Aðhaldsaðgerðir bitni á þeim sem síst þurfi á þeim að halda Breytingartillögur fyrir 2. umræðu fjárlaga fela í sér frestun á verkefnum við nýjan Landspítala og minni framlög til öryrkja. "Krónan að gera okkur erfitt fyrir.“ Innlent 14. nóvember 2018 07:00
Gefa frumvarpi Lilju falleinkunn Sviðlistafólk ályktar gegn drögum að frumvarpi að sviðslistalögum. Þjóðleikhússtjóri sá eini sem ekki ritar nafn sitt við ályktunina. Menntamálaráðherra hafnar fullyrðingum um að samráð hafi ekki verið haft. Innlent 14. nóvember 2018 06:00
Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Mennta- og menningarmálaráðherra hafnar því alfarið að ekkert samráð hafi verið haft við sviðslistafólk þegar drög að frumvarpi að sviðslistalögum voru samin. Sviðlistafólk hefur ályktað gegn drögunum. Innlent 14. nóvember 2018 06:00
Stefnuyfirlýsing um öryggis- og varnarmálasamstarf undrituð Utanríkisráðherra sótti í dag fund varnarmálaráðherra Norðurlanda um NORDEFCO-samstarfið og fund varnarmálaráðherra norrænu ríkjanna og Eystrasaltsríkja. Innlent 13. nóvember 2018 16:59
Segir enga þörf á sautján nýjum aðstoðarmönnum Núverandi tillögur gera ráð fyrir því að sautján aðstoðarmenn deilist niður á þingflokkana í samræmi við þingstyrk þeirra. Innlent 13. nóvember 2018 11:13
Ráðherra segir einingu innan ríkisstjórnar um orkupakkann Iðnaðarráðherra segir að horfa verði á þriðja orkupakkann í samhengi við EES-samninginn. Ekki í fyrsta skipti sem því sé haldið fram að of langt sé gengið gagnvart stjórnarskrá. Innlent 13. nóvember 2018 08:00
Vill kanna þýðingar á lögum á fleiri tungur Þingmaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hvort við séum að sinna því nægjanlega að kynna erlendum ferðamönnum og ríkisborgurum hér á landi þær reglur sem hér gilda. Innlent 13. nóvember 2018 06:00
Um þúsund komast ekki að á Reykjalundi Um þúsund manns eru á biðlista hjá endurhæfingarmiðstöðin að Reykjalundi en stofnunin getur aðeins sinnt um helmingi þeirra beiðna sem henni berast árlega. Þá er bið er eftir því að komast á biðlista eftir liðskipaaðgerðum að sögn heilbrigðisráðherra. Innlent 12. nóvember 2018 22:00
Svaraði því ekki hvort að einkaaðilar fái að gera liðskiptiaðgerðir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, svaraði því ekki hvort að einkaaðilar fái að koma að liðskiptiaðgerðum hér á landi í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Innlent 12. nóvember 2018 15:53
Úthlutun sautján aðstoðarmanna rædd Aðstoðarmönnum þingflokka mun fjölga um sautján en óvíst er í hvaða skrefum það verður gert. Þingflokkar munu áfram geta ráðið aukaaðstoð á eigin kostnað. Ekki samstaða um hvort stærri flokkar fái aðstoðarmenn fyrst eða hvort allir skuli fá jafn marga í upphafo Innlent 12. nóvember 2018 06:00
Þingmenn fá símtöl frá Noregi vegna þriðja orkupakkans Nokkur órói er innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakkans. Málið var rætt á sameiginlegum fundi þingflokkanna í Ráðherrabústaðnum í gær. Eðlilegt að málið sé fólki hugleikið segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Innlent 10. nóvember 2018 08:00
Framsóknarráðherrar afkomendur bóndakonu en sjálfstæðismenn Þórunnar „ríku“ Íslendingabók hefur tekið stakkaskiptum en ættfræðivefurinn vinsæli fær um 140 þúsund heimsóknir á mánuði. Innlent 9. nóvember 2018 19:30
Milljón til að lagfæra leiði Jóns Magnússonar Ríkisstjórnin og skrifstofa Alþingis hafa ákveðið að leggja eina milljón króna af mörkum til að heiðra minningu Jóns Magnússonar sem var forsætisráðherra þegar Ísland öðlaðist fullveldi 1. desember 1918. Innlent 9. nóvember 2018 14:04
Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Ósk Björns Leví Gunnarssonar alþingismanns um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna verður rædd í forsætisnefnd á mánudag. Innlent 9. nóvember 2018 08:00
