Bakþankar

Bakþankar

Fréttamynd

Á háum hesti

Þegar ég keyri bíl þá þoli ég ekki hjólreiðafólk. Að sjá tvo hjólreiðamenn hjóla samsíða á 30 km hraða á akrein sem ég ætla mér að keyra á 50 km hraða fær blóð mitt til að sjóða. Ég þoli ekki að vera hindraður af hjólandi fólki. Ég hugsa ekki aðeins illa til þess heldur set ég saman eitraðar hugsanir um allt sem tengist hjólreiðum.

Bakþankar
Fréttamynd

Kóngar einn dag í mánuð

Enginn ræður yfir okkur. Er það að vera sjálfstæður? Á sautjánda júní fagna Íslendingar sjálfstæði þjóðarinnar. Enginn kóngur, hvorki danskur né norskur, getur hirt eitt einasta kúgildi eða þorskhaus af okkur lengur.

Bakþankar
Fréttamynd

Hættur að feika'ða

Flestir hafa heyrt kjaftasöguna um mennina tvo sem hittust á förnum vegi og töldu sig þekkja hvor annan. Í ljós kom að lokum að þeir voru báðir að taka feil og höfðu þeir feikað það til þess að móðga ekki hinn.

Bakþankar
Fréttamynd

Áfram Úrúgvæ!

Ég er ekki áhugamanneskja um fótbolta og hef aldrei verið. Á þeim þremur árum sem ég æfði fótbolta tókst mér einu sinni að skora mark. Það var á Pæjumóti á Siglufirði og markið var dæmt af því ég skoraði það með lófanum á mér. Þar með lauk mínum fótboltaferli í raun og veru.

Bakþankar
Fréttamynd

Brasilíu-Aron

Ekki leið langur tími frá því að pósturinn var sendur út á fréttastofunni um HM-leikinn í gær þangað til fólk streymdi að og staðfesti þátttöku sína. Fólk sem gæti ekki tengt Cristiano Ronaldo og Lionel Messi saman við þjóðerni þeirra ætlaði ekki að missa af því að vera hluti af stemmningunni sem fram undan er

Bakþankar
Fréttamynd

Undirlýstar myndir af þvottakörfum

Instagram er samfélagsmiðill þar sem fleiri en 200 milljónir notendur deila 60 milljónum mynda daglega. Myndirnar eru af ýmsu tagi; sumir taka myndir af matnum sínum en aðrir af sínum nánustu. Enn aðrir deila hógværum montmyndum af sér í ræktinni, á sólarströndum eða í fjallgöngum. Loks má ekki gleyma þeim sem halda að kettir séu sniðugt myndefni

Bakþankar
Fréttamynd

Fjögurra ára í fitusog

Krakkarnir hanga í tölvunni, við fáum þá frið á meðan. Þetta hef ég oft hugsað. Núna síðast í langri bílferð norður yfir heiðar. Tvö lítil skott sátu steinþegjandi í aftursætinu með heyrnartól á eyrunum og dunduðu sér í spjaldtölvu. Á meðan söfnuðust kílómetrarnir að baki.

Bakþankar
Fréttamynd

Samfélag óttans

Þegar rætt er um hryðjuverkaógnir gleymist oft hversu fáir standa á bak við þær, hversu fáar þær eru og hversu lítið mannfallið hefur verið í samanburði við allar helstu dánarorsakir á Vesturlöndum. Áhrifaríkasta vopn hryðjuverkamanna er nefnilega ekki sprengjur, hálfsjálfvirkir hríðskotarifflar eða hver önnur verkfæri sem notuð eru til að fremja illvirki. Það er ótti almennings við hið óþekkta;

Bakþankar
Fréttamynd

Framsókn, moska, súkkulaði, kynferðisbrot

Ég elska súkkulaði. Það er minn helsti veikleiki. Það skiptir í raun engu máli hvaðan það kemur. Svo lengi sem það er gott á bragðið spæni ég það í mig líkt og um kappát væri að ræða.

Bakþankar
Fréttamynd

Samtal á fundi

Heyrðu. Nú erum við í þessum bransa að reka laxveiðiár. Það er soldið vont stigma í kringum þetta. Þegar fólk heyrir minnst á laxveiðiár hugsar það bara um ofdekraða karla í jakkafötum.

Bakþankar
Fréttamynd

Svarti Pétur

Nú þegar sveitarstjórnarkosningar með sinni óvæntu trúarbragðaumræðu eru að baki langar okkur að fylgja eftir grein okkar sem birtist í Morgunblaðinu og á vef þjóðkirkjunnar, tru.is, þann 30. maí sl. og bar heitið stóra moskumálið.

Skoðun
Fréttamynd

Varúð: Ekki fyrir viðkvæma

Sumt á ekki að skrifa í blöðin. Þessi pistill er dæmi um það. Að því sögðu er líka gjörsamlega ótækt að ræða sumt á kaffihúsum. Þessi pistill fjallar um það. Ef þú ert að drekka morgunkaffið þitt eða borða beyglu skaltu ekki lesa lengra

Bakþankar
Fréttamynd

Fyrirmyndarstjórinn við Tjörnina

Veistu hver þetta er?“ ég sný mér að dóttur minni þar sem við röltum um vesturbæ Reykjavíkur. Hún lítur á úlpuklædda manninn með hund og húfu sem gengur fram hjá okkur og hristir hausinn. "Þetta er borgarstjórinn,“ segi ég og barnið snýr sig næstum úr hálslið til að berja manninn augum.

