Bono í bleikar nærbuxur Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 17. september 2014 10:30 Ég var að ganga frá þvotti um daginn og meðal þess sem ég tíndi af snúrunum voru bleikar nærbuxur. Svona alveg dökkskærbleikar bómullarnærbuxur. Ég á þær. Keypti þær í sumar. Þær voru reyndar í pakka með nokkrum öðrum nærbuxum í sama sniði, en þessar eru áberandi bleikastar. Einhver dulin skömm læddist aftan að mér og allt í einu mundi ég eftir því hvað var hræðilega vandræðalegt að uppgötva í leikfimitíma í grunnskóla að maður var í bleikum nærbuxum. Það var ekkert asnalegra en bleikar nærbuxur. „Flottar nærbuxur.“ Glottandi, flissandi stelpur. Úff… þurfti ég að vera í þessum asnalegu nærbuxum í dag. Sumt er hallærislegt af óskiljanlegum ástæðum. Svona sameiningartákn svala fólksins. Bleikar nærbuxur, Breezer og U2. Og ég tala nú ekki um að líkjast stelpu ef þú ert ekki stelpa. Ég var að hlusta á útvarpið um daginn, þarna þegar U2 átti Rás 2 heilan dag. Útvarpsmaðurinn var vel undirbúinn, því hann þuldi upp hvert fróðleikskornið af öðru um hljómsveitarmeðlimi. Meðal annars sagði hann frá því að Bono hefði lengi verið komplexaður yfir því að syngja eins og stelpa. Það tók mig ekki nema eina Google-atrennu að finna blaðagrein með fyrirsögninni „U2's Bono: I think I sound like a girl“ og undirtitlinum „Singer says he can't stand the sound of his own voice“. Þetta olli mér miklu hugarangri. Hvað felst í því að hljóma eins og stelpa og hvers vegna hefur það svona gríðarleg áhrif á sjálfstraust þessa söngvara? Veit hann ekki að meira að segja fótboltamenn grenja eins og smástelpur? Leiðindamál. En allavega. Svo gerist það, að því er virðist undantekningarlaust, að það verður kúl að vera „hallærislegur“. Með „mullet“ og stór gleraugu. Gulrótarbuxur og útvíðar buxur. Sokkar og sandalar. Normcore. Ég veit svo sem ekki hvert ég er að fara með þetta, en ég vildi óska að mér fyndist U2 geðveik hljómsveit, því þá myndi ég setja það í status. Ég er komin með leiða á statusunum um hið öndverða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun
Ég var að ganga frá þvotti um daginn og meðal þess sem ég tíndi af snúrunum voru bleikar nærbuxur. Svona alveg dökkskærbleikar bómullarnærbuxur. Ég á þær. Keypti þær í sumar. Þær voru reyndar í pakka með nokkrum öðrum nærbuxum í sama sniði, en þessar eru áberandi bleikastar. Einhver dulin skömm læddist aftan að mér og allt í einu mundi ég eftir því hvað var hræðilega vandræðalegt að uppgötva í leikfimitíma í grunnskóla að maður var í bleikum nærbuxum. Það var ekkert asnalegra en bleikar nærbuxur. „Flottar nærbuxur.“ Glottandi, flissandi stelpur. Úff… þurfti ég að vera í þessum asnalegu nærbuxum í dag. Sumt er hallærislegt af óskiljanlegum ástæðum. Svona sameiningartákn svala fólksins. Bleikar nærbuxur, Breezer og U2. Og ég tala nú ekki um að líkjast stelpu ef þú ert ekki stelpa. Ég var að hlusta á útvarpið um daginn, þarna þegar U2 átti Rás 2 heilan dag. Útvarpsmaðurinn var vel undirbúinn, því hann þuldi upp hvert fróðleikskornið af öðru um hljómsveitarmeðlimi. Meðal annars sagði hann frá því að Bono hefði lengi verið komplexaður yfir því að syngja eins og stelpa. Það tók mig ekki nema eina Google-atrennu að finna blaðagrein með fyrirsögninni „U2's Bono: I think I sound like a girl“ og undirtitlinum „Singer says he can't stand the sound of his own voice“. Þetta olli mér miklu hugarangri. Hvað felst í því að hljóma eins og stelpa og hvers vegna hefur það svona gríðarleg áhrif á sjálfstraust þessa söngvara? Veit hann ekki að meira að segja fótboltamenn grenja eins og smástelpur? Leiðindamál. En allavega. Svo gerist það, að því er virðist undantekningarlaust, að það verður kúl að vera „hallærislegur“. Með „mullet“ og stór gleraugu. Gulrótarbuxur og útvíðar buxur. Sokkar og sandalar. Normcore. Ég veit svo sem ekki hvert ég er að fara með þetta, en ég vildi óska að mér fyndist U2 geðveik hljómsveit, því þá myndi ég setja það í status. Ég er komin með leiða á statusunum um hið öndverða.
Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson Skoðun