Kallar eftir auknum stuðningi ríkisins við sveitarfélög Heiða Björg Hilmisdóttir, sem var í gær endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar með 60% greiddra atkvæða, segir ljóst að ríkið þurfi að verja sveitarfélögin núna á tímum kórónuveirunnar. Innlent 8. nóvember 2020 19:45
Pólitísk ákvörðun um sóun Nú þessa dagana þegar fjárlaganefnd Alþingis fundar dag eftir dag, marga klukkutíma í senn í gegnum fjarfundarbúnað við að gera fjárlagafrumvarpið klárt fyrir aðra umræðu í þinginu er kannski ekki úr vegi að velta fyrir sér hvort takmörkuðum fjármunum ríkissjóðs sé ráðstafað á þann hátt að nýting þeirra sé sem best. Skoðun 8. nóvember 2020 14:01
„Við erum byrjuð og við munum halda áfram“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar segir kosningabaráttu Samfylkingarinnar hafna. Innlent 7. nóvember 2020 20:01
Heimili og fyrirtæki fengið 40 milljarða í beinan stuðning Heimili og fyrirtæki hafa fengið 38,2 milljarða króna í beinan stuðning frá ríkinu vegna kórónuveirufaraldursins hingað til. Innlent 6. nóvember 2020 20:36
Logi endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar Logi Már Einarsson var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á rafrænum landsfundi flokksins í kvöld. Innlent 6. nóvember 2020 18:16
Bjóðum fólk velkomið Við sem búum á Íslandi höfum það alla jafna mjög gott. Þó að veðrið leiki okkur stundum grátt búum við mjög vel. Við erum eitt ríkasta land í heimi og höfum byggt okkur öflugt velferðarkerfi. Skoðun 6. nóvember 2020 11:00
Lifandi vísindaskáldsaga og viðbrögð við henni Um þessar mundir eru um þrjú ár síðan sitjandi ríkistjórn tók við völdum. Þetta hafa verið þrjú viðburðarík ár. Í stjórnarsáttmálanum er lögð áhersla á gott jafnvægi í ríkisfjármálum, að efnahagur vænkist hratt og að gæta þurfi að jafnvægi meðal allra sem landið byggja. Skoðun 6. nóvember 2020 08:00
„Heilbrigðisþjónusta á meðgöngu grundvallarmannréttindi“ Þingmenn tókust í dag á um þingsályktunartillögu átján þingmanna um að erlendar konur sem sæti banni við þungunarrofi í heimalandi sínu geti fengið slíka þjónustu á Íslandi hafi þær evrópskt sjúkratryggingakort og uppfylli lagaskilyrði. Innlent 5. nóvember 2020 19:31
Hvers vegna óskaði Viðreisn eftir umræðum um sóttvarnaraðgerðir í þinginu? Ekkert mál er stærra sem stendur en heimsfaraldurinn. Þingflokkur Viðreisnar óskaði fyrir helgi eftir því að heilbrigðisráðherra gefi þinginu hálfsmánaðarlega skýrslu um sóttvarnaraðgerðir, forsendur þeirra og sviðsmyndir. Upp á þetta hefur vantað. Skoðun 5. nóvember 2020 13:01
Ásmundur gagnrýnir þingsályktun um þungunarrofsaðstoð Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir þingsályktun átján stjórnarandstöðuþingmanna um að íslenska heilbrigðiskerfið aðstoði erlendar konur sem hingað kunni að koma til þungunarrofs vegna strangra laga um slíkar aðgerðir í heimalandinu. Innlent 5. nóvember 2020 12:42
Einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls þegar af henni verður. Innlent 4. nóvember 2020 17:06
„Erum að senda Íslending úr landi“ Ekki er nóg að setja háleit markmið í löggjöf ef ekki er raunverulegur vilji hjá framkvæmdarvaldinu til að framfylgja henni af mannúð, og meta matskennd atriði í þá átt. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Innlent 4. nóvember 2020 16:50
Léleg upplýsingagjöf lýtalækna til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu Fáir lýtalæknar hafa skilað umbeðnum gögnum um starfsemi sína til landlæknis á undanförnum árum. Embætti landlæknis hefur send heilbrigðisráðuneytinu erindi vegna upplýsingaskortsins og er málið nú til skoðunar í ráðuneytinu. Innlent 4. nóvember 2020 14:16
Lagaákvæði sem fangar stórfelld barnaníðsmál Umfjöllun í fréttaskýringaþættinum Kompás um barnaníðsefni og dreifingu þess að á netinu hefur eðlilega vakið óhug fólks. Flestir eiga erfitt með tilhugsunina um brot gegn börnum og þá sérstaklega að það sé veruleiki að börn séu misnotuð til að framleiða kynferðislegt myndefni. Skoðun 4. nóvember 2020 07:00