Bakþankar
Fréttamynd

Vinnustaðakex

Á vinnustöðum er kex. Það er í reglugerðinni um vinnustaði. 1.gr. Á vinnustöðum skal vera kex. 2. gr. Kexið skal vera við hliðina á kaffivélinni. Það eru reyndar undantekningar frá þessu eins og flestu. Til dæmis þegar ég vann sem ballettkennari, þá var aldrei kex. En förum ekki nánar út í það hér.

Bakþankar
Fréttamynd

Landið eitt sveitarfélag

Við erum 326 þúsund talsins og okkur er skipt niður á 74 sveitarfélög. Ef okkur væri deilt jafnt væru öll sveitarfélög á stærð við Fjarðabyggð. Þar eru fimm grunnskólar og fimm leikskólar. Sveitarfélagið rekur þrjú hjúkrunarheimili, sér um húsnæðismál fatlaðra, sinnir heimaþjónustu og útvegar stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn gjaldfrjálst.

Bakþankar
Fréttamynd

Síðasta tilraun

Hafnabolti fyrir mér er eins og jarðfræði var á fyrsta ári í MR. Svefnmeðal. Reyndar lærði ég síðar að meta jarðfræðina en eftir á að giska minn tíunda hafnaboltaleik er ég opinberlega búinn að gefast upp. Lokatilraunin var á Fenway Park í Boston í síðustu viku.

Bakþankar
Fréttamynd

Mistök vinnustaðargrínarans

Vinnustaðargrínarinn er vandmeðfarið hlutverk. Hann ber mikla ábyrgð á stemningunni á vinnustaðnum og þarf að finna jafnvægið milli kæruleysis og framleiðni. Of mikið grín hindrar störf fólks á sama tíma og of lítið grín getur drepið móralinn með sömu afleiðingum.

Bakþankar
Fréttamynd

Ekki vera lummó eftir Gnarr

Fyrir fjórum árum var tilhugsunin um Jón Gnarr í borgarstjórastólnum alveg út í hött. Núna er tilhugsunin um einhvern annan í embættinu jafn fáránleg. En allt líður undir lok og næst þegar ég skrifa bakþanka verður kominn nýr borgarstjóri í Reykjavík.

Bakþankar
Fréttamynd

Eru dvergar dvergar?

Réttast er auðvitað að leyfa viðkomandi hópi að ráða því hvaða hugtök eru notuð yfir þá sjálfa. Þessir hópar vita manna best hvaða orð særa og meiða. Og ef það fer fyrir brjóstið á þeim, mögulega sögunnar vegna, að nota ákveðin orð, þá er það ekkert nema sjálfsagt að virða það.

Bakþankar
Fréttamynd

Topp tíu ástæður fyrir Topp tíu listum

1. Fólk er latt. Það nennir ekki að lesa samfelldan texta. 2. Blaðamenn eru latir. Þeir nenna ekki að skrifa samfelldan texta. 3. "Topp tíu leiðir til að gera munnmök að upplifun“ og "Topp tíu barnastjörnur sem fóru í hundana“ eru fyrirsagnir sem vekja athygli.

Bakþankar
Fréttamynd

Helst einhverja með rjóma

Fyrir tveimur árum sat ég inni á Hressingarskálanum við Austurstræti og var að borða eitthvað sem ég man ekkert hvað var. Ég var samt örugglega heillengi að velja það af matseðlinum. Skipti kannski oft um skoðun.

Bakþankar
Fréttamynd

Draumaliðinu stillt upp

Ég er atkvæðið sem skiptir um skoðun daglega. Hvort á ég að kjósa fyrir mig eða heildina? Það sem er best fyrir mig persónulega er ekki endilega best fyrir borgina. Þetta er alltaf erfiður tími fyrir mig.

Bakþankar
Fréttamynd

Humallinn Tumi

Þegar hann heyrði að svarið var Seattle var hann fljótur að hlaða í næstu spurningu: "Finnst þér góður bjór?“

Bakþankar
Fréttamynd

Stefnumótabylting graða fólksins

Ég hitti kærustuna mína í fyrsta skipti í raunheimum. Hún kom í vísindaferð í þáverandi vinnuna mína og ég addaði henni á Facebook daginn eftir. Hún samþykkti reyndar ekki vinarbeiðnina

Bakþankar
Fréttamynd

Öfgakennd yfirhalning

Nú kveð ég skóla í bili eftir tæp 20 ár á bekknum. Síðastliðnar vikur hef ég verið á þönum að binda lausa enda. Hápunkturinn var líklega þegar ég fékk mastersverkefnið í hendurnar á prentstofunni klukkan sex á skiladegi.

Bakþankar