Jólakvíði og stress: Mörgum líður mjög illa en segja ekkert endilega frá því Nú þegar líður að jólunum eykst jólastressið hjá mörgum. Margt sem ætlunin er að gera og hjá mörgum er þetta líka álagstími í vinnunni. Hjá sumum geta vikurnar fyrir jólin þó einkennst af meiru en jólastressi, því sumt fólk upplifir þennan árstíma sem vanlíðunartíma í kvíða. Áskorun 24. nóvember 2023 07:00
Grindarvíkurfréttir: Að draga úr streituvaldandi áhrifum Staðan í Grindavík og hjá íbúum Grindavíkur er að hafa áhrif á okkur öll. Hugurinn er hjá Grindvíkingum og sumir segjast hreinlega vera á „refresh“ takkanum á vefmiðlunum allan daginn. Áskorun 17. nóvember 2023 07:01
„Hann virtist ekkert muna hvers konar skrímsli hann gat verið“ „Æskuminningarnar eru eiginlega tvískiptar. Annars vegar góðar minningar um pabba. En hins vegar erfiðleikarnir. Þegar pabbi var í brjálæðiskasti að öskra á mömmu og segja svo hræðilega ljóta hluti við hana að ég get eiginlega ekki endurtekið þá upphátt,“ segir Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates. Áskorun 22. október 2023 08:01
Sumir eru alltaf fúlir á mánudögum á meðan aðrir eru góðir alla daga Við getum öll átt okkar góðu daga og síðan þessa blessuðu daga sem teljast víst ekki eins góðir. Áskorun 16. október 2023 07:06
Í fangelsi í sextán ár: Á endanum var það ástin sem bjargaði öllu „Ég myndi ekki segja að það væri svona mikil klíkumyndun. Að öðru leyti myndi ég svara já; þetta er bara eins og fólk sér þar,“ svarar Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, aðspurður um það hvort upplifunin af því að vera í fangelsi sé eitthvað sambærileg og við sjáum í erlendu sjónvarps- og kvikmyndaefni. Áskorun 15. október 2023 07:01
Sjálfið okkar: Eðlilegt þótt það breytist hverjir eru bestu vinir okkar Það getur verið allur gangur á því hverjir teljast okkar nánustu vinir hverju sinni. Því já, þótt við skiljum ekki við vini okkar eins og stundum gerist í sambúð, geta alls kyns hlutir breyst. Áskorun 29. september 2023 07:00
„Ég var lengi bakari en skellti mér síðan í öryrkjann“ „Í tæpt ár fór ég þrisvar sinnum í viku í 4,5 klukkustundir í senn í nýrnavélina. Sem dældi blóðinu úr mér í gervinýra, sem síðan dældi blóðinu aftur inn í líkamann minn. Síðan var maður slappur á eftir,“ segir Gunnar Þór Guðmundsson nýrnaþegi. Áskorun 24. september 2023 08:00
„Ef ekki væri fyrir ofbeldið væri þetta dásamlegasti maður sem ég þekki“ „„Ég ætti nú líklega ekki að vera hér, ég er örugglega að taka frá tíma sem myndi nýtast betur annarri konu,“ eru oft fyrstu setningarnar sem við heyrum konur segja þegar þær koma í viðtölin til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Áskorun 17. september 2023 08:00
Gott að taka nokkra daga í að undirbúa breytta svefnrútínu barna og unglinga Það er eðlilegt að hlutirnir fari svolítið úr skorðum yfir sumartímann. Þar sem svefnrútína og aðrar venjur hjá börnum og fullorðnum riðlast til. Áskorun 11. ágúst 2023 07:00
Rannsókn: Æskilegasta aldursbil hjóna Aldur er afstæður og aldur segir svo sem ekkert allt um neinn. Þegar kemur að ástinni er síðan jafnvel sagt að aldur skipti engu máli, ef ástin sé til staðar þá sigri hún allt. Áskorun 9. ágúst 2023 07:01
