Að flytja flugvöll Með nýjum og yfirveguðum borgarstjóra er í bili búið að skrúfa fyrir hina flóknu umræðu um hvert skuli flytja Reykjavíkurflugvöll – hvort fara skuli með flugvöllinn upp á heiðar eða út í sjó eins og ýmsir stórgáfaðir menn hafa gert að tillögum sínum. Bakþankar 4. febrúar 2008 07:00
101 Reykjavík Borgarstjórinn í Reykjavík er með læknisvottorð upp á að hann ráði við starfið sem hann gegnir. Ég veit ekki til þess að aðrir borgarfulltrúar geti státað af því. Bakþankar 3. febrúar 2008 06:00
Ekki bara róló Í tíu ár bjó ég á Sólvallagötu. Þegar ég flutti þangað voru fjórar verslanir í nágrenninu; lítil matvörubúð á horni Bræðraborgarstígs og Ásvallagötu og önnur á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Bakþankar 2. febrúar 2008 06:00
Þvílík vitleysa Ég er ekki af þeirri kynslóð sem ólst upp í stöðugum ótta við atómbombuna. Þegar ég var í grunnskóla höfðu annarskonar heimsendaspár tekið við og fólk var farið að trúa því að mengun af mannavöldum myndi tortíma öllu lífi innan skamms. Bakþankar 1. febrúar 2008 06:00
Rottumaðurinn Sigmund Freud lýsti eitt sinn samskiptum sínum við sjúkling sem hann nefndi Rottumanninn. Bakþankar 31. janúar 2008 06:00
Afvegaleidd umræða Tæpast hefðu margir spáð því fyrirfram að íslenska þjóðin gæti haft jafn stórkostlegar áhyggjur af heilsufari hins geðþekka heimilislæknis sem nú er í tímabundnu leyfi frá praktík. Bakþankar 30. janúar 2008 06:00
Náðhús Reykjavíkur Í þróuðum löndum ríkir pólitískur stöðugleiki vegna þess að almenningur hefur lært að láta stjórnmálamenn í friði og skiptir sér ekki af því sem þeir taka sér fyrir hendur. Stöðugleiki merkir „óbreytt ástand án framfara“ og byggist á gagnkvæmu samkomulagi um að hvor aðili um sig láti hinn njóta vinnufriðar. Bakþankar 28. janúar 2008 06:00
Af skríl Á fimmtudaginn varð ég vitni að því þegar fólk á öllum aldri streymdi inn í Ráðhús Reykjavíkur af fúsum og frjálsum vilja til þess að mótmæla, af augljósum ástæðum, fyrirvaralausum meirihlutaskiptum. Bakþankar 26. janúar 2008 06:00
Hættu nú Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var ekki mjög góður borgarstjóri. Að minnsta kosti ekki farsæll. Kannski hefði hann átt að segja skilið við stjórnmál eftir að hann hrökklaðist úr embætti, í stað þess að þráast við og leiða áfram hóp sem vill ekkert með hann hafa. Bakþankar 25. janúar 2008 06:00
Handrukkarar lýðræðisins Lærdómur síðustu daga er þessi: Handrukkarar, þótt þeir láti stórkarlalega, eru vælandi vesalingar inni við beinið sem brotna saman í vörslu lögreglunnar. Stjórnmálamenn, þótt þeir láti eins og heilagir fulltrúar almennings, eru upp til hópa tækifærissinnaðir lúsablesar sem gera hvað sem er til að moka undir rassgatið á sjálfum sér. Bakþankar 24. janúar 2008 06:00
Dásamlegu harðindi Stöku foreldri segist aldrei hafa þurft að heyja baráttu við svæfingar. Það væri gróft að væna fólk um lygimál, en að minnsta kosti er það trúlega blessunarlega minnislaust. Ef til vill hefur náttúran þennan háttinn á, að þurrka jafnóðum út af harða diskinum allt bröltið og umstangið sem fylgir foreldrahlutverkinu svo fólk missi nú ekki áhugann á að annast litlu grísina. Bakþankar 23. janúar 2008 07:00
Komdu fagnandi, kreppa! Nýlega bárust fréttir af því að reykvísk athafnakona hefði tapað morði fjár á fjármálamarkaði. Hún bar sig afar aumlega yfir því að hafa tapað hundruðum milljóna sem hún fékk lánaðar til að nota í fjárhættuspil. Bakþankar 20. janúar 2008 06:00
Sælla er að gefa en að henda Það er gaman að fara með föt í Rauða kross-gáminn í Sorpu. Þangað hef ég gefið flíkur í gegnum tíðina í þeirri von að kátir menntaskólanemar eigi eftir hnjóta um þau í litlu Rauða kross-búðinni á Laugaveginum og finnast þau of hlægileg til að geta látið eiga sig. Bakþankar 19. janúar 2008 06:00
Tölvan segir nei Tækni sem fer úr böndunum er meginþema margra vísindaskáldsagna. Oft er boðskapurinn eingöngu áminning um að það séum við sem eigum að stjórna tækninni en ekki hún okkur. Ég hef aldrei nennt að lesa svona sögur og hundleiðast flestar kvikmyndir sem byggjast á þeim. Bakþankar 18. janúar 2008 06:00
