Tækifæri til að sammælast um breytingar á stjórnarskránni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. september 2024 20:58 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fékk 12 mínútur til að flytja stefnuræðu sína og kom víða við. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt í kvöld stefnuræðu fyrir komandi þingvetur. Í ræðu sinni kom hann víða við, sagði raunhæfan möguleika á að afgangur verði á ríkissjóði á næsta ári, þrátt fyrir að opinberar áætlanir geri ráð fyrir halla. Varðandi útleningamál sagði hann að Ísland megi ekki verða segull á umsóknir um alþjóðlega vernd. Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra fara fram í kvöld og má fylgjast með þeim í beinni útsendingu hér að neðan. Bjarni hóf ræðu sína á því að minna á 80 ára afmæli lýðveldisins sem var haldið í sumar og minnti á að Alþingishúsið og nýtt skrifstofuhúsnæði Smiðja verði opin almenningi næstu helgi. „Nýjar kynslóðir byggja á árangri þeirra sem á undan komu. Það sem tengir þær saman er sameiginlegt markmið um að auka lífsgæðin fyrir landsmenn alla, og búa í haginn fyrir framtíðina,“ sagði Bjarni og bætti við að kaupmáttarþróun sé í sérflokki hér á landi. Afgangur raunhæfur Bjarni kveðst bjartsýnn fyrir komandi þingvetur. „Verðbólga er markvert að minnka. Við þurfum að tryggja að sú þróun haldi áfram og beita agaðri hagstjórn. Það er stærsta hagsmunamál fjölskyldna og fyrirtækja á Íslandi. Undanfarið hefur ríkið stutt við Seðlabankann með aðhaldi, líkt og bankinn sjálfur og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa bent á. Við erum með 29 milljarða aðhaldsaðgerðir í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Útgjöld ríkissjóðs vaxa hægar en almennt í samfélaginu og afkoman er að batna,“ sagði Bjarni. Hann taldi sömuleiðis upp aðhaldsaðgerðir en samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi fjármálaráðherra kynnti í gær aukast útgjöld ríkisins um 55 milljarða króna á næsta ári. „Með styrkri efnahagsstjórn er raunhæft að afgangur verði á ríkissjóði strax á næsta ári, þótt opinberar áætlanir geri ráð fyrir halla. Ítrekað hefur niðurstaða ríkisreiknings verið langt umfram opinberar áætlanir. Afkoman hefur reynst 100 milljörðum betri þrjú ár í röð. Nú mælist verðbólga 6% en höfum í huga að án húsnæðisliðarins er hún um 3,6%,“ sagði Bjarni. Ísland megi ekki verða segull á umsóknir Hann beindi einnig sjónum að útlendingamálum. „Í fyrra sóttu um níu sinnum fleiri um alþjóðlega vernd í fyrsta sinn í Evrópusambandinu en árið 2008. Þrýstingurinn mun tæpast minnka í náinni framtíð. Á sama tíma og við aðstoðum fólk í neyð ætlum við ekki að verða sérstakur segull á umsóknir. Áframhaldandi varðstaða um landamærin er forgangsmál.“ Þá sagði Bjarni að tækifæri gæfist í vetur til þess að sammælast um „skynsamlegar breytingar á stjórnarskránni“. „Horfa ætti til kafla um forseta Íslands, Alþingi og dómstóla auk þess sem skoða mætti ákvæði um kjördæmaskipan og jöfnun atkvæða. Markmiðið ætti ávallt að vera að treysta enn frekar lýðræðið í landinu.“ Aðgerðir til að bregðast við ofbeldi barna Hann sagði mikilvægt að horfast í augu við hrinu ofbeldis sem gengið hafi yfir og bregðast við. Harmleikir síðustu vikna snerti allt samfélagið þannig að flest annað virðist léttvægt. „Í dag kynntu stjórnvöld aðgerðir til að bregðast við ofbeldi meðal barna og gegn börnum. Betri meðferðarúrræði, sýnilegri samfélagslögregla og öflugra starf félagsmiðstöðvarinnar Flotans eru þar á meðal.“ Að lokum sagði Bjarni: „Við sem þennan sal fyllum þurfum að hafa burði til að takast á við áskoranir samtímans og horfa um leið til langs tíma, spyrja okkur hvaða framtíð við viljum byggja fyrir komandi kynslóðir. Megi komandi þingvetur nýtast til góðra verka þjóðinni til heilla.