Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Þau bestu í liðinni körfuboltaviku

    Fimmta umferð Domino's deildar karla og sjöunda umferð kvennadeildarinnar fóru fram í vikunni. Domino's Körfuboltakvöld valdi þá leikmenn sem sköruðu fram úr í leikjum vikunnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Vill sjá sigurkúltur í Seljaskóla

    Matthías Orri Sigurðarson og félagar í ÍR eru í hópi toppliða Domino's deildar karla með þrjá sigra í fyrstu fjórum umferðunum. Matthías hefur farið á kostum og er kominn í hóp bestu leikmanna deildarinnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Tindastóll 81-88 | Þrír sigrar í röð hjá Stólunum

    Tindastólsmenn sóttu tvö stig í Grindavík þegar liðið vann sjö stiga sigur á heimamönnum, 88-81, í lokaumferð 4. umferðar Domino´s deildar karla. Stólarnir hafa þar með unnið þrjá leiki í röð en þetta var annað tap Grindavíkurliðsins í röð. Tindastólsliðið tryggði sér sigur með því að vinna lokaleikhlutann 26-17 en þar fór Antonio Hester á kostum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Þór Þorl. - Stjarnan 85-77 | Emil kveikti í sínum mönnum í seinni

    Þórsarar úr Þorlákshöfn fögnuðu sínum fyrsta sigri í Domino´s deildinni í vetur þegar liðið vann átta stiga endurkomu sigur á Stjörnunni, 85-77, í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Stjarnan var sjö stigum yfir í hálfleik (40-33) en fyrirliði Þórsara, Emil Karel Einarsson, skoraði 14 af 19 stigum sínum í seinni hálfleik sem Þórsliðið vann með 15 stigum.

    Körfubolti