Forsætisráðherra segir nauðsynlegt að greina stöðu barna á Íslandi Þingmaður Flokks fólksins segir ástæðu til að hafa sérstakar áhyggjur af stöðu drengja í íslensku samfélagi. Innlent 8. nóvember 2018 20:15
Björn Levi fagnar meintum stuðningi Páls Magnússonar Afar stirt er milli Pírata og Sjálfstæðismanna á þinginu. Innlent 8. nóvember 2018 11:22
Átökum milli gamalla félaga lýst sem skilnaðarrifrildi á þinginu Þingmenn Miðflokks sökuðu Framsóknarflokk um að stela frumvarpi á þingfundi í gær. Framsóknarmenn telja á móti að málið hafi upphaflega verið frá þeim. Innlent 8. nóvember 2018 06:15
Ráðherrabílaflotinn verður rafvæddur Þegar hafa verið settar upp hleðslustöðvar á bílastæði sex ráðuneyta. Innlent 6. nóvember 2018 16:22
Vilja undanþiggja afurðarstöðvar frá samkeppnislögum Tvær þingkonur Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að undanþiggja afurðarstöðvar í kjötiðnaði frá samkeppnislögum til að bregðast við ört vaxandi samkeppni að utan. Innlent 6. nóvember 2018 14:59
Tekur við sem nýr formaður Ungra jafnaðarmanna Nikólína Hildur Sveinsdóttir tók við embætti formanns Ungra jafnaðarmanna á landsþingi hreyfingarinnar í Hafnarfirði um helgina. Innlent 6. nóvember 2018 08:08
Jóhanna harðorð: Erlendis væri ráðherra með fortíð Bjarna farinn frá Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, skýtur föstum skotum í færslu sem hún setti á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. Innlent 6. nóvember 2018 07:22
Píratar ræða meint einelti innan flokksins Ólga er innan Pírata vegna meints eineltis innan flokksins og niðurstöðu úrskurðarnefndar flokksins varðandi ráðningu starfsmanns án auglýsingar. Innlent 5. nóvember 2018 22:05
Arctic Sea Farm og Fjarðalax fá rekstrarleyfi í tíu mánuði Fiskeldisfyrirtækin Arctic Sea Farm hf. og Fjarðalax hf. hafa fengið rekstrarleyfi til bráðabirgða til 10 mánaða fyrir laxeldi í sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirði, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Innlent 5. nóvember 2018 17:58
Þingkona Framsóknar segir Sigmund Davíð sjálfhverfa lyddu Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknar, fer ófögrum orðum um sinn fyrrverandi formann Sigmund Davíð Gunnlaugsson í pistli á Facebook-síðu sinni. Innlent 5. nóvember 2018 16:23
Atli segir sig úr Pírötum: „Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun“ Atli Þór Fanndal, blaðamaður og pólitískur ráðgjafi Pírata, hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar mikilla deilna innan flokksins. Innlent 3. nóvember 2018 16:27
Fengu rúmar fjórar milljónir fyrir að semja veiðigjaldafrumvarpið Huginn Freyr Þorsteinsson, einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Aton, og Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa samtals fengið greiddar rúmar 4,4 milljónir króna vegna vinnu þeirra við gerð veiðigjaldafrumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Innlent 31. október 2018 06:30
"Tímabært að negla þrjótinn“ Björn Leví vill að aksturskýrslur Ásmundar verði rannsakaðar Innlent 29. október 2018 11:19
Þrjár breytingar á stjórn Pírata í Reykjavík Gígja Skúladóttir, Tinna Helgadóttir og Helga Völundardóttir kom inn í stjórn Pírata í Reykjavík sem kosin var á aðalfundi félagsins á föstudaginn. Innlent 29. október 2018 09:05
Ásmundur horfir til Finnlands í húsnæðismálum Félagsmálaráðherra boðar stóraukið átak í húsnæðismálum til að koma til móts við verkalýðshreyfingarinnar vegna komandi kjarasamninga. Innlent 28. október 2018 14:03
Segir íslenska pólitík með hausinn í sandinum Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir íslenska pólitík með hausinn í sandinum varðandi íslensku krónuna. Lilja Alfreðsdóttir var honum ósammála í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. Innlent 28. október 2018 13:26