Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Fjölnir 2-0 | Staða Fjölnismanna versnar enn Fylkir komst upp fyrir KR í 5. sæti Pepsi Max-deildar karla með 2-0 sigri á botnliði Fjölnis. Ásgeir Eyþórsson og Valdimar Þór Ingimundarson skoruðu mörk Fylkismanna. Íslenski boltinn 25. ágúst 2020 22:04
Segir að sóttkví KR-inga muni ekki hjálpa Valsmönnum á morgun Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, segir að sóttkvíin sem KR-ingar voru sendir í eftir ferðina til Skotlands muni ekki hjálpa Valsmönnum á morgun. Íslenski boltinn 25. ágúst 2020 20:00
KR kallar hægri bakvörð til baka úr láni frá Leikni Reykjavík Íslandsmeistarar KR hafa kallað hægri bakvörðinn Hjalta Sigurðsson til baka úr láni frá Leikni Reykjavík. Íslenski boltinn 25. ágúst 2020 17:30
Hafa skorað í öllum útileikjum sínum í sumar en aldrei unnið Fjölnismenn hafa enn ekki unnið leik í úrvalsdeild karla í sumar og það þrátt fyrir góða frammistöðu í mörgum leikja sinna. Gæti fyrsti sigurinn komið í Árbænum í kvöld? Íslenski boltinn 25. ágúst 2020 15:30
HK fær leikmann að láni frá FH Knattspyrnumaðurinn Þórður Þorsteinn Þórðarson er farinn að láni til HK frá FH og mun klára tímabilið með Kópavogsliðinu í Pepsi Max-deildinni. Íslenski boltinn 25. ágúst 2020 10:47
Íslensku liðin í Evrópukeppni spila ekki í Pepsi Max um næstu helgi KSÍ hefur frestað leikjum Víkinga og Breiðabliks um næstu helgi og um leið frestast leikur FH-inga í sömu umferð Pepsi Max deildarinnar. Íslenski boltinn 25. ágúst 2020 09:30
Dagskráin í dag: Meistaradeild kvenna, Mjólkurbikarinn og Pepsi Max deild karla Þrjár beinar útsendingar eru á sportrásum Stöðvar 2 í dag og allar þeirra úr fótboltanum. Sport 25. ágúst 2020 06:00
Víkingar fóru í „hátt og langt“ gegn Fjölni | Myndband Leikstíll Víkinga er liðið mætti Fjölni í Pepsi Max deildinni í síðustu viku kom Hjörvari Hafliðasyni á óvart. Íslenski boltinn 24. ágúst 2020 23:00
„Virðist meira hugsað um leik Íslands og Englands en félögin í landinu“ Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, skaut aðeins á forsvarsmenn KSÍ í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason en KR-ingar losna úr sóttkví á miðnætti. Íslenski boltinn 24. ágúst 2020 20:00
Steven Lennon sá tíundi markahæsti frá upphafi | Þjálfarinn myndi ekki skipta á honum og neinum öðrum Steven Lennon frá Skotlandi skoraði þrennu fyrir FH gegn HK í Pepsi Max deild karla í gær. Hann hefur nú skorað 82 mörk í deild þeirra bestu á Íslandi og er í tíunda sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar frá upphafi. Íslenski boltinn 23. ágúst 2020 19:45
Lennon fyrstur upp í 80 mörk | Nær hann að ógna markametinu? Steven Lennon er fyrsti erlendi leikmaðurinn í efstu deild karla á knattspyrnu hér á landi til að skora 80 mörk. Hann skoraði þrennu er FH vann HK 4-0 í Kaplakrika í gær. Íslenski boltinn 23. ágúst 2020 11:00
Sjáðu mörkin átta úr leikjum dagsins Átta mörk voru skoruð í tveimur leikjum í Pepsi Max deild karla í dag. Þú getur séð þau öll hér. Íslenski boltinn 22. ágúst 2020 19:30
Eiður Smári: Ég myndi ekki skipta honum út fyrir neinn FH vann frábæran 4-0 sigur á HK í Pepsi Max deild karla í dag. „Við vorum á köflum góðir. Góðu kaflarnir voru nóg hjá okkur til að vinna góðan sigur,” sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH um leik sinna manna í dag. Íslenski boltinn 22. ágúst 2020 17:30
Umfjöllun og viðtöl: FH - HK 4-0 | FH vann stórsigur í sólinni FH vann stórsigur á HK er liðin mættust í Pepsi Max deild karla í dag. Íslenski boltinn 22. ágúst 2020 17:03
Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍA 2-2 | KA kastaði frá sér tveggja marka forystu KA og ÍA gerðu jafntefli á Greifavelli á Akureyri í dag er liðin mættust í Pepsi Max deild karla. Íslenski boltinn 22. ágúst 2020 16:15
Sjáðu sigurmark Blika, rauða spjald Gróttu og mörkin í jafntefli Fylkis og Stjörnunnar Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla. Í fréttinni má sjá öll mörkin sem voru skoruð ásamt rauða spjaldinu sem Grótta fékk. Íslenski boltinn 22. ágúst 2020 08:30
Dagskráin: Sara Björk í Meistaradeildinni, Pepsi Max, Vodafonedeildin og golf Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Meistaradeild Evrópu, á grasi sem og fyrir framan tölvuskjá, Vodafonedeildin, Pepsi Max deild karla og golf. Sport 22. ágúst 2020 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Breiðablik 0-1 | Blikar mörðu Gróttu í endurkomu Óskars á Nesið Breiðablik marði Gróttu 1-0 með marki Thomas Mikkelsen úr vítaspyrnu í Pepsi Max deild karla í kvöld. Íslenski boltinn 21. ágúst 2020 22:45
Óskar Hrafn: Erfiðar níutíu mínútur Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekkert sérstaklega sáttur með spilamennsku liðsins í leiknum við Gróttu. Íslenski boltinn 21. ágúst 2020 22:03
Ólafur Stígsson: Reglur um hendi eru þær flóknustu í dag Leikar enduðu með jafntefli á-Wurth vellinum þegar Fylkir og Stjarnan áttust við í 11. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Íslenski boltinn 21. ágúst 2020 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 1-1 | Stig á lið í Lautinni Stjarnan er enn taplaus í Pepsi Max deild karla eftir 1-1 jafntefli við Fylki á útivelli í Pepsi Max deild karla í kvöld. Íslenski boltinn 21. ágúst 2020 21:30
HK sækir leikmann úr Víking HK hefur fengið Bjarna Pál Linnet Runólfsson, leikmann Víkings Reykjavíkur, í sínar raðir. Íslenski boltinn 21. ágúst 2020 20:00
Bjarki Steinn í ítalska boltann Bjarki Steinn Bjarkason er genginn í raðir ítalska knattspyrnufélagsins Venezia en hann kemur til félagsins frá ÍA. Fótbolti 21. ágúst 2020 16:31
Samherjar með flestar sendingar í Pepsi Max deildinni Boltinn hefur greinilega farið mikið í gegnum miðju Stjörnuliðsins í Pepsi Max deild karla í sumar. Íslenski boltinn 21. ágúst 2020 15:30
Hvað verður um leiki Víkings og Breiðabliks? | Lítið svigrúm í nýju leikjaplani Mótanefnd og mótastjóri KSÍ hafa í nógu að snúast við að koma öllum leikjum fyrir í íslenska boltanum áður en tímabilið er úti. Íslenski boltinn 21. ágúst 2020 12:33
„Ekki séns“ að KR spili á miðvikudag losni þeir úr sóttkví á þriðjudag Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að liðið sé enn í sóttkví eftir ferðina til Skotlands er liðið spilaði leik í forkeppni Meistaradeildarinnar gegn Celtic. Íslenski boltinn 21. ágúst 2020 12:00
Dagskráin í dag: Pepsi Max, Meistaradeild Evrópu og úrslit Evrópudeildarinnar Fótboltaveisla Stöðvar 2 heldur áfram en það er fótbolti alla daga hjá okkur um þessar mundir. Þá fær golfið einnig að njóta sín, Sport 21. ágúst 2020 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Víkingur 1-1 | Enn bíða Fjölnismenn eftir sigri Fjölnismenn þurfa enn að bíða fyrsta sigurs síns í Pepsi Max-deild karla í fótbolta eftir að Adam Ægir Pálsson tryggði Víkingi R. 1-1 jafntefli í Grafarvogi í kvöld. Fótbolti 20. ágúst 2020 20:48
„Dæmigert fyrir sumarið hjá okkur“ „Með svona frammistöðu koma fleiri stig,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, en liðið gerði 1-1 jafntefli við Víking R. í Grafarvogi í kvöld eftir að hafa verið yfir drjúgan hluta leiksins. Íslenski boltinn 20. ágúst 2020 20:45
Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. Fótbolti 20. ágúst 2020 16:19