“ Virðulegi forseti, góðir landsmenn, Í sumar fögnuðum við 80 ára afmæli lýðveldisins. Hátíðardagskrá með fjölda viðburða og verkefna hefur staðið yfir. Það fer vel á því að um næstu helgi verða Alþingishúsið og Smiðja, ný og glæsileg skrifstofubygging þingsins, opin almenningi. Við þessi tímamót verður að halda sögunni til haga. Það þurfti kjark, baráttuhug og óbilandi trú á framtíðarmöguleika íslensku þjóðarinnar til að berjast fyrir því að ráða málum okkar sjálf, frjáls og fullvalda. Í dag getum við verið stolt af stöðu okkar í samfélagi þjóða, lífskjör eru í fremstu röð og um margt erum við Íslendingar öðrum glæsileg fyrirmynd. Þegar við komum saman á fjórða þingvetri kjörtímabilsins skulum við gera það sem í okkar valdi stendur til að efla þingið og vinna áfram að framfaramálum fyrir þjóðina. Fæstir landsmenn hafa mikinn áhuga á daglegu þrasi í þessum salarkynnum. Þegar öllu er á botninn hvolft eru það viss grundvallarmál sem jafnan skipta mestu. Málefni fjölskyldunnar í víðum skilningi standa hjarta okkar næst. Hvernig er að fæðast, lifa, stofna fjölskyldu og eldast á Íslandi? Við eigum öll sameiginlegt að vilja öryggi og frið og viljum skapa okkur og framtíðarkynslóðum betra líf. Segja má að þetta hafi gengið vonum framar á lýðveldistímanum þó ekki hafi það verið stanslaus sigurganga. Við erum háð duttlungum náttúrunnar og erum ekki yfir það hafin að taka ákvarðanir sem síðar getur þurft að endurskoða. Nýjar kynslóðir byggja á árangri þeirra sem á undan komu. Það sem tengir þær saman er sameiginlegt markmið um að auka lífsgæðin fyrir landsmenn alla, og búa í haginn fyrir framtíðina. Þetta leiðarljós réði för fyrir rúmum áratug, þegar stofnaður var samráðsvettvangur aðila vinnumarkaðar og allra stjórnmálaflokka um aukna hagsæld. Á þeim vettvangi var mótuð framtíðarsýn um að tvöfalda landsframleiðsluna frá 2012 til 2030. Til þess þurfti 3,5% hagvöxt á ári. Það markmið hefur hingað til náðst nánast upp á punkt og prik, þrátt fyrir fjölda utanaðkomandi áfalla. Á sama tíma hefur kaupmáttur fólks vaxið verulega á Íslandi, á meðan hann dregst saman í kringum okkur. Kaupmáttarþróun hér er einfaldlega í sérflokki á Norðulöndum. Við höfum bætt opinbera þjónustu, tekist á við skuldavanda heimila, fjárfest í innviðum, eflt almannatryggingar, aukið hvata til nýsköpunar og stórlækkað skatta - skattalækkanir frá 2013 nema hátt í 90 milljörðum króna á ársgrundvelli. Virðulegi forseti, Það er ástæða til að koma bjartsýn inn í þennan þingvetur. Verðbólga er markvert að minnka. Við þurfum að tryggja að sú þróun haldi áfram og beita agaðri hagstjórn. Það er stærsta hagsmunamál fjölskyldna og fyrirtækja á Íslandi. Undanfarið hefur ríkið stutt við Seðlabankann með aðhaldi, líkt og bankinn sjálfur og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa bent á. Útgjöld ríkissjóðs vaxa hægar en almennt í samfélaginu og afkoman er að batna hröðum skrefum. Með styrkri efnahagsstjórn er raunhæft að afgangur verði á ríkissjóði strax á næsta ári, þótt opinberar áætlanir geri ráð fyrir halla. Ítrekað hefur niðurstaða ríkisreiknings verið langt umfram opinberar áætlanir. Afkoman hefur reynst 100 milljörðum betri þrjú ár í röð. Nú mælist verðbólga 6% en höfum í huga að án húsnæðisliðarins er hún um 3,6%. Í samstarfi við sveitarfélög og vinnumarkaðinn greip ríkisstjórnin til fjölda aðgerða á húsnæðismarkaði. Stóraukið framboð í almenna íbúðakerfinu með auknum stofnframlögum, styrking hlutdeildarlánakerfisins og samkomulag við sveitarfélög um aukið lóðaframboð, svo fátt eitt sé nefnt. Ríkið styður árlega við uppbyggingu um þúsund íbúða með beinum og óbeinum hætti. Ríkisstjórnin hefur stutt ötullega við hjöðnun verðbólgu þar sem húsnæðisliðurinn hefur verið vandamál. Aldrei hefur verið meira byggt en síðustu ár - yfir þrjú þúsund íbúðir í fyrra og meira en 1.800 það sem af er ári. Framboð íbúða vex og eru fleiri íbúðir til sölu nú en fyrir ári. Höfum í huga að við höfum séð hraðari íbúafjölgun en nokkru sinni - um 15% frá 2017. Vegna náttúruhamfara hurfu um 1.200 íbúðir í Grindavík af húsnæðismarkaði, a.m.k. tímabundið, stór hluti þess sem byggt er í venjulegu árferði. Virðulegi forseti, Erindi ríkisstjórnarinnar kom skýrt fram á síðasta þingi sem var afkastamikið. Fjöldi framfaramála sem bæta lífsgæði, öryggi og afkomu fólksins í landinu. Við lukum endurskoðun öorkulífeyriskerfisins. Við styrktum landamærin, gerðum tímamótabreytingar á útlendingalögum