Gersemar gærdagsins Víðavangsleikhús er ekki kunnuglegt hugtak í íslensku leikhúslífi en í kvöld má svala forvitni sinni og kynnast slíku í Þjóðleikhúsinu. Franski leikhópurinn Turak er staddur hér á landi á vegum franska menningarvorsins Pourquoi pas? en forsprakki hans Michel Laubu er þekktur leikhúsmaður á meginlandinu. Bíó og sjónvarp 16. apríl 2007 09:30
Góðar myndir í boði í dag Annað eins framboð á fínum heimildarmyndum þekkist vart utan hátíða. Það er dagur heimildarmyndarinnar í dag. Bíó og sjónvarp 16. apríl 2007 09:15
Er hægt að deila sársaukanum? Hálsfestin hennar Helenu er meira en skartgripur; hún er kannski myllusteinn, jafnvel lausnargjald. Harmurinn er þó að hálsfestin er týnd og eigandinn næstum týndari í framandi borg sem er full af sársauka. Bíó og sjónvarp 14. apríl 2007 13:00
Dreymir um stóra vinninginn Leikfélagið Hugleikur setur upp nýtt verk eftir Hrefnu Friðriksdóttur í Hjáleigunni í kvöld. Leikritið heitir Bingó og fjallar um fimm manneskjur sem hittast reglulega og spila þann sívinsæla leik en öll dreymir þau um stóra vinninginn. Bíó og sjónvarp 14. apríl 2007 11:00
Brynhildur líklega í Lordi-myndinni „Þetta var ein skemmtilegasta áheyrnarprufa sem ég hef verið með,“ segir Alexía Björg Jóhannesdóttir hjá Reykjavík Casting en hún sá um að prófa leikkonur fyrir finnsk/íslensku hryllingsmyndina Dark Floors: Lordi Motion Picture. Eins og fram kom í Fréttablaðinu fyrir skömmu verður íslensk leikkona í aðalhlutverkinu en meðframleiðendur myndarinnar eru þeir Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson hjá Kvikmyndafélagi Íslands. Bíó og sjónvarp 14. apríl 2007 10:00
Ísland græðir þrjá milljarða á Hollywood Þau erlendu kvikmyndatökulið sem hafa dvalist hér á landi síðastliðin fimm ár hafa eytt fimmtíu milljónum bandaríkjadala sem samsvarar þremur milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í grein á vefsíðu kvikmyndatímaritsins Variety sem birtist í gær undir nafninu "Iceland's landscape brings big names“ eða Íslenskt landslag laðar að stóru nöfnin. Bíó og sjónvarp 13. apríl 2007 03:30
Fyrrum Playboy fyrirsæta í hlutverki Önnu Nicole Söng- og leikkonan, dansarinn og fyrrum Playboy fyrirsætan Willa Ford mun taka að sér hlutverk Önnu Nicole Smith í kvikmynd sem fjalla mun um ævi fyrirsætunnar heitinnar. Tökur á kvikmyndinni hefjast í næstu viku. Bíó og sjónvarp 12. apríl 2007 13:26
Gamlar gersemar Kvikmyndasafn Íslands grefur upp gersemar úr sínum fórum og sýnir á næstu dögum nokkrar heimildarmyndir frá fornri tíð. Í kvöld og næstkomandi laugardag verðar sýndar myndir frá hnattflugi Nelsons og félaga hans sem komu við í Reykjavík árið 1924 og heimildarmynd um Ítalann Balbo sem flaug yfir Atlantshafið og drap niður fæti hér árið 1933. Bíó og sjónvarp 10. apríl 2007 11:30
Science of Sleep - fjórar stjörnur Nýjasta mynd franska leikstjórans Michel Gondry er óhefðbundin ástarsaga sem gerist í París og í undralandi draumanna. Aðalpersónan Stéphane (Bernal) gerir ekki greinarmun á þessum tveimur heimum, sérstaklega ekki eftir að hann kynnist listakonunni Stéphanie (Gainsbourg) sem býr á móti honum. Bíó og sjónvarp 10. apríl 2007 00:01
Stórhátíð í bíóhúsum Páskarnir eru á góðri leið með að verða stórhátíð fyrir kvikmyndahúsagesti. Og á því verður engin breyting að þessu sinni því alls verða fjórar kvikmyndir frumsýndar fyrir páska. Sambíóin taka til sýninga nýjustu kvikmyndina um Mr. Bean. Bíó og sjónvarp 5. apríl 2007 10:30
