körfubolti 14. apríl 2007 17:08
Benedikt Guðmunds: Svakalegur leikur "Þetta er einn svakalegasti leikur sem ég hef takið þátt í. Rafmögnuð spenna, frábært andrúmsloft, hraði og harka. Þetta er bara eins og þetta gerist best. Við vorum aðeins að föndra með varnarafbrigði í þessum leik og það skilaði sér ágætlega í restina. Við höfum verið að vinna á alla leikina og náum að toppa á síðustu mínútunum," sagði Benedikt Guðmundsson eftir sigur KR í Njarðvík í dag. Körfubolti 14. apríl 2007 17:06
Magnaður sigur KR í Njarðvík KR-ingar hafa tekið 2-1 forystu gegn Njarðvík í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild karla í körfubolta eftir frækinn 96-92 sigur í Njarðvík í dag. KR-ingar höfðu nauma forystu í hálfleik en heimamenn höfðu góð tök á leiknum þangað til í lokin þegar KR-ingar sigu framúr og tryggðu sér sigur á lokamínútunum eins og í síðasta leik. Körfubolti 14. apríl 2007 16:39
Njarðvík yfir eftir þrjá leikhluta Njarðvíkingar hafa tekið forystuna gegn KR 75-68 eftir þrjá leikhluta eftir að hafa verið undir í hálfleik. KR-ingar skoruðu ekki stig í rúmar þrjár mínútur í upphafi síðari hálfleiks og heimamenn gengu á lagið og náðu mest um 10 stiga forystu. Þetta er þriðji leikur liðanna í úrslitum Iceland Express deildarinnar. Körfubolti 14. apríl 2007 16:07
KR yfir í hálfleik KR-ingar hafa enn yfir þegar flautað hefur verið til hálfleiks í þriðja leik liðsins gegn Njarðvík í úrslitum Iceland Express deildarinnar. Brenton Birmingham er stigahæstur Njarðvíkinga með 16 stig en Tyson Patterson er kominn með 18 stig hjá KR. Leikurinn er í beinni á Sýn. Körfubolti 14. apríl 2007 15:42
KR yfir eftir fyrsta leikhluta KR-ingar hafa yfir 22-20 eftir fyrsta leikhluta í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Iceland Express deildarinnar, en leikið er í Njarðvík. Leikurinn hefur verið mjög harður og hátt spennustig einkennir leik beggja. Tyson Patterson hefur verið maður leiksins til þessa og er kominn með 12 stig hjá KR. Körfubolti 14. apríl 2007 15:16
Stigin úr teignum skipta öllu Baráttan í einvígi lokaúrslitaeinvígis Iceland Express-deildar karla snýst ekki síst um hvort liðið er að skora meira inni í teig. Körfubolti 14. apríl 2007 10:30
Mætið tímalega Þriðji leikur lokaúrslita Njarðvíkur og KR um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta fer fram í Ljónagryfjunni í dag og ljóst að mikil áhugi er fyrir leiknum. Körfubolti 14. apríl 2007 10:00
Lykilleikur lokaúrslitanna Njarðvíkingar hafa ekki tapað á heimavelli í sextán mánuði og hafa nú unnið 29 leiki í röð í Ljónagryfjunni. Sagan segir að KR-ingar verða að vinna þar í dag því síðustu þrettán ár hefur ekkert lið komið til baka úr stöðunni 1-2. Körfubolti 14. apríl 2007 00:01
Sola: Við verðum að stela einum í Njarðvík "Ég var ekki að spila vel í þessum leik," sagði Jeremiah Sola sem var aðeins með 4 stig þegar Benedikt Guðmundsson lét hann sitja á bekknum í nokkrar mínútur á milli þriðja og fjórða leikhluta í leiknum gegn Njarðvík í kvöld. Körfubolti 12. apríl 2007 23:01