Sjálfið okkar: Að sporna við morgunfúlindum Við segjumst ýmist vera A eða B týpur. Og ekki óalgengt að B týpurnar viðurkenni þá á sig að morgunstundin sé ekki beint sá tími dags þar sem þeir sýna á sér sínu bestu hliðar. Áskorun 31. júlí 2023 07:00
Fullkomnunarárátta og þrautseigja getur snúist upp í andhverfu sína „Í samfélaginu okkar er vinnusemi og dugnaður mikil dyggð. Þess vegna eru eiginleikar eins og fullkomnunarárátta eða þrautseigja oft mjög eftirsóttir eiginleikar hjá starfsfólki,“ segir Helga Lára Haarde ráðgjafi og sálfræðingur hjá Attentus. Áskorun 23. júlí 2023 08:00
Eftir sumarfrí leiðinn og góð ráð Flestir tengja veturinn við þann tíma sem dregur fólk niður andlega og jafnvel í þunglyndi. En að sumarið sé hins vegar skemmtilegi, fjörugi og bjarti tíminn okkar. Þar sem það er miklu skemmtilegra. Þótt það rigni eða blási. Áskorun 21. júlí 2023 00:02
Þegar lífið hjá öllum öðrum er miklu æðislegra en þitt Vá…. Þessi vinur er í ótrúlegri ævintýraferð í Indónesíu, annar vinur er með makanum sínum að gera upp meiriháttar flottan sumarbústað og síðan eru æðislega hamingjusamt par sem þú þekkir til, nýgift. Áskorun 17. júlí 2023 07:02
Alltaf í speglinum? Helstu einkenni útlitsþráhyggju Einn af hverjum fimmtíu einstaklingum er sagður vera með útlitsþráhyggju, eða Body Dysmorphic Disorder, skammstafað sem BDD. Fólk sem er með útlitsþráhyggju er svo heltekið af útliti sínu að hegðunin þessu tengt hefur mikil og neikvæð áhrif á heilsu fólks og líðan. Áskorun 10. júlí 2023 07:00
Öll batterí búin: „Ég ákvað að gera þetta á fimmtudegi þegar Friðrik væri farinn til vinnu“ Hún er rétt rúmlega fimmtug og hefur nú þegar afrekað ótrúlega margt. Byrjaði með manninum sínum aðeins 16 ára, menntaði sig sem leikskólakennari og elskaði það starf, en rak hinn geysivinsæla veitingastað Friðrik V um árabil með eiginmanninum. Áskorun 2. júlí 2023 08:00
Fjölskyldumál: „Það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins“ „Partur af vandanum eru þessar rótgrónu staðalímyndir um hverjir gerendur ofbeldis eru. Þessar staðalímyndir byggja á hugmyndinni um að ofbeldismaðurinn sé reiður karlmaður sem beitir ofbeldi markvisst til að drottna yfir maka sínum, og þá helst með líkamlegu ofbeldi,“ segir Þórunn Eymundardóttir meðferðarráðgjafi hjá Heimilisfriði, meðferðarúrræði þar sem gerendur ofbeldis geta fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun. Áskorun 25. júní 2023 09:06
Hvað svo? Fékk ekki að mæta í jarðarför föður síns en eignaðist nýja fjölskyldu „Það er eiginlega helst að frétta að stuttu eftir það viðtal lést faðir minn. Ég var reyndar ekki látinn vita af því af fjölskyldunni minni og fékk ekki að fara í jarðaförina hans. Á móti kemur að margt annað gott hefur svo sem gerst líka. Ég til dæmis kynntist óvænt fullorðinni frænku sem ég vissi ekki að ég ætti,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður í samtali þar sem við veltum aðeins fyrir okkur spurningunni Hvað svo? Áskorun 18. júní 2023 08:01
