Bakþankar

Bakþankar

Fréttamynd

Trúin á hagsmunina

Við lifum í menningu sem nennir ekki að ræða ólíkar skoðanir en horfir fremur á hagsmuni. Við tökum meiningar manna eða lífsskoðanir ekki of hátíðlega því þegar upp er staðið virðast allir bara vera að hugsa um sína hagsmuni.

Skoðun
Fréttamynd

Gott fólk sem gerir vonda hluti

Í dag er 11. september – dagsetning sem ég tengi ósjálfrátt við hryðjuverk og trúarofstæki. Í helgarblaði Fréttablaðsins las ég viðtal við Madsjíd Nili, mjög viðkunnanlegan sendiherra Írans á Íslandi.

Bakþankar
Fréttamynd

Bjartsýni yfir meðallagi

Láttu ekki svona, þetta verður komið upp á morgun eða hinn, í síðasta lagi á föstudag. Við höldum boðið á laugardaginn!“ Það var engan bilbug að finna á bóndanum.

Bakþankar
Fréttamynd

Blessuð sjálfseyðingarhvötin

Ég á við áfengisvanda að stríða. Ekki í hefðbundnum skilningi samt. Ég drekk sjaldan og þegar ég drekk er það yfirleitt ekkert sérstaklega mikið. Vandinn knýr dyra daginn eftir.

Bakþankar
Fréttamynd

Kynfærin í kirkjunni

Á dögunum fékk æskulýðsprestur í Selfosskirkju þá fínu hugmynd að fá kynfræðing til að ræða við verðandi fermingarbörn. Hluti af fræðslunni var að sýna myndir af íslenskum tippum og píkum og tilgangurinn væntanlega meðal annars að sýna fram á að kynfæri eru jafn ólík og þau eru mörg.

Bakþankar
Fréttamynd

Djamm í kvöld

Fyrir tíu árum hefði mér aldrei dottið í hug að ég myndi rita þessi orð. Tvítugi Tumi hefði fallið í yfirlið af hneykslun.

Bakþankar
Fréttamynd

Internetið hatar mig

Internetið er ótrúlegt. Vefsíður safna upplýsingum um allt sem maður gerir og nýta þær svo til að klæðskerasníða persónulega fyrir mann auglýsingar og annað efni sem höfðar til manns.

Bakþankar
Fréttamynd

Freknóttir fagna

Konum um og yfir þrítugu er sérstaklega ráðlagt að stúdera freknuförðun, þar sem tæknin geti gert þær unglegri, frísklegri og fallegri allt um leið.“ Ég las þetta í gær.

Bakþankar
Fréttamynd

Horfin sumarblíða

Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða. Nú er komið hrímkalt haust, horfin sumarblíða. Þannig hefst ljóð Kristjáns Jónssonar "Haust“.

Bakþankar
Fréttamynd

Bósakaka

Ég mun aldrei gleyma því þegar pabbi kom heim með stórkostlega bleika Barbapabba-afmælisköku á þriggja ára afmælisdaginn minn. Hvílíkt undur sem mér þótti þetta sköpunarverk. Ég gat því ekki annað en horft djúpt í augu þriggja ára sonar míns og jánkað þegar hann bað um Bósa Ljósár afmælisköku

Bakþankar
Fréttamynd

Vitlausu túristarnir

Hjón á ferðalagi skelltu börnum sínum í bílaleigubíl og brunuðu allslaus upp á jökul. Eðlilega. Þeim var til happs að vera stoppuð af áður en illa færi eins og við þekkjum þegar túristarnir lenda í ógöngum á hálendinu eða fara í fjallgöngur í gallabuxunum.

Bakþankar
Fréttamynd

Hvar er Útvegsspilið?

Ég og minn heittelskaði ástmaður höfum leitað að Útvegsspilinu logandi ljósi út um allt síðustu vikur og mánuði.

Bakþankar
Fréttamynd

Bandaríski bjáninn

Íslenski fáninn, bandaríski bjáninn, er sönglandi frasi sem oftar en ekki var gripið til þegar ég var á leikskólaaldri, og þá ekki síst á tyllidögum þegar þjóðfáni landsins var hafður uppi.

Bakþankar
Fréttamynd

Haustboðar ljúfir

Það er komið haust. Ég get sagt það fullum fetum án þess að blikna. Ástæðan fyrir því að ég veit það fyrir víst er að ég er búin að sjá að minnsta kosti tuttugu myndir af litlum börnum með gríðarstórar skólatöskur á bakinu á Facebook.

Bakþankar
Fréttamynd

Endurmenntun fyrir foreldra

"Óöryggið skein líklegast í gegn því kennarinn tjáði okkur að það væru ekki síst tímamót fyrir foreldra að byrja með barn í skóla í fyrsta sinn. Meyra móðirin kinkaði kolli og áttaði sig á að nú tæki alvaran við.“

Bakþankar
Fréttamynd

Blótmæli

Fari það í heitasta djöfulsins helvíti,“ muldraði ég með sjálfum mér í bakherbergi kirkju einnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir stuttu. Það hljómar virkilega barnalega en ég fæ eitthvert óútskýranlegt kikk út úr því að bölva og ragna í kirkjum. Ég sýni kirkjugestum reyndar alltaf þá virðingu að láta ekki til mín heyra og hef ég haldið þessum skrýtna sið fyrir sjálfan mig þar til nú.

Bakþankar
Fréttamynd

Bönnum allt

Þeir sem framleiða bjór og annað áfengi hér á landi sitja ekki við sama borð og þeir sem gera það erlendis. Íslenskir bjórframleiðendur framleiða löglega vöru en mega ekki auglýsa hana í fjölmiðlum.

Bakþankar
Fréttamynd

Punktastaða: Góð

Það tók mig nokkrar mínútur að átta mig á þýðingu samtalsins eftir að ég lagði frá mér símann. Það hafði svo sem hljómað nógu sakleysislega, hversdagsleg fyrirspurn eða bón sem ég taldi mig geta leyst.

Bakþankar
Fréttamynd

Aulahrollur mennskunnar

Hugsið ykkur ef ríkisútvarpið markaði þá stefnu að sjálfsagt væri að fjalla um ástir manna og ástarlíf en frá og með 1. september yrði frekari ástarjátningum ekki útvarpað.

Skoðun
Fréttamynd

Tækifærissinnaði eldhnötturinn

Fyndin sjón blasti við þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína í Laugardalslaugina í vikunni. Skjannahvítir Íslendingar skriðu úr sólarlausum fylgsnum sínum og flatmöguðu á sundlaugarbakkanum í tugatali.

Bakþankar
Fréttamynd

Væntingastjórnun

Væntingastjórnun er nýjasta tískuorðið. Þegar stjórnendur búa fólk undir það versta og ná þannig að halda því ánægðu þótt ekki sé boðið upp á það besta.

Bakþankar
Fréttamynd

Lok, lok og læs í júlí

Af hverju geta leikskólar ekki verið með sumarstarfsmenn eins og aðrar stofnanir á landinu? Leyft barnafjölskyldum að ráða hvenær þær fara í sumarfrí? Er það of dýrt?

Bakþankar
Fréttamynd

Forvarnasplatter

Fyrir rúmlega ári sat ég einn heima hjá mér að gera ekki neitt þegar ég tók þá ákvörðun að nú væri komið að því. Ég hafði slegið þessu á frest þar sem ég taldi mig ekki nægilega andlega undirbúinn. En nú skyldi ég reyna að finna ljósmynd af einhverjum sem hefði lent undir valtara.

Bakþankar
Fréttamynd

Ef ég hefði verið í takkaskóm

Hugsið ykkur: Ef ég hefði verið í takkaskóm en ekki gúmmítúttum sumarið '96 hefði þessi strákur verið ég. Og það hefði verið stórslys. Ég kann ekki einu sinni á gítar. Takk, Ingó.

Bakþankar
Fréttamynd

Engin tíðindi eru góð tíðindi

Þá er verslunarmannahelgin yfirstaðin. Ein mesta ferðahelgi ársins.Líkt og landsmanna er siður lagði ég land undir fót og hélt út í sveit. Þar naut ég kyrrðarinnar, andaði að mér fersku sjávarlofti, tíndi sveppi og ber og naut þess að vera í algjöru tíma- og netsambandsleysi. Og svo, líkt og hendi væri veifað, var helgin búin.

Bakþankar
Fréttamynd

Tólf ára og nakin með Jónsa í Galtalæk

Verslunarmannahelgi. Árið er 2002. Staðurinn er Galtalækur. Veðrið er blautt og kalt. Í svörtum fötum eru stærsta nafnið á plakatinu. "Ég er nakinn eins og þú,“ æpa rennvotir gestir og Jónsi er stjarna.

Bakþankar
Fréttamynd

Að skjóta framhjá

Síðan leiðir skildi hjá mér og minni fyrrverandi hefur lífsmynstrið óhjákvæmilega breyst. Meðal þess sem ég hef rekið mig á er hve margir virðast eiga auðvelt með að halda framhjá.

Bakþankar
Fréttamynd

Kettirnir unnu

Eins og sjá má á þúsunda ára gömlum listaverkum þá voru kettir dýrkaðir af Egyptum til forna. Egyptarnir hrifust af grimmd kattanna en að mati þeirra voru þeir eina skepnan, utan mannsins, sem gerir sér að leik að þreyta og niðurlægja fórnarlömb sín

Bakþankar