Almannahagsmunir að slíkar upplýsingar séu opinberar Forstjóri Gæða-og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir úrskurð Persónuverndar um greinargerð um meðferðarheimilið Laugaland/Varpholt hafa komið á óvart. Í honum fólst að fjarlægja þurfti greinargerð af vef stofnunarinnar. Slík mál eigi erindi við almenning og eigi ekki við um úttektir sem stofnunin vinnur að í dag. Innlent 10. júní 2024 14:01
Hófu frumkvæðisathugun á netsölu áfengis í morgun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu á áfengi. Formaður nefndarinnar segir tilefnið vera ítrekaðar ábendingar um að salan fari fram í lagalegu tómarúmi. Innlent 10. júní 2024 13:10
Willum vill pakka tóbaki í ljótasta lit í heimi Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt fram drög að reglugerð, sem fer núna til samráðs, sem varðar pakkningar á öllum tóbaksvörum. Innlent 10. júní 2024 10:15
Furða sig á að starfsfólkið þegi ennþá Konur sem segjast sem unglingar hafa orðið fyrir miklu ofbeldi af hálfu stjórnenda á meðferðarheimili á Laugalandi áður Varpholti, furða sig á þögn annarra starfsmanna. Þá er fyrrverandi forstjóri Barnarverndarstofu sakaður um að hafa reynt að hafa áhrif á vitnisburð um heimilið fyrir opinberri nefnd. Innlent 10. júní 2024 08:00
Telur kjördæmin of stór og vill jafna vægi atkvæða Forsætisráðherra telur að kjördæmi séu of stór og að jafna ætti vægi atkvæða á milli þeirra. Hann boðaði formenn flokkanna á Alþingi til fundar í dag til þess að ræða stjórnarskrárbreytingar. Innlent 7. júní 2024 23:24
Vinstri græn flýta landsfundi Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur sent út bréf til félaga í Vg þar sem hann tilkynnir að búið sé að flýta landsfundi hreyfingarinnar. Hann segir Vg nú standa á tímamótum. Innlent 7. júní 2024 16:43
Strandveiðimenn mótmæltu við Alþingishúsið: „Þurfum að gera talsverðar breytingar á kerfinu“ Stór hópur strandveiðimanna gekk frá Hörpu að Alþingishúsinu í dag og krafðist þess að veiðitímabil þeirra yrði tryggt út ágúst. Hópurinn afhenti matvælaráðherra kröfubréf þess efnis, en hún segir þörf á talsverðum breytingum á strandveiðikerfinu. Innlent 7. júní 2024 15:53
Vill upplýsingar um bótasvik öryrkja Birgir Þórarinsson hefur lagt fram fyrirspurn til félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem hann kallar eftir upplýsingum um umfang bótasvika og áhrif á útgjöld ríkisins. Frumvarp um heildarendurskoðun á örorkulífeyriskerfinu liggur fyrir Alþingi og viðbúið að tekist verði á um málið í þingsal. Innlent 7. júní 2024 14:06
Kosningaáróður skrifstofu Alþingis? Nú fara fram kosningar til Evrópuþingsins. Eins og ritstjórn Morgunblaðsins hefur bent á, benda skoðanakannanir til þess að popúlískir og svokallaðir „róttækir hægriflokkar“ dragi til sín mikið fylgi. Í umfjöllun blaðsins er jafnframt farið yfir umdeilda flokkun umræddra stjórnmálaflokka til hægri, enda tali þeir fæstir fyrir einstaklingsfrelsi og þeim mun fleiri aðhyllist miðstýringu og aukin ríkisafskipti. Skoðun 7. júní 2024 08:00
Bjarni vill fjölga meðmælendum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur boðað formenn allra flokka á fund í dag að loknum ríkisstjórnarfundi. Tilefni fundarins er að ræða hugsanlegar breytingar á stjórnarskrá. Líklegt er að þar verði breytingar á meðmælendafjölda forsetaframbjóðenda til umræðu. Innlent 7. júní 2024 07:30
Sanngjarnt lífeyriskerfi: Í andstöðu við yfirlýst markmið Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu, sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á kerfinu fyrr og síðar verði frumvarpið samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar á frumvarpinu. Skoðun 6. júní 2024 13:30
Hrekkjalómur kroppar slaufuna af ókyngreindum salernum Sumir halda því fram að ein stoð þess að ríkisstjórnin haldi velli sé ósamstæð stjórnarandstaða. Klósettmálin eru þar ekki til að bæta úr skák. Lífið 6. júní 2024 12:08
Ákvörðun Bjarkeyjar um hvalveiðar mun liggja fyrir á þriðjudaginn Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra sagði á þinginu nú rétt í þessu að hún muni birta ákvörðun sína um hvort hvalveiðar verði leyfaðar á þriðjudaginn. Innlent 6. júní 2024 10:49
