Bakþankar

Bakþankar

Fréttamynd

Ef að væri

Ísland í dag er í viðtengingar­hætti. Fréttatímar hefjast gjarna á orðinu „Ef" og síðan koma langar vangaveltur um hvað gæti gerst ef eitthvað annað gerist eða gerist ekki fyrst.

Bakþankar
Fréttamynd

Ný jörð – nýtt líf

Íslendingar eru áberandi svartsýnni á efnahagsástandið en aðrar þjóðir um þessar mundir, þetta las ég á Vísi í gær. Og skyldi engan undra, við erum í tómu tjóni. Þess vegna kom mér heldur ekkert á óvart að lesa hér í Fréttablaðinu um ung íslensk hjón sem búið höfðu undanfarinn áratug í Kaupmannahöfn en völdu að flytja frekar til Grænlands með börnin sín tvö en hingað heim. Enda Grænland í „fúlsving", með nýfengið sjálfstæði. Unga fólkið setti ekki fyrir sig að ófært er í bæinn þess nema með flugvél eða á hundasleða. Kalda Ísland hefur ekkert aðdráttarafl lengur, ekki einu sinni í hugum heimamanna.

Bakþankar
Fréttamynd

Sælir eru einfaldir

Raunveruleikinn er fyrirbæri sem oft og tíðum er ofmetið. Þannig getur það verið mun auðveldara að lifa lífinu í þeirri von að hlutirnir æxlist eftir þeim formerkjum sem manni sjálfum líkar, en að horfast í augu við blákaldan veruleikann; sumsé að oftar en ekki er þetta allt saman ansi skítt.

Bakþankar
Fréttamynd

Glóðarsteiking borgarans

Í gær grillaði maðurinn minn á svölunum. Hann er annálaður grillari enda hófsamur lífskúnstner fram í fingurgóma. Slíkir menn hafa undantekningarlaust ánægju af því að grilla á svölum; fá sér einn til tvo bjóra og heilsa gangandi vegfarendum kumpánlega. Hann er meistari hinnar göfugu matargerðar­listar smáborgarans, eins og bóka­béusinn vinur minn kallar grillmennsku með fyrirlitningartón.

Bakþankar
Fréttamynd

Hinn harði veruleiki

Snemmsumars þoldi ég ekki fleiri frásagnir af fjármálahneykslum og kreppu heldur þráði hið einfalda og hamingjusama líf þar sem áhyggjurnar snúast um hvort eigi að grilla aftur í kvöld eða ekki.

Bakþankar
Fréttamynd

Heima

Stundum fær maður óvæntar en hressilegar áminningar um hvað skiptir máli í lífinu. Á dögunum gafst mér tækifæri til að heimsækja þá ágætu borg Seattle á vestur­strönd Bandaríkjanna. Seattle er græn og fögur og státar að mörgu leyti af merkilegri sögu; hún er til dæmis heimaborg Jimi Hendrix, Nirvana og gruggrokksins, útvarpssálfræðingsins Fraisers og spítalasápunnar Grey's

Bakþankar
Fréttamynd

Í rigningunni finnum við frið

Á Íslandi er veðrið jafnan umræðuefni þegar fólk hittist. Veðrið skiptir okkur máli og þessi hefð að spyrja eftir veðrinu er jafnsjálfsögð og að spyrja útlendingana „how do you like Iceland". Þetta er auðvitað tilkomið vegna þess að afkoma forfeðra okkar í harðbýlu landi, stóð og féll með veðrinu. Þar sem sólar nýtur nánast allan ársins hring hefur fólk engan áhuga á að vita hvort gráðurnar voru einni eða tveimur fleiri handan við hólinn.

Bakþankar
Fréttamynd

Orð eru dýr

Í þann tíð er þunglyndi var bara orð sem rímaði við pungbindi og fólk eyddi dögum sínum í annað en tal um efnahagshrun og ábyrgð og enginn, utan nokkrir hagfræðingar, hafði hugmynd um hvað verg landsframleiðsla var; þá var þó stundum rætt um stjórnmál á skeri einu í Atlantshafi.

Bakþankar
Fréttamynd

Úlfljótur og gersemarnar

Eins og flestir foreldrar þá er ég næsta sannfærð um að barnið mitt sé snillingur. Þegar ég horfi á son minn að leik við Þingvallavatn þar sem við fjölskyldan höfum dvalið stóran part úr sumri hugsa ég stolt með mér að þarna sé efni í Jónas Hallgrímsson (vitanlega án drykkjusýki), Matthías Jochumsson, Þorgeir Ljósvetningagoða eða einhvern annan ástmögur þjóðarinnar.

Bakþankar
Fréttamynd

Sláttumaðurinn slyngi

Eftir margra daga dásamlega reykvíska sólarblíðu með unaðslegum lautartúrum, sundferðum og strandlífi hvarflaði loks að mér að gera eitthvað gagnlegt. Til dæmis að sinna van­ræktri garðholunni aggalítið. Planta og reyta en einkum þó að kaupa nýja sláttuvél. Eins og mér finnst oft gaman að stússast, atast og græja hitt og þetta innifelur vinnugleðin ekkert sem

Bakþankar
Fréttamynd

Ég vildi að það væri góðæri

Ég græt stundum góðærið. Þótt það þyki ekki flott. Enda keppist fólk nú við að fordæma bruðlið og vitleysisganginn sem heltók okkur öll fyrir svo stuttu síðan. „Uss, ég keypti nú engan flatskjá," segir það, og þykist eitthvað betra en við hin. Auðvitað skammast ég mín fyrir flatskjáinn á eldhúsveggnum, ég fæst þó ekki til að viðurkenna að hann einn hafi sett samfélagið á hliðina.

Bakþankar
Fréttamynd

Karamellu- sumar

Fyrst eftir að blekkingin um góðærið varð lýðnum ljós var uppi sterkt ákall um alveg glænýtt Ísland. Þetta var frjótt tímabil, á yfirborðinu alla vega. Það var sjokk að sjá að allt það versta sem haldið hafði verið fram um ömurlegt ástand undirstaðanna var sannleikur þrátt fyrir að alls konar lið hefði haldið

Bakþankar
Fréttamynd

Vörður

Vörður og gamlar þjóð­leiðir þykja mér afar áhugaverð fyrir­bæri. Þá á ég við fornar vörður sem einfölduðu forfeðrum okkar för sína um veglaust og viðsjárvert landslag en ekki steinahrúgur sem ferðamenn reisa án nokkurrar ástæðu.

Bakþankar
Fréttamynd

Gömul myrkraverk

Á leið minni til Austfjarða þótti mér við hæfi að taka með mér fróðleg rit um héraðið á borð við Austfirðingaþætti og byggðar­sögur kaupstaðanna þar í kring. Ekki kann ég að rekja ættir mínar austur á firði og áttu því hvorki ég né aðrir fjölskyldumeðlimir fróðleiksrit um svæðið.

Bakþankar
Fréttamynd

Ekki svara!

Ein af mörgum einkennilegum hliðum mannsins er spennufíknin, þörfin til að verða hræddur. Í árdaga uppfyllti dagleg tilvera þessa þrá, óttinn við að verða úti eða vera étinn, en nú á tímum þarf að sækja adrenalínið handvirkt.

Bakþankar
Fréttamynd

Kæru skuldunaut

Ég fyrirgef ykkur alveg. Fyrirgef ykkur að hafa steypt mér, börnum og tilvonandi tengdabörnum og barnabörnum í skuldafen sem er svo djúpt að enginn kemst yfir nema fálkinn fljúgandi. Fyrirgef ykkur að hafa talið mér trú um að þið væruð rosalega flottir feðgar sem vilduð mér allt hið besta, svona eins og Guð og Jesús.

Bakþankar
Fréttamynd

Crocks ganga aftur

Frekar myndi ég treysta honum Sigurjóni fyrir peningunum mínum en þér“ eitthvað á þessa leið hljómaði þýðing á frasa úr enskri tungu í sjónvarpsþætti um daginn. Ég skellihló yfir orðtakinu þar sem ég taldi það vísa til þess að einhver kynni svo illa með peninga að fara að betra væri að afhenda Sigurjóni Árnasyni , fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, þá til varðveislu og ávöxtunar.

Bakþankar