og færðum lögreglunni betri tól til að berjast við skipulagða glæpastarfsemi. Hælisumsóknir eru meira en 50% færri en á sama tíma í fyrra. Fjöldi brottfluttra hefur sexfaldast miðað við árið 2022. Frávísanir á landamærunum hafa nífaldast á örfáum árum. Strax hefur breytt nálgun, ný lög og stórefld landamæragæsla skilað áþreifanlegum árangri. Virðulegi forseti, Það var grundvallaratriði að ná samningum á almennum vinnumarkaði í vetur og mikilvægt að forsendur þeirra haldi. Þó ríkið sé ekki aðili samninganna lagði það ríflega af mörkum til að þá mætti klára. Mörgum verður tíðrætt um vöxt ríkisútgjalda. Sannarlega er mikilvægt að hagræða og forgangsraða fjármunum. Í fyrra kynnti ríkisstjórnin sérstakt fimm milljarða aðhald á launakostnað stofnana, niðurskurð í ferðakostnaði og hagkvæmari innkaup. Við höfum lækkað framlög til stjórnmálaflokka, haldið áfram sameiningum, nýtt stafrænar lausnir, aukið samrekstur og boðið út þjónustu. Við erum með 29 milljarða aðhaldsaðgerðir í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Við þurfum hins vegar einnig að horfast í augu við að fjölgun íbúa og öldrun þjóðar fylgir vaxandi álag á innviði og grunnþjónustu. Miklar launahækkanir á almennum vinnumarkaði hafa áhrif á launagreiðslur og tilfærslur ríkissjóðs. Allt almennt verðlag hefur hækkað, og vegur þar þungt verðbólguskot um allan heim. Að öllu þessu virtu, þá hafa ríkisútgjöld á mann aukist rétt um 1% að raunvirði á ári frá 2017 til 2023. Með öðrum orðum hafa þau aðeins hækkað í takt við stækkun hagkerfisins, um leið höfum við þurft að bera kostnað af stórfelldum utanaðkomandi áföllum. Samkvæmt þeirri stefnu sem mörkuð er í fjármálaáætlun og fjárlagafrumvarpi mun hægja á vexti útgjalda og sem hlutfall af vergri landsframleiðslu fara þau lækkandi. En sumt getur ekki beðið. Okkur hefur á þessum tíma tekist að ráðast í einhverja stærstu innviðafjárfestingu Íslandssögunnar við nýjan Landspítala, algjört forgangsmál. Breytingar á ellilífeyriskerfinu höfðu í för með sér gríðarlegan ábata fyrir eldra fólk á Íslandi, og nýsamþykkt lög um örorkulífeyriskerfið stefna að sama markmiði. Með miklum stuðningi við rannsóknir og þróun hefur tekist að byggja nýja og verðmæta stoð undir íslenskt hagkerfi. Það er hvergi betra að vera nýsköpunarfyrirtæki, segja frumkvöðlar. Virðulegi forseti, Við höfum lagt fram þingmálaskrá sem inniheldur fjölda þjóðþrifamála. Í fjárlagafrumvarpi komandi árs boðum við áframhaldandi aðhald og styrkari innviði samfélagsins. Nefna má fleiri mál er varða samgöngur, menntamál, þjóðaröryggi og orku. Í vetur er tækifæri til að sammælast um skynsamlegar breytingar á stjórnarskránni. Horfa ætti til kafla um forseta Íslands, Alþingi og dómstóla auk þess sem skoða mætti ákvæði um kjördæmaskipan og jöfnun atkvæða. Markmiðið ætti ávallt að vera að treysta enn frekar lýðræðið í landinu. Tímabært er að endurskoða ákvæði um Landsdóm og gera breytingar á meðferð ákæruvalds vegna ráðherraábyrgðar. Ég bind vonir við að samstaða geti tekist um stjórnarskrármál á kjörtímabilinu. Virðulegi forseti, Mikilvægt er að horfast í augu við hrinu ofbeldis sem gengið hefur yfir og bregðast við. Harmleikir síðustu vikna snerta allt samfélagið þannig að flest annað virðist léttvægt. Atburðir sem hverfast um það sem skiptir okkur mestu máli. Að búa við öryggi og frið, að geta áhyggjulaus leyft börnunum okkar að fara um. Í dag kynntu stjórnvöld aðgerðir til að bregðast við ofbeldi meðal barna og gegn börnum. Betri meðferðarúrræði, sýnilegri samfélagslögregla og öflugra starf félagsmiðstöðvarinnar Flotans eru þar á meðal. Þessi mál verða ekki leyst með lögboðum eða stjórnvaldsákvörðunum einum. Þau kalla á stærra samtal um það hvernig við stöndum vörð um samfélagið sem við þekkjum og ætlum áfram að vera. Góðir landsmenn, Við sem þennan sal fyllum þurfum að hafa burði til að takast á við áskoranir samtímans og horfa um leið til langs tíma, spyrja okkur hvaða framtíð við viljum byggja fyrir komandi kynslóðir. Megi komandi þingvetur nýtast til góðra verka þjóðinni til heilla. Alþingi Stjórnarskrá Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent „Kynlífsverkafólk á að hafa jafn mikið frelsi og aðrir til að segja nei“ Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Sjá meira
Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra fara fram í kvöld og má fylgjast með þeim í beinni útsendingu hér að neðan. Bjarni hóf ræðu sína á því að minna á 80 ára afmæli lýðveldisins sem var haldið í sumar og minnti á að Alþingishúsið og nýtt skrifstofuhúsnæði Smiðja verði opin almenningi næstu helgi. „Nýjar kynslóðir byggja á árangri þeirra sem á undan komu. Það sem tengir þær saman er sameiginlegt markmið um að auka lífsgæðin fyrir landsmenn alla, og búa í haginn fyrir framtíðina,“ sagði Bjarni og bætti við að kaupmáttarþróun sé í sérflokki hér á landi. Afgangur raunhæfur Bjarni kveðst bjartsýnn fyrir komandi þingvetur. „Verðbólga er markvert að minnka. Við þurfum að tryggja að sú þróun haldi áfram og beita agaðri hagstjórn. Það er stærsta hagsmunamál fjölskyldna og fyrirtækja á Íslandi. Undanfarið hefur ríkið stutt við Seðlabankann með aðhaldi, líkt og bankinn sjálfur og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa bent á. Við erum með 29 milljarða aðhaldsaðgerðir í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Útgjöld ríkissjóðs vaxa hægar en almennt í samfélaginu og afkoman er að batna,“ sagði Bjarni. Hann taldi sömuleiðis upp aðhaldsaðgerðir en samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi fjármálaráðherra kynnti í gær aukast útgjöld ríkisins um 55 milljarða króna á næsta ári. „Með styrkri efnahagsstjórn er raunhæft að afgangur verði á ríkissjóði strax á næsta ári, þótt opinberar áætlanir geri ráð fyrir halla. Ítrekað hefur niðurstaða ríkisreiknings verið langt umfram opinberar áætlanir. Afkoman hefur reynst 100 milljörðum betri þrjú ár í röð. Nú mælist verðbólga 6% en höfum í huga að án húsnæðisliðarins er hún um 3,6%,“ sagði Bjarni. Ísland megi ekki verða segull á umsóknir Hann beindi einnig sjónum að útlendingamálum. „Í fyrra sóttu um níu sinnum fleiri um alþjóðlega vernd í fyrsta sinn í Evrópusambandinu en árið 2008. Þrýstingurinn mun tæpast minnka í náinni framtíð. Á sama tíma og við aðstoðum fólk í neyð ætlum við ekki að verða sérstakur segull á umsóknir. Áframhaldandi varðstaða um landamærin er forgangsmál.“ Þá sagði Bjarni að tækifæri gæfist í vetur til þess að sammælast um „skynsamlegar breytingar á stjórnarskránni“. „Horfa ætti til kafla um forseta Íslands, Alþingi og dómstóla auk þess sem skoða mætti ákvæði um kjördæmaskipan og jöfnun atkvæða. Markmiðið ætti ávallt að vera að treysta enn frekar lýðræðið í landinu.“ Aðgerðir til að bregðast við ofbeldi barna Hann sagði mikilvægt að horfast í augu við hrinu ofbeldis sem gengið hafi yfir og bregðast við. Harmleikir síðustu vikna snerti allt samfélagið þannig að flest annað virðist léttvægt. „Í dag kynntu stjórnvöld aðgerðir til að bregðast við ofbeldi meðal barna og gegn börnum. Betri meðferðarúrræði, sýnilegri samfélagslögregla og öflugra starf félagsmiðstöðvarinnar Flotans eru þar á meðal.“ Að lokum sagði Bjarni: „Við sem þennan sal fyllum þurfum að hafa burði til að takast á við áskoranir samtímans og horfa um leið til langs tíma, spyrja okkur hvaða framtíð við viljum byggja fyrir komandi kynslóðir. Megi komandi þingvetur nýtast til góðra verka þjóðinni til heilla.“ Virðulegi forseti, góðir landsmenn, Í sumar fögnuðum við 80 ára afmæli lýðveldisins. Hátíðardagskrá með fjölda viðburða og verkefna hefur staðið yfir. Það fer vel á því að um næstu helgi verða Alþingishúsið og Smiðja, ný og glæsileg skrifstofubygging þingsins, opin almenningi. Við þessi tímamót verður að halda sögunni til haga. Það þurfti kjark, baráttuhug og óbilandi trú á framtíðarmöguleika íslensku þjóðarinnar til að berjast fyrir því að ráða málum okkar sjálf, frjáls og fullvalda. Í dag getum við verið stolt af stöðu okkar í samfélagi þjóða, lífskjör eru í fremstu röð og um margt erum við Íslendingar öðrum glæsileg fyrirmynd. Þegar við komum saman á fjórða þingvetri kjörtímabilsins skulum við gera það sem í okkar valdi stendur til að efla þingið og vinna áfram að framfaramálum fyrir þjóðina. Fæstir landsmenn hafa mikinn áhuga á daglegu þrasi í þessum salarkynnum. Þegar öllu er á botninn hvolft eru það viss grundvallarmál sem jafnan skipta mestu. Málefni fjölskyldunnar í víðum skilningi standa hjarta okkar næst. Hvernig er að fæðast, lifa, stofna fjölskyldu og eldast á Íslandi? Við eigum öll sameiginlegt að vilja öryggi og frið og viljum skapa okkur og framtíðarkynslóðum betra líf. Segja má að þetta hafi gengið vonum framar á lýðveldistímanum þó ekki hafi það verið stanslaus sigurganga. Við erum háð duttlungum náttúrunnar og erum ekki yfir það hafin að taka ákvarðanir sem síðar getur þurft að endurskoða. Nýjar kynslóðir byggja á árangri þeirra sem á undan komu. Það sem tengir þær saman er sameiginlegt markmið um að auka lífsgæðin fyrir landsmenn alla, og búa í haginn fyrir framtíðina. Þetta leiðarljós réði för fyrir rúmum áratug, þegar stofnaður var samráðsvettvangur aðila vinnumarkaðar og allra stjórnmálaflokka um aukna hagsæld. Á þeim vettvangi var mótuð framtíðarsýn um að tvöfalda landsframleiðsluna frá 2012 til 2030. Til þess þurfti 3,5% hagvöxt á ári. Það markmið hefur hingað til náðst nánast upp á punkt og prik, þrátt fyrir fjölda utanaðkomandi áfalla. Á sama tíma hefur kaupmáttur fólks vaxið verulega á Íslandi, á meðan hann dregst saman í kringum okkur. Kaupmáttarþróun hér er einfaldlega í sérflokki á Norðulöndum. Við höfum bætt opinbera þjónustu, tekist á við skuldavanda heimila, fjárfest í innviðum, eflt almannatryggingar, aukið hvata til nýsköpunar og stórlækkað skatta - skattalækkanir frá 2013 nema hátt í 90 milljörðum króna á ársgrundvelli. Virðulegi forseti, Það er ástæða til að koma bjartsýn inn í þennan þingvetur. Verðbólga er markvert að minnka. Við þurfum að tryggja að sú þróun haldi áfram og beita agaðri hagstjórn. Það er stærsta hagsmunamál fjölskyldna og fyrirtækja á Íslandi. Undanfarið hefur ríkið stutt við Seðlabankann með aðhaldi, líkt og bankinn sjálfur og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa bent á. Útgjöld ríkissjóðs vaxa hægar en almennt í samfélaginu og afkoman er að batna hröðum skrefum. Með styrkri efnahagsstjórn er raunhæft að afgangur verði á ríkissjóði strax á næsta ári, þótt opinberar áætlanir geri ráð fyrir halla. Ítrekað hefur niðurstaða ríkisreiknings verið langt umfram opinberar áætlanir. Afkoman hefur reynst 100 milljörðum betri þrjú ár í röð. Nú mælist verðbólga 6% en höfum í huga að án húsnæðisliðarins er hún um 3,6%. Í samstarfi við sveitarfélög og vinnumarkaðinn greip ríkisstjórnin til fjölda aðgerða á húsnæðismarkaði. Stóraukið framboð í almenna íbúðakerfinu með auknum stofnframlögum, styrking hlutdeildarlánakerfisins og samkomulag við sveitarfélög um aukið lóðaframboð, svo fátt eitt sé nefnt. Ríkið styður árlega við uppbyggingu um þúsund íbúða með beinum og óbeinum hætti. Ríkisstjórnin hefur stutt ötullega við hjöðnun verðbólgu þar sem húsnæðisliðurinn hefur verið vandamál. Aldrei hefur verið meira byggt en síðustu ár - yfir þrjú þúsund íbúðir í fyrra og meira en 1.800 það sem af er ári. Framboð íbúða vex og eru fleiri íbúðir til sölu nú en fyrir ári. Höfum í huga að við höfum séð hraðari íbúafjölgun en nokkru sinni - um 15% frá 2017. Vegna náttúruhamfara hurfu um 1.200 íbúðir í Grindavík af húsnæðismarkaði, a.m.k. tímabundið, stór hluti þess sem byggt er í venjulegu árferði. Virðulegi forseti, Erindi ríkisstjórnarinnar kom skýrt fram á síðasta þingi sem var afkastamikið. Fjöldi framfaramála sem bæta lífsgæði, öryggi og afkomu fólksins í landinu. Við lukum endurskoðun öorkulífeyriskerfisins. Við styrktum landamærin, gerðum tímamótabreytingar á útlendingalögum og færðum lögreglunni betri tól til að berjast við skipulagða glæpastarfsemi. Hælisumsóknir eru meira en 50% færri en á sama tíma í fyrra. Fjöldi brottfluttra hefur sexfaldast miðað við árið 2022. Frávísanir á landamærunum hafa nífaldast á örfáum árum. Strax hefur breytt nálgun, ný lög og stórefld landamæragæsla skilað áþreifanlegum árangri. Virðulegi forseti, Það var grundvallaratriði að ná samningum á almennum vinnumarkaði í vetur og