Pálmi Freyr: Áhorfendurnir voru frábærir Pálmi Freyr Sigurgeirsson var atkvæðamestur KR-inga í sigrinum á Njarðvík í kvöld með 19 stig. Hann sagði stuðning áhorfenda hafa ráðið miklu fyrir KR í kvöld og vonast til að liðið nái að sigra í þriðja leiknum í Njarðvík á laugardaginn. Körfubolti 12. apríl 2007 22:31
Benedikt Guðmunds: Einvígið er rétt að byrja "Við fórum mjög vel yfir það hvað gerðist hjá okkur í fjórða leikhlutanum í síðasta leik og við vorum einfaldlega ekki nógu beittir. Um leið og menn fara að einbeita sér og gera hlutina sem þeir eiga að vera að gera, gengur þetta allt miklu betur," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR í samtali við Arnar Björnsson á Sýn í kvöld. Körfubolti 12. apríl 2007 22:11
Seiglusigur KR á Njarðvík KR jafnaði metin í úrslitaeinvíginu við Njarðvík í Iceland Express deildinni í kvöld með 82-76 baráttusigri í öðrum leik liðanna. Njarðvík var yfir allan leikinn, en Jeremiah Sola skoraði 7 af 9 stigum KR í mikilli rispu á lokamínútunum og tryggði heimamönnum sigur. Staðan í einvíginu er því jöfn 1-1 og næsti leikur er í Njarðvík á laugardaginn. Körfubolti 12. apríl 2007 21:37
Njarðvík leiðir eftir þrjá leikhluta Njarðvíkingar eru fjórum stigum yfir 62-58 þegar einn leikhluti er eftir af leiknum við KR í DHL-Höllinni. KR náði að jafna strax í upphafi leikhlutans en vörn gestanna hefur verið mjög sterk. Stemmingin í vesturbænum er frábær og syngja stuðningsmenn fullum hálsi á pöllunum. Körfubolti 12. apríl 2007 21:17
Njarðvík yfir í hálfleik Njarðvíkingar eru enn yfir 46-40 gegn KR þegar flautað hefur verið til hálfleiks í öðrum leik liðanna í úrslitum Iceland Express deildarinnar. Gestirnir hafa verið skrefinu á undan allan leikinn og er Jóhann Ólafsson þeirra atkvæðamestur með 15 stig og Jeb Ivey 10, en hjá KR er Tyson Patterson með 11 stig og Pálmi Sigurgeirsson með 10. Leikurinn er í beinni á Sýn. Körfubolti 12. apríl 2007 20:51
Njarðvík leiðir eftir fyrsta leikhluta Njarðvíkingar hafa yfir 30-26 gegn KR þegar einum leikhluta er lokið í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Iceland Express deildarinnar. Leikurinn hefur verið sveiflukenndur og mjög fjörugur í byrjun en gestirnir verið skrefinu á undan. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Körfubolti 12. apríl 2007 20:23
Tröllatroðsla Baldurs Ólafssonar (myndband) Miðherjinn Baldur Ólafsson hjá KR átti eftirminnilega innkomu í leikinn gegn Njarðvík í úrslitum Iceland Express deildarinnar í gær. Baldur var þar að spila sínar fyrstu mínútur með liðinu á leiktíðinni og stimplaði sig inn með rosalegri troðslu yfir Igor Beljanski. Vísir náði tali af kappanum í dag. Körfubolti 10. apríl 2007 15:52
Frábær 4. leikhluti tryggði Njarðvík sigur Njarðvíkingar hófu titilvörnina í Iceland Express-deildinni með sigri á KR-ingum á heimavelli í kvöld, 99-78. Íslandsmeistararnir sýndu mátt sinn í fjórða og síðasta leikhlutanum með því að sigra KR-inga með 23 stiga mun, en staðan eftir þriðja leikhluta var 72-70, gestunum í vil. Njarðvík er því komið með 1-0 forystu í einvíginu. Körfubolti 9. apríl 2007 21:34