Þorvaldur komst inn, Magnús ekki Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur fengið inngöngu í hina virtu leiklistardeild Julliard-skólans í New York eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir helgi. Eftir því sem næst verður komist er Þorvaldur fyrsti Íslendingurinn sem fer alla leið í gegnum inntökuferlið í Julliard en nokkrir hafa reynt fyrir sér hjá skólanum í stóra eplinu. Bíó og sjónvarp 2. apríl 2007 09:15
Páskaleikhús á Akureyri Leikfélag Akureyrar heldur uppteknum hætti og býður til leikhúsveislu þar nyrðra um páskana. Leikið verður á þremur stöðum í bænum og er þegar vel selt á sýningar sem í boði verða. Bíó og sjónvarp 2. apríl 2007 07:45
Þrír sumarsmellir Jeffrey Katzenberg, forstjóri teiknimyndadeildar Dreamworks, hefur litlar áhyggjur af því að þriðja myndin um græna skrímslið Skrekk eigi eftir að lúta í lægra haldi fyrir tveimur öðrum framhaldsmyndum: Köngulóarmanninum og lokamyndinni um sjóræningjana á Karíbahafinu. Bíó og sjónvarp 2. apríl 2007 07:00
Hið smæsta í hinu stærsta Þriggja gljúfra stíflan sem verið er að reisa austur í Kína er verkfræðiundur á skala sem fæstir geta ímyndað sér. Uppistöðulónið sem verður til við framkvæmdirnar þar mun drekkja heimilum yfir milljón manna auk fjölda sögufrægra minja. Áhrifasvæði stíflunnar er sögusvið tveggja kvikmynda sem Fjalakötturinn sýnir í kvöld kl. 20 og 22. Bíó og sjónvarp 1. apríl 2007 11:00
Fremur sjálfsvíg Elísabet Englandsdrottning fremur sjálfsvíg í nýjum þætti bandarísku teiknimyndaseríunnar South Park. Í þættinum er gert grín að spennumyndaflokknum 24, þar sem Bretar eru sagðir standa á bak við áform um að taka yfir Bandaríkin. Þegar áformin ganga úr skaftinu stingur drottningin byssu í munninn á sér og skýtur sig. Bíó og sjónvarp 1. apríl 2007 10:00
Gunni Helga fastur í ljótustu borg Póllands „Mér var sagt af pólskri starfstúlku í mötuneyti Þjóðleikhússins að Chorzow væri ljótasta borg Póllands,“ segir leikstjórinn Gunnar Helgason en hann er að setja upp finnska söngleikinn SPIN í Rozrywki-leikhúsinu. Bíó og sjónvarp 31. mars 2007 10:30
Indjáninn á hvíta tjaldið Kvikmyndafyrirtækið True North hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á bókinni Indjánanum eftir Jón Gnarr en samningur þess efnis var undirritaður í húsakynnum Eddu útgáfu í gær. Bíó og sjónvarp 28. mars 2007 08:30
Laddi í staðinn fyrir Gretti Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær þurfti Borgarleikhúsið að fresta frumsýningu söngleiksins Grettis vegna forfalla Halldórs Gylfasonar. Aðstandendur afmælissýningar Ladda gripu gæsina og bættu við sýningu í Borgarleikhúsinu á sunnudaginn en hún hefur gengið fyrir fullu húsi svo vikum skiptir. Bíó og sjónvarp 28. mars 2007 08:15
Lífið - notkunarreglur - fjórar stjörnur Sýningin Lífið - notkunarreglur er ævintýri með söngvum sem gerist í skógi þar sem óræð en kunnugleg lögmál gilda. Verkið er lokaverkefni Nemendaleikhússins en í því leika einnig félagar úr Leikfélagi Akureyrar. Bíó og sjónvarp 28. mars 2007 00:01
Borat á DVD Senu hafa borist allmörg símtöl síðustu daga vegna útgáfu Borat á DVD. Þannig vill til að Borat DVD diskurinn, þ.e. límiðinn á disknum sjálfum gefur til kynna að diskurinn sé "kópering" eða skrifaður í tölvu. Bíó og sjónvarp 27. mars 2007 12:15
700 milljónir í klám á tímann Andstaðan við klám fer vaxandi hér á landi og víðar. En svo virðist sem þessi andstaða eigi við ofurefli að etja ef marka má niðurstöður vefsíðunnar Top Ten Reviews. Bíó og sjónvarp 27. mars 2007 10:00