mikilvægt að forsendur þeirra haldi. Þó ríkið sé ekki aðili samninganna lagði það ríflega af mörkum til að þá mætti klára. Mörgum verður tíðrætt um vöxt ríkisútgjalda. Sannarlega er mikilvægt að hagræða og forgangsraða fjármunum. Í fyrra kynnti ríkisstjórnin sérstakt fimm milljarða aðhald á launakostnað stofnana, niðurskurð í ferðakostnaði og hagkvæmari innkaup. Við höfum lækkað framlög til stjórnmálaflokka, haldið áfram sameiningum, nýtt stafrænar lausnir, aukið samrekstur og boðið út þjónustu. Við erum með 29 milljarða aðhaldsaðgerðir í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Við þurfum hins vegar einnig að horfast í augu við að fjölgun íbúa og öldrun þjóðar fylgir vaxandi álag á innviði og grunnþjónustu. Miklar launahækkanir á almennum vinnumarkaði hafa áhrif á launagreiðslur og tilfærslur ríkissjóðs. Allt almennt verðlag hefur hækkað, og vegur þar þungt verðbólguskot um allan heim. Að öllu þessu virtu, þá hafa ríkisútgjöld á mann aukist rétt um 1% að raunvirði á ári frá 2017 til 2023. Með öðrum orðum hafa þau aðeins hækkað í takt við stækkun hagkerfisins, um leið höfum við þurft að bera kostnað af stórfelldum utanaðkomandi áföllum. Samkvæmt þeirri stefnu sem mörkuð er í fjármálaáætlun og fjárlagafrumvarpi mun hægja á vexti útgjalda og sem hlutfall af vergri landsframleiðslu fara þau lækkandi. En sumt getur ekki beðið. Okkur hefur á þessum tíma tekist að ráðast í einhverja stærstu innviðafjárfestingu Íslandssögunnar við nýjan Landspítala, algjört forgangsmál. Breytingar á ellilífeyriskerfinu höfðu í för með sér gríðarlegan ábata fyrir eldra fólk á Íslandi, og nýsamþykkt lög um örorkulífeyriskerfið stefna að sama markmiði. Með miklum stuðningi við rannsóknir og þróun hefur tekist að byggja nýja og verðmæta stoð undir íslenskt hagkerfi. Það er hvergi betra að vera nýsköpunarfyrirtæki, segja frumkvöðlar. Virðulegi forseti, Við höfum lagt fram þingmálaskrá sem inniheldur fjölda þjóðþrifamála. Í fjárlagafrumvarpi komandi árs boðum við áframhaldandi aðhald og styrkari innviði samfélagsins. Nefna má fleiri mál er varða samgöngur, menntamál, þjóðaröryggi og orku. Í vetur er tækifæri til að sammælast um skynsamlegar breytingar á stjórnarskránni. Horfa ætti til kafla um forseta Íslands, Alþingi og dómstóla auk þess sem skoða mætti ákvæði um kjördæmaskipan og jöfnun atkvæða. Markmiðið ætti ávallt að vera að treysta enn frekar lýðræðið í landinu. Tímabært er að endurskoða ákvæði um Landsdóm og gera breytingar á meðferð ákæruvalds vegna ráðherraábyrgðar. Ég bind vonir við að samstaða geti tekist um stjórnarskrármál á kjörtímabilinu. Virðulegi forseti, Mikilvægt er að horfast í augu við hrinu ofbeldis sem gengið hefur yfir og bregðast við. Harmleikir síðustu vikna snerta allt samfélagið þannig að flest annað virðist léttvægt. Atburðir sem hverfast um það sem skiptir okkur mestu máli. Að búa við öryggi og frið, að geta áhyggjulaus leyft börnunum okkar að fara um. Í dag kynntu stjórnvöld aðgerðir til að bregðast við ofbeldi meðal barna og gegn börnum. Betri meðferðarúrræði, sýnilegri samfélagslögregla og öflugra starf félagsmiðstöðvarinnar Flotans eru þar á meðal. Þessi mál verða ekki leyst með lögboðum eða stjórnvaldsákvörðunum einum. Þau kalla á stærra samtal um það hvernig við stöndum vörð um samfélagið sem við þekkjum og ætlum áfram að vera. Góðir landsmenn, Við sem þennan sal fyllum þurfum að hafa burði til að takast á við áskoranir samtímans og horfa um leið til langs tíma, spyrja okkur hvaða framtíð við viljum byggja fyrir komandi kynslóðir. Megi komandi þingvetur nýtast til góðra verka þjóðinni til heilla.
Virðulegi forseti, góðir landsmenn, Í sumar fögnuðum við 80 ára afmæli lýðveldisins. Hátíðardagskrá með fjölda viðburða og verkefna hefur staðið yfir. Það fer vel á því að um næstu helgi verða Alþingishúsið og Smiðja, ný og glæsileg skrifstofubygging þingsins, opin almenningi. Við þessi tímamót verður að halda sögunni til haga. Það þurfti kjark, baráttuhug og óbilandi trú á framtíðarmöguleika íslensku þjóðarinnar til að berjast fyrir því að ráða málum okkar sjálf, frjáls og fullvalda. Í dag getum við verið stolt af stöðu okkar í samfélagi þjóða, lífskjör eru í fremstu röð og um margt erum við Íslendingar öðrum glæsileg fyrirmynd. Þegar við komum saman á fjórða þingvetri kjörtímabilsins skulum við gera það sem í okkar valdi stendur til að efla þingið og vinna áfram að framfaramálum fyrir þjóðina. Fæstir landsmenn hafa mikinn áhuga á daglegu þrasi í þessum salarkynnum. Þegar öllu er á botninn hvolft eru það viss grundvallarmál sem jafnan skipta mestu. Málefni fjölskyldunnar í víðum skilningi standa hjarta okkar næst. Hvernig er að fæðast, lifa, stofna fjölskyldu og eldast á Íslandi? Við eigum öll sameiginlegt að vilja öryggi og frið og viljum skapa okkur og framtíðarkynslóðum betra líf. Segja má að þetta hafi gengið vonum framar á lýðveldistímanum þó ekki hafi það verið stanslaus sigurganga. Við erum háð duttlungum náttúrunnar og erum ekki yfir það hafin að taka ákvarðanir sem síðar getur þurft að endurskoða. Nýjar kynslóðir byggja á árangri þeirra sem á undan komu. Það sem tengir þær saman er sameiginlegt markmið um að auka lífsgæðin fyrir landsmenn alla, og búa í haginn fyrir framtíðina. Þetta leiðarljós réði för fyrir rúmum áratug, þegar stofnaður var samráðsvettvangur aðila vinnumarkaðar og allra stjórnmálaflokka um aukna hagsæld. Á þeim vettvangi var mótuð framtíðarsýn um að tvöfalda landsframleiðsluna frá 2012 til 2030. Til þess þurfti 3,5% hagvöxt á ári. Það markmið hefur hingað til náðst nánast upp á punkt og prik, þrátt fyrir fjölda utanaðkomandi áfalla. Á sama tíma hefur kaupmáttur fólks vaxið verulega á Íslandi, á meðan hann dregst saman í kringum okkur. Kaupmáttarþróun hér er einfaldlega í sérflokki á Norðulöndum. Við höfum bætt opinbera þjónustu, tekist á við skuldavanda heimila, fjárfest í innviðum, eflt almannatryggingar, aukið hvata til nýsköpunar og stórlækkað skatta - skattalækkanir frá 2013 nema hátt í 90 milljörðum króna á ársgrundvelli. Virðulegi forseti, Það er ástæða til að koma bjartsýn inn í þennan þingvetur. Verðbólga er markvert að minnka. Við þurfum að tryggja að sú þróun haldi áfram og beita agaðri hagstjórn. Það er stærsta hagsmunamál fjölskyldna og fyrirtækja á Íslandi. Undanfarið hefur ríkið stutt við Seðlabankann með aðhaldi, líkt og bankinn sjálfur og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa bent á. Útgjöld ríkissjóðs vaxa hægar en almennt í samfélaginu og afkoman er að batna hröðum skrefum. Með styrkri efnahagsstjórn er raunhæft að afgangur verði á ríkissjóði strax á næsta ári, þótt opinberar áætlanir geri ráð fyrir halla. Ítrekað hefur niðurstaða ríkisreiknings verið langt umfram opinberar áætlanir. Afkoman hefur reynst 100 milljörðum betri þrjú ár í röð. Nú mælist verðbólga 6% en höfum í huga að án húsnæðisliðarins er hún um 3,6%. Í samstarfi við sveitarfélög og vinnumarkaðinn greip ríkisstjórnin til fjölda aðgerða á húsnæðismarkaði. Stóraukið framboð í almenna íbúðakerfinu með auknum stofnframlögum, styrking hlutdeildarlánakerfisins og samkomulag við sveitarfélög um aukið lóðaframboð, svo fátt eitt sé nefnt. Ríkið styður árlega við uppbyggingu um þúsund íbúða með beinum og óbeinum hætti. Ríkisstjórnin hefur stutt ötullega við hjöðnun verðbólgu þar sem húsnæðisliðurinn hefur verið vandamál. Aldrei hefur verið meira byggt en síðustu ár - yfir þrjú þúsund íbúðir í fyrra og meira en 1.800 það sem af er ári. Framboð íbúða vex og eru fleiri íbúðir til sölu nú en fyrir ári. Höfum í huga að við höfum séð hraðari íbúafjölgun en nokkru sinni - um 15% frá 2017. Vegna náttúruhamfara hurfu um 1.200 íbúðir í Grindavík af húsnæðismarkaði, a.m.k. tímabundið, stór hluti þess sem byggt er í venjulegu árferði. Virðulegi forseti, Erindi ríkisstjórnarinnar kom skýrt fram á síðasta þingi sem var afkastamikið. Fjöldi framfaramála sem bæta lífsgæði, öryggi og afkomu fólksins í landinu. Við lukum endurskoðun öorkulífeyriskerfisins. Við styrktum landamærin, gerðum tímamótabreytingar á útlendingalögum og færðum lögreglunni betri tól til að berjast við skipulagða glæpastarfsemi. Hælisumsóknir eru meira en 50% færri en á sama tíma í fyrra. Fjöldi brottfluttra