Ísland fyrir Íslendínga! Íslenska erfðamengið er vanmetinn auður sem stopular samgöngur (og kynferðislegur áhugi afdalabænda á hálfkynþroska frænkum sínum) hafa nær einar haldið verndarhendi yfir í tólf hundruð ár. Þar til núna. Bakþankar 17. janúar 2008 06:00
Hollt og vont Unglingsárin eru gjarnan blómaskeið róttækni (þó margir táningar séu jafnframt heimsmeistarar í spéhræðslu, einkum varðandi allt sem viðkemur foreldrum þeirra) en með stöku undantekningum tölta flestir þaðan í frá veginn breiða í átt til íhaldssama landsins. Bakþankar 16. janúar 2008 06:00
Raunir Britneyjar Í gamla daga, áður en tilveran varð þægileg og hlutirnir að mestu einnota, þótti fínt að fara í ægilega langa ástarsorg. Helst átti hún að endast fólki ævina og á dánarbeði átti fólk svo að minnast unglingsástarinnar, sem aldrei varð. Bakþankar 15. janúar 2008 06:00
Dæmisögur úr pólitík Hinar yndislegu pælingar sem dómsmálaráðherrann okkar birtir á blogginu sínu eru ljós í skammdeginu. Núna á laugardaginn birti þessi höfuðsnillingur dæmisögu sem útskýrir bandarísk stjórnmál af mikilli réttsýni: Bakþankar 14. janúar 2008 11:29
Billjónsdagbók 13.01.2008 OMXI15 var 5.470,23 klukkan 10 þegar ég fyllti krús af vatni, hún var 5.468,6 þegar ég náði skjálfandi fingrum í eina kvíðastillandi upp úr töfluglasi, og gengið stóð í 5.466,27 þegar taflan sat föst í hálsinum á mér og ég kúgaðist yfir marmaravaskinum. Bakþankar 13. janúar 2008 06:00
Veggjakrot Ég hef aldrei krotað neitt á vegg eða spreyjað. Ef ég hefði staðið frammi fyrir því einhvern tímann að þurfa að krota eitthvað á vegg eða spreyja - en blessunarlega fyrir alla borgarmyndina og umhverfið yfirleitt hef ég aldrei fundið hjá mér sjálfum neina þörf fyrir slíkt, og hefði því þurft að krota tilneyddur - þá hefði það háð mínum tilburðum á þessu sviði að ég hefði hreint ekki haft hugmynd um hvað ég hefði svo sem átt að krota. Bakþankar 12. janúar 2008 06:00
Fjúkandi jólatré Nú er þynnkutíð. Það er luntur í mannskapnum. Jólaskrautið er komið ofan í kassana. Allt orðið dimmt á ný. Allsnakin jólatré fjúka um göturnar, fyrrum gullbryddað og ljósumvafið stofustáss, nú úrgangur. Bakþankar 10. janúar 2008 06:00
Varnir gegn fíflum Lýðræði er versta aðferðin til að stjórna löndum, fyrir utan allar aðrar aðferðir sem reyndar hafa verið gegnum tíðina,“ sagði Winston Churchill í ræðu í breska þinginu 11. nóvember 1947. Bakþankar 7. janúar 2008 07:00
Aldrei of seint Nú í vikunni horfði ég með öðru auganu á breskan sjónvarpsþátt um ekkjumann sem varð ástfanginn, en varð að gefa konuna sem hann unni upp á bátinn af því að uppkomnum börnum hans leist ekki á ráðahaginn. Bakþankar 6. janúar 2008 07:00
Einu sinni var... Frönsku þættirnir Einu sinni var... voru skemmtilegir. Þar birtust Fróði og félagar og sögðu frá því sem drifið hafði á daga jarðarinnar og íbúa hennar frá árdögum. Ekki var látið staðar numið í nútímanum því síðustu þættirnir veittu innsýn í framtíðina. Þá voru þetta tómar getgátur en nú er greinilegt að í þeim mátti finna sannleikskorn því að undanförnu hefur mér virst sem við værum einmitt stödd í þessum síðustu þáttum Einu sinni var ... Bakþankar 5. janúar 2008 06:00
Frétt ársins Brúðkaup eins ríkasta manns þjóðarinnar og frétt af konu sem greindi frá því í útvarpinu að maðurinn hennar héldi fram hjá með geðhjúkrunarfræðingi eru fréttir ársins 2007 sé litið á samantekt fréttavefs Vísis yfir mest lesnu fréttirnar. Bakþankar 4. janúar 2008 06:00
Áramótaheitin Nýtt ár og nýtt líf? Nei, ætli það. Bara sama gamla og góða, enda þarf maður ekkert að ,,taka sig í gegn" - þannig. Bakþankar 3. janúar 2008 00:01
Lögmál um togstreitu Allir þurfa einhversstaðar að eiga heima. Einkar ánægjuleg og spennandi var frásögnin sem ég las á dögunum af því hvernig frumefnin eignuðust samastað sinn í lotukerfinu, enda stílgáfa höfundarins með eindæmum. Bakþankar 2. janúar 2008 07:30
Spáð í 2008 Veður á árinu 2008 verður svipað og undanfarin ár nema heldur vætusamara á 17da júní og um verslunarmannahelgina. Bakþankar 31. desember 2007 08:00
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun