Besta deild karla

Besta deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Yfir 130 milljónir í húfi fyrir íslenskan fótbolta í kvöld og Valur fær 120

    FH, Breiðablik og Stjarnan eiga öll möguleika á að komast áfram í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar UEFA í fótbolta í dag. Fyrir hvert félag er 300.000 evru vinningsfé, eða tæpar 44 milljónir króna, í húfi eða samtals rúmar 130 milljónir. Íslandsmeistarar Vals hafa svo þegar tryggt sér 120 milljónir króna vegna Evrópuleikja í sumar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Þórir Jóhann seldur til Ítalíu

    Knattspyrnumaðurinn Þórir Jóhann Helgason ferðast til Lecce á Ítalíu í dag og gengur þar endanlega frá samkomulagi við samnefnt félag sem spilar í næstefstu deild.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Pálmi skýtur alltaf í sama hornið og Sindri las hann

    Síðastliðinn mánudag vann KR 1-0 sigur gegn Keflavík þar sem Arnþór Ingi Kristinsson skoraði eina mark leiksins. Pálmi Rafn Pálmason misnotaði víti fyrir KR-inga og Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Pepsi Max Stúkunni, er búinn að taka eftir ákveðnu mynstri í spyrnum Pálma.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Sindri, fokking skammastu þín“

    „Mér finnst allt tal um rautt spjald argasta vitleysa,“ sagði Atli Viðar Björnsson um brot Sindra Snæs Magnússonar, leikmanns ÍA, gegn Leikni í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í gærkvöld. Rauða spjaldið fór reyndar á loft, vegna mótmæla.

    Íslenski boltinn