hefur sexfaldast miðað við árið 2022. Frávísanir á landamærunum hafa nífaldast á örfáum árum. Strax hefur breytt nálgun, ný lög og stórefld landamæragæsla skilað áþreifanlegum árangri. Virðulegi forseti, Það var grundvallaratriði að ná samningum á almennum vinnumarkaði í vetur og mikilvægt að forsendur þeirra haldi. Þó ríkið sé ekki aðili samninganna lagði það ríflega af mörkum til að þá mætti klára. Mörgum verður tíðrætt um vöxt ríkisútgjalda. Sannarlega er mikilvægt að hagræða og forgangsraða fjármunum. Í fyrra kynnti ríkisstjórnin sérstakt fimm milljarða aðhald á launakostnað stofnana, niðurskurð í ferðakostnaði og hagkvæmari innkaup. Við höfum lækkað framlög til stjórnmálaflokka, haldið áfram sameiningum, nýtt stafrænar lausnir, aukið samrekstur og boðið út þjónustu. Við erum með 29 milljarða aðhaldsaðgerðir í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Við þurfum hins vegar einnig að horfast í augu við að fjölgun íbúa og öldrun þjóðar fylgir vaxandi álag á innviði og grunnþjónustu. Miklar launahækkanir á almennum vinnumarkaði hafa áhrif á launagreiðslur og tilfærslur ríkissjóðs. Allt almennt verðlag hefur hækkað, og vegur þar þungt verðbólguskot um allan heim. Að öllu þessu virtu, þá hafa ríkisútgjöld á mann aukist rétt um 1% að raunvirði á ári frá 2017 til 2023. Með öðrum orðum hafa þau aðeins hækkað í takt við stækkun hagkerfisins, um leið höfum við þurft að bera kostnað af stórfelldum utanaðkomandi áföllum. Samkvæmt þeirri stefnu sem mörkuð er í fjármálaáætlun og fjárlagafrumvarpi mun hægja á vexti útgjalda og sem hlutfall af vergri landsframleiðslu fara þau lækkandi. En sumt getur ekki beðið. Okkur hefur á þessum tíma tekist að ráðast í einhverja stærstu innviðafjárfestingu Íslandssögunnar við nýjan Landspítala, algjört forgangsmál. Breytingar á ellilífeyriskerfinu höfðu í för með sér gríðarlegan ábata fyrir eldra fólk á Íslandi, og nýsamþykkt lög um örorkulífeyriskerfið stefna að sama markmiði. Með miklum stuðningi við rannsóknir og þróun hefur tekist að byggja nýja og verðmæta stoð undir íslenskt hagkerfi. Það er hvergi betra að vera nýsköpunarfyrirtæki, segja frumkvöðlar. Virðulegi forseti, Við höfum lagt fram þingmálaskrá sem inniheldur fjölda þjóðþrifamála. Í fjárlagafrumvarpi komandi árs boðum við áframhaldandi aðhald og styrkari innviði samfélagsins. Nefna má fleiri mál er varða samgöngur, menntamál, þjóðaröryggi og orku. Í vetur er tækifæri til að sammælast um skynsamlegar breytingar á stjórnarskránni. Horfa ætti til kafla um forseta Íslands, Alþingi og dómstóla auk þess sem skoða mætti ákvæði um kjördæmaskipan og jöfnun atkvæða. Markmiðið ætti ávallt að vera að treysta enn frekar lýðræðið í landinu. Tímabært er að endurskoða ákvæði um Landsdóm og gera breytingar á meðferð ákæruvalds vegna ráðherraábyrgðar. Ég bind vonir við að samstaða geti tekist um stjórnarskrármál á kjörtímabilinu. Virðulegi forseti, Mikilvægt er að horfast í augu við hrinu ofbeldis sem gengið hefur yfir og bregðast við. Harmleikir síðustu vikna snerta allt samfélagið þannig að flest annað virðist léttvægt. Atburðir sem hverfast um það sem skiptir okkur mestu máli. Að búa við öryggi og frið, að geta áhyggjulaus leyft börnunum okkar að fara um. Í dag kynntu stjórnvöld aðgerðir til að bregðast við ofbeldi meðal barna og gegn börnum. Betri meðferðarúrræði, sýnilegri samfélagslögregla og öflugra starf félagsmiðstöðvarinnar Flotans eru þar á meðal. Þessi mál verða ekki leyst með lögboðum eða stjórnvaldsákvörðunum einum. Þau kalla á stærra samtal um það hvernig við stöndum vörð um samfélagið sem við þekkjum og ætlum áfram að vera. Góðir landsmenn, Við sem þennan sal fyllum þurfum að hafa burði til að takast á við áskoranir samtímans og horfa um leið til langs tíma, spyrja okkur hvaða framtíð við viljum byggja fyrir komandi kynslóðir. Megi komandi þingvetur nýtast til góðra verka þjóðinni til heilla.
Alþingi Stjórnarskrá Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent „Kynlífsverkafólk á að hafa jafn mikið frelsi og aðrir til að segja nei“ Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Sjá meira