Sælir eru einfaldir Kolbeinn Óttarsson Proppe skrifar 12. ágúst 2009 00:01 Raunveruleikinn er fyrirbæri sem oft og tíðum er ofmetið. Þannig getur það verið mun auðveldara að lifa lífinu í þeirri von að hlutirnir æxlist eftir þeim formerkjum sem manni sjálfum líkar, en að horfast í augu við blákaldan veruleikann; sumsé að oftar en ekki er þetta allt saman ansi skítt. Ósanngjarnt. Gremjulegt. Og þó að vissulega geti verið fínt að loka augunum fyrir því og treysta á að lífið geti einfaldlega ekki verið svona ósanngjarnt, þá er það ekki mjög gefandi afstaða. Ansi margir virðast undanfarið hafa fengið heimsókn frá raunveruleikanum. Þannig furða margir sig á því að það hafi verið höfuðmarkmið kapítalistanna sem áttu peninga fyrir hrunið að eignast meiri peninga. Menn spyrja sig í forundran að því hvort það hafi verið aðalmarkmiðið? Voru menn virkilega bara að hugsa um að græða meiri peninga fyrir sjálfan sig og sáust ekki fyrir í gerðum sínum að öðru leyti? Sú mýta hafði nefnilega skotið rótum að íslensku kapítalistarnir væru ólíkir öllum öðrum í heiminum. Þeir væru ekki bara klárari, þeir bæru hag lands og þjóðar fyrir brjósti. Og þess vegna myndi eigin gróðavon aldrei verða þjóðarhag ofar. Þess vegna vöknuðu sumir upp við vondan draum þegar þeir áttuðu sig á því að sama hreyfiafl réði gjörðum íslenskra auðmanna sem annarra slíkra; að græða meiri peninga. Þetta hefðu allir átt að sjá, en glýja gullsins getur verið blindandi. Eins virðast ansi margir trúa því að sanngirnissjónarmið ráði í samskiptum ríkja á millum. Það að öflugri ríki kúski hin veikari til hlýðni tilheyri horfnum tíma, þegar „real"-pólitíkin réði ríkjum. Nútíma utanríkispólitík snúist um að færa nógu sterk rök fyrir máli sínu; nokkurs konar milliríkja-Morfís. Mögulega geti eiginhagsmunir ráðið ríkjum, en alls ekki á milli vestrænna vinaþjóða. Þar muni sanngirnin ein ríkja. Þeir sem hafa þá skoðun þyrftu að leggja við hlustir þegar veruleikinn ræskir sig og átta sig á því að ansi lítið hefur breyst í henni versu. Hinir sterku kúga enn þá veikari og auðmenn sækjast fyrst og fremst eftir frekari auði. Fyrir sjálfa sig. Raunveruleikinn getur stundum verið fjandanum ósanngjarnari, en valið við hann er blekkingin. Og hún dugar ekki til lengdar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun
Raunveruleikinn er fyrirbæri sem oft og tíðum er ofmetið. Þannig getur það verið mun auðveldara að lifa lífinu í þeirri von að hlutirnir æxlist eftir þeim formerkjum sem manni sjálfum líkar, en að horfast í augu við blákaldan veruleikann; sumsé að oftar en ekki er þetta allt saman ansi skítt. Ósanngjarnt. Gremjulegt. Og þó að vissulega geti verið fínt að loka augunum fyrir því og treysta á að lífið geti einfaldlega ekki verið svona ósanngjarnt, þá er það ekki mjög gefandi afstaða. Ansi margir virðast undanfarið hafa fengið heimsókn frá raunveruleikanum. Þannig furða margir sig á því að það hafi verið höfuðmarkmið kapítalistanna sem áttu peninga fyrir hrunið að eignast meiri peninga. Menn spyrja sig í forundran að því hvort það hafi verið aðalmarkmiðið? Voru menn virkilega bara að hugsa um að græða meiri peninga fyrir sjálfan sig og sáust ekki fyrir í gerðum sínum að öðru leyti? Sú mýta hafði nefnilega skotið rótum að íslensku kapítalistarnir væru ólíkir öllum öðrum í heiminum. Þeir væru ekki bara klárari, þeir bæru hag lands og þjóðar fyrir brjósti. Og þess vegna myndi eigin gróðavon aldrei verða þjóðarhag ofar. Þess vegna vöknuðu sumir upp við vondan draum þegar þeir áttuðu sig á því að sama hreyfiafl réði gjörðum íslenskra auðmanna sem annarra slíkra; að græða meiri peninga. Þetta hefðu allir átt að sjá, en glýja gullsins getur verið blindandi. Eins virðast ansi margir trúa því að sanngirnissjónarmið ráði í samskiptum ríkja á millum. Það að öflugri ríki kúski hin veikari til hlýðni tilheyri horfnum tíma, þegar „real"-pólitíkin réði ríkjum. Nútíma utanríkispólitík snúist um að færa nógu sterk rök fyrir máli sínu; nokkurs konar milliríkja-Morfís. Mögulega geti eiginhagsmunir ráðið ríkjum, en alls ekki á milli vestrænna vinaþjóða. Þar muni sanngirnin ein ríkja. Þeir sem hafa þá skoðun þyrftu að leggja við hlustir þegar veruleikinn ræskir sig og átta sig á því að ansi lítið hefur breyst í henni versu. Hinir sterku kúga enn þá veikari og auðmenn sækjast fyrst og fremst eftir frekari auði. Fyrir sjálfa sig. Raunveruleikinn getur stundum verið fjandanum ósanngjarnari, en valið við hann er blekkingin. Og hún dugar ekki til lengdar.