Segir íbúa Reykjanesbæjar búa við ógn vegna fjölda hælisleitenda Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það veki óhug að lesa fréttir eins og þá sem birtist á Vísi í vikunni um átta Palestínumenn sem ákærðir hafa verið fyrir líkamsárásir gegn konu. Hann segir íbúa í Reykjanesbæ búa við ógn af hælisleitendum sem þar búa. Innlent 5. júní 2024 22:36
Mikilvæg mál föst vegna „störukeppni“ ríkisstjórnarinnar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir mikilvæg mál fyrir þjóðarheill föst í þinginu vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir ná ekki samkomulagi sín á milli. Hann segir að það megi láta þingviljann ráða ef meirihluti er fyrir slíkum málum til að „störukeppninni“ eins og hann kallar hana geti lokið. Innlent 5. júní 2024 22:25
Viðreisn býðst til að bjarga lögreglufrumvarpi dómsmálaráðherra Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum miðar meðal annars að því að efla svokallaðar „afbrotavarnir“ eða „forvirkar rannsóknarheimildir“ lögreglu. Það er enn fast í nefnd og óljóst hvort takist að koma málinu í gegn áður en þingi verður slitið. Innlent 5. júní 2024 16:51
Brynjar grætur ekki fylgistap Vg sem hann segir þeim sjálfum að kenna Brynjar Níelsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gefur minna en ekkert fyrir það tal að Vinstri grænir séu nú búnir að gefa meira en nóg eftir, með vísan til fylgishruns. Innlent 5. júní 2024 16:39
VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. Innlent 5. júní 2024 13:13
Bæjarfulltrúi aðstoðar ráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ráðið Andra Stein Hilmarsson sem tímabundinn aðstoðarmann sinn í stað Eydísar Örnu Líndal, sem er í fæðingarorlofi. Innlent 5. júní 2024 11:24
Hefur áhyggjur af skipulagðri brotastarfsemi á Akureyri Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa áhyggjur af skipulagðri brotastarfsemi á Akureyri og segir alvarlega þróun eiga sér stað norður á landi. Innlent 4. júní 2024 18:30
Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. Innlent 4. júní 2024 16:50
Segir VG leita að tilefni til að slíta samstarfinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, gerði stöðu og líf ríkistjórnarinnar að umfjöllunarefni í þinginu í dag undir liðnum störf þingsins. Innlent 4. júní 2024 14:37
Útlendingafrumvarpið afgreitt út úr þingnefnd Á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis var útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra afgreitt út úr nefndinni. Innlent 4. júní 2024 12:05
„Ég held að við þurfum að leita í ræturnar“ Formaður Vinstri grænna segir flokkinn hafa náð miklum árangri á tíma sínum í ríkisstjórn. Flokkurinn mælist með þriggja prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, og myndi þurrkast út af þingi ef sú yrði niðurstaðan. Innlent 4. júní 2024 11:46
Guðmundur ráðinn aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Hann tekur við af Dagbjarti Gunnari Lúðvíkssyni. Innlent 4. júní 2024 07:02
Sakar ríkisstjórnina um vanfjármögnun lögreglunnar Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að löggæsla ríkisins væri farin að líða verulega fyrir stjórnarstefnu forsætisráðherra. Hún vísaði í umsögn félags yfirlögregluþjóna sem segir að um stöðu lögreglunnar megi segja að þar brenni allir endar. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði lagt mikla áherslu á styrk lögreglunnar, en hafi glímt við áskoranir eins og styttingu vakta og hækkun launa. Innlent 3. júní 2024 22:17
Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. Innlent 3. júní 2024 21:56
Samfylkingin með öll spil á hendi í stjórnarmyndun Samfylkingin gæti myndað að minnsta kosti fjórar útgáfur af ríkisstjórn ef kosið yrði í dag samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups sem birtur var í dag. Innlent 3. júní 2024 21:15
VG mælist aðeins með þrjú prósent Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup í dag myndi Vinstri hreyfingin grænt framboð þurrkast út af þingi, en flokkurinn mælist aðeins með þrjú prósent. Samfylkingin mælist stærst með þrjátíu prósent. Innlent 3. júní 2024 19:24
Sigurður Ingi fjarri góðu gamni Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra er staddur erlendis og kvartaði stjórnarandstaðan sáran undan því að hann væri ekki viðstaddur umræðu um mikilvæg mál svo sem söluna á Íslandsbanka og ÍL-sjóð. Innlent 3. júní 2024 16:11
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent