Besta deild karla

Besta deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    FH fær vinstri bakvörð Fram

    Nýliðar Fram halda áfram að missa leikmenn úr sínum röðum en vinstri bakvörðurinn Haraldur Einar Ásgrímsson hefur samið við FH um mun leika með félaginu næstu þrjú árin.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Óskar Örn: „KR á stóran sess í mínu hjarta“

    Óskar Örn Hauksson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Stjörnuna og mun því leika með Garðarbæjarliðinu á komandi leiktíð í Pepsi Max deild karla eftir 15 ára veru hjá KR. Óskar segir að þetta hafi verið ein erfiðasta ákvörðun sem hann hefur tekið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fullyrðir að Óskar Örn sé búinn að semja við Stjörnuna

    Í gær var greint frá því að einn reyndasti leikmaður KR-inga, Óskar Örn Hauksson, væri líklega á leið í Stjörnuna eftir fimmtán tímabil með Vesturbæjarliðinu. Nú fullyrða ýmsir að Óskar hafi skrifað undir tveggja ára samning við Garðabæjarliðið í dag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Eysteinn fengið áhugaverð símtöl: „Pínu sérstakt að vera sagt upp núna“

    Þrátt fyrir að karlalið Keflavíkur í fótbolta hafi unnið 1. deild í fyrra og haldið sæti sínu í efstu deild í ár var Eysteini Húna Haukssyni, öðrum þjálfara liðsins, sagt upp í haust. Ákvörðunin kom honum á óvart en Eysteinn útilokar ekki að starfa áfram í Keflavík þó að hann hafi einnig fengið áhugaverð símtöl víða af landinu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Áfall fyrir Pétur og Blika

    Útlit er fyrir að framherjinn stóri og stæðilegi Pétur Theodór Árnason hafi slitið krossband í hné í þriðja sinn á ferlinum, á æfingu Breiðabliks í gær.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Aron Kristófer gengur í raðir KR

    KR-ingar halda áfram að styrkja sig fyrir komandi átök næsta sumar en Aron Kristófer Lárusson hefur samið við félagið til fjögurra ára. Hann kemur frá ÍA en lék þar áður með Þór Akureyri.

    Íslenski boltinn