Af innrásum og útrásum Leiklistarsamband Íslands er regnhlífasamtök sviðs-listafólks sem í dag fagnar Alþjóðaleiklistardeginum. Viðar Eggertsson er formaður sambandsins en hann útskýrir að félagar þar innanborðs skipti þúsundum enda starfi margir að sviðslistum hér á landi, hvort heldur áhugamenn eða fagfólk. Bíó og sjónvarp 27. mars 2007 09:45
Meiddist við eins metra fall Frumsýningu á söngleiknum Gretti í Borgarleikhúsinu hefur verið frestað til 22. apríl eftir að aðalleikarinn, Halldór Gylfason, meiddist í baki við æfingar á laugardag. Bíó og sjónvarp 27. mars 2007 08:00
Draumalandið - ein stjarna Sumar leiksýningar bera þess merki að aðstandendur þeirra treysta ekki sögunni eða efnivið þeirra og reiða sig því á galdra leikhússins til að koma skilaboðum sínum áleiðis. Sýningin Draumalandið er lituð af því gagnstæða því einmitt þar er líkt og aðstandendurnir treysti ekki leikhúsmiðlinum til að koma boðskap sínum til fólksins. Bíó og sjónvarp 27. mars 2007 00:01
Fjórar skjaldbökur sigra 300 Spartverja Nýjasta kvikmyndin um stökkbreytu skjaldbökurnar Leonardo, Donatello, Rafael og Michaelangelo sem margir kannast við frá fornu fari velti 300 Spartverjum úr sessi sem vinsælasta kvikmyndin vestanhafs um helgina. Nýja myndin TMNT, Teenage Mutant Ninja Turtles halaði inn ríflega 25 milljónir dollara um helgina á meðan 300 halaði inn rúmar 20. Miðar á 300 hafa selst fyrir samtals 163 milljónir dollara síðan sýningar á henni hófust. Báðar myndirnar eru gefnar út af Warner Bros fyrirtækinu og því má ætla að menn séu nokkuð sáttir við helgina þar á bæ. Bíó og sjónvarp 25. mars 2007 17:04
Epli og eikur hjá Hugleik Leikfélagið Hugleikur frumsýnir í kvöld nýtt leikrit eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Verkið Epli og eikur er gamanleikur með söngvum sem fjallar um ástir og áhugamál nokkurra einstaklinga sem tengjast ýmsum böndum. Bíó og sjónvarp 23. mars 2007 09:45
Leikhúsleikurslær í gegn Leikhúsleikur Café Oliver og leikhus.is hefur heldur betur slegið í gegn en nú eru síðustu forvöð að taka þátt. Að sögn Arnars Þórs Gíslasonar, framkvæmdastjóra Oliver, hafa 2.300 manns sótt vefinn á undanförnum sex dögum og tekið þátt. „Þetta er framar björtustu vonum hjá okkur en sýnir líka glöggt hversu mikill markaður er fyrir að færa leikhúsið nær almenningi,“ útskýrir Arnar. Bíó og sjónvarp 23. mars 2007 08:00
Glíman við sjálfan Ódysseif Sigurður A. Magnússon heldur erindi um þýðingar sýnar á verkum James Joyce í fyrirlestraröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, „Þýðing öndvegisverka“. Bíó og sjónvarp 22. mars 2007 09:30
Hvíta tjaldið er líka strigi Ef þú heyrir leikstjóra biðja um einfætta konu, apa og skógarhöggsmann fyrir sömu senuna er líklegt að eftirnafnið hans sé Lynch. Nafn hans er tengt við furður á hvíta tjaldinu, sérvisku af öllu tagi og ímyndunarafl sem sveigir flest frásagnarlögmál. Bíó og sjónvarp 22. mars 2007 09:00
Neyðin kennir nöktum Það verður að kallast undarlegt dogma fyrir kvikmyndagerðarfólk að þurfa að sýna nekt eða samfarir tólftu hverja mínútu. En neyðin hefur löngum kennt nöktum að spinna og afsprengi samfélagsbreytinga sjöunda áratugsins í Japan felst meðal annars í óvæntri tegund kvikmynda sem kenndar eru við „pinku eiga“, listrænar og ljósbláar myndir sem nú hefur hlotnast nokkur upphefð. Bíó og sjónvarp 22. mars 2007 08:00