Áfallasaga: Ofbeldi af verstu gerð, sonarmissir og dóttirin lamast „Já mig grunar að þetta hafi verið viljaverk. Afbrýðisemin var svo mikil að hann hafði oft sagt við mig að hann gæti ekki hugsað sér að einhver annar fengi mig eða að einhver annar karlmaður fengi að ala upp son hans,“ segir María Kristín Þorleifsdóttir þegar hún minnist bílslyssins 9. október 1997 þar sem tveggja og hálfs árs sonur hennar og barnsfaðir létu lífið og sjálf slasaðist hún mjög alvarlega. Áskorun 11. júní 2023 08:01
Hamingjusamir hommar að lifa drauminn sinn á Kanarí Þeir hafa verið saman í tólf ár, eru ástfangnir upp fyrir haus og að lifa drauminn sinn á Kanarí. Annar heitir Ragnar Jakob Kristinsson, fæddur árið 1964 en hinn Sigurður Hólmar Karlsson, fæddur árið 1961. Áskorun 28. maí 2023 08:00
Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. Áskorun 21. maí 2023 08:01
Vildi oft deyja: „Ég fékk bara ógeð á sjálfri mér“ „Já ég man mjög vel eftir því. Það var einn daginn þegar að ég vaknaði einhvers staðar að ég held í Breiðholtinu eftir mikið djamm og leit í spegil. Og ég fékk bara ógeð á sjálfri mér,“ svarar Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir aðspurð um það hvort hún muni eftir því augnabliki þegar hún tók ákvörðun um að snúa við blaðinu, hætta í neyslu, óska eftir aðstoð við andlegum veikindum sínum og hreinlega taka ákvörðun um að vilja lifa. Áskorun 14. maí 2023 08:01
Að skilja og jafna sig á tilfinningalegu framhjáhaldi Tilfinningalegt framhjáhald er tegund af framhjáhaldi sem meira er fjallað um eftir að samfélagsmiðlar og spjallforrit komu til sögunnar. Enda erum sítengd og getum falið „allt“ í símanum okkar. Áskorun 11. maí 2023 07:00
Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: Áskorun 23. apríl 2023 08:01
Góð ráð til að sporna gegn vor- og sumarþunglyndi Gleðilegt sumar! Jæja, nú ætti nú aldeilis að lyftast brúnin hjá sem flestum. Vor og sumartími framundan og þá birtir svo sannarlega yfir öllu og öllum. Áskorun 21. apríl 2023 07:01
Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Það gekk allt upp eins og í sögu: Þau kynntust á Tinder, smullu saman þegar þau hittust. Urðu eiginlega strax kærustupar. Áskorun 16. apríl 2023 08:01
Erfðamálin: Hægt að komast undan skuldum og ábyrgðum lána með opinberum skiptum „Með því að fara með dánarbú í opinber skipti eru lögerfingjar í raun að lýsa því yfir að þeir ætla ekki að taka ábyrgð á skuldum hins látna, hvorki núna né til framtíðar,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum meðal annars þegar erfðamálin eru rædd. Áskorun 10. apríl 2023 08:01
Lífið með Parkinson: „Þetta er ekki minningagrein“ „Þetta er ekki minningagrein. Mér finnst mikilvægt að hafa þetta skemmtilegt líka,“ segir Magnús Bragason þegar viðtalinu er að ljúka. Áskorun 9. apríl 2023 07:00
Skiljanlegt að við gleymum aldrei fyrstu ástinni okkar Eitt það dásamlegasta sem við upplifum er ástin. Sem reyndar getur líka verið það erfiðasta sem við upplifum líka. Eða í það minnsta ef við lendum í ástarsorg eða eitthvað gengur ekki upp. Áskorun 7. apríl 2023 07:01
Áhrifin af því að ljúga að börnunum sínum „Mamma verður búin eftir smá stund í símanum,“ eða „pabbi kemur aftur eftir smá stund,“ hljómar nú kannski sakleysislega fyrir okkur fullorðna fólkið sem skýringar. Áskorun 28. mars 2023 07:01