Fimm yngri en átján ára farið í brjóstastækkun síðustu ár Ellefu aðgerðir á skapabörmum stúlkna undir 18 ára aldri eru skráðar hjá heilbrigðisstofnunum landsins á tímabilinu 2011-2019. Innlent 3. nóvember 2020 20:53
Margt þarf að ganga upp til að greiðslur berist fyrir mánaðarmót Stefnt er að því að samþykkja frumvarp um tekjufallsstyrki fyrir lok vikunnar. Úrræðið hefur verið útvíkkað verulega. Veitingamenn óttast gjaldþrot í greininni og segja vanta meiri fyrirsjáanleika í aðgerðir stjórnvalda. Viðskipti innlent 3. nóvember 2020 19:31
Katrín segir nýja herstöð ekki koma til greina Forsætisráðherra segir hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi og eða nýja herstöð á Austurlandi ekki hafa verið ámálgaðar við íslensk stjórnvöld. Þær komi heldur ekki til greina að hennar hálfu og þyrfti að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi kæmu þær formlega fram. Innlent 3. nóvember 2020 19:21
Umfangsmeiri tekjufallsstyrkir ættu að verða að lögum fyrir lok vikunnar Frumvörp um tekjufalls- og lokunarstyrki voru afgreidd úr efnahags- og viðskiptanefnd í morgun með einróma samþykki. Innlent 3. nóvember 2020 11:23
Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi Lagt er til að Ísland verði miðstöð þungunarrofs fyrir konur sem ekki mega undirgangast það í heimalandi sínu. Innlent 2. nóvember 2020 18:31
Flokkarnir fá tæpa þrjá milljarða úr ríkissjóði til eigin reksturs Þeir átta stjórnmálaflokkar sem eiga fulltrúa á þingi fá á næsta ári 728 milljóna króna framlag úr ríkissjóði. Innlent 2. nóvember 2020 12:12
„Ég ætla ekki að vera til vandræða“ „Ég er ekki að hætta vegna þess að ég tel að ég sé orðinn útbrunninn eða að ég sé orðinn leiður á pólitík, heldur einfaldlega vegna þess að ég tel þetta bara góðan tíma fyrir alla viðkomandi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Innlent 31. október 2020 18:11
Steingrímur hættir í pólitík Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna til margra ára forseti Alþingis, hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í þingkosningum sem fram fara á næsta ári. Innlent 31. október 2020 14:35
Sveitarfélög og verktakar þurfi að draga úr álagningu Ekki kemur til greina að heimila kaup á eldri íbúðum á höfuðborgarsvæðinu með hlutdeildarlánum að sögn félagsmálaráðherra. Sveitarfélög og verktakar þurfi að draga úr álagningu til að byggja megi hagkvæmar íbúðir. Innlent 29. október 2020 20:01
Æskilegt að samræma aðferðafræði við opnun og lokun landamæra Utanríkisráðherra segir æskilegt að Norðurlöndin sammælist um aðferðarfræði við opnun og lokun landamæra í faraldrinum. Spenna hafi myndast á milli landanna. Innlent 29. október 2020 12:53
Sjaldgæfir sjúkdómar og langveik börn – Tryggjum bætta umgjörð Að greinast með sjúkdóm veldur streitu og kvíða, að greinast með sjaldgæfan sjúkdóm eða takast á við að barnið manns sé að berjast við langvinnan sjúkdóm hlýtur að vera enn meira íþyngjandi. Skoðun 29. október 2020 10:00
Telja hættu á félagslegum aðskilnaði vegna hlutdeildarlána Verulegar athugasemdir hafa verið gerðar við reglur um hlutdeildarlán í umsagnarferli þeirra. Félag arkitekta telur hættu á félagslegum aðskilnaði og Reykjavíkurborg telur að fáir geti nýtt úrræðið í höfuðborginni á næstu misserum. Innlent 28. október 2020 21:02
„Kerfið er ekki að virka“ Gert er ráð fyrir að tekjur af veiðigjaldi á næsta ári verði um 7,5 milljarðar á næsta ári, samanborið við 4,8 milljarða áætlaðar tekjur á þessu ári. Innlent 28. október 2020 19:20
Fylgi Sjálfstæðisflokks tæp 22 prósent í nýrri könnun Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 21,9 prósent í nýrri könnun MMR, tæplega fjórum prósentustigum lægra en í síðustu könnun sem framkvæmd var í september. Innlent 28. október 2020 13:37
Bein útsending: Katrín og Guterres fjalla um faraldurinn Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, eru meðal þeirra sem taka þátt opnum fundi um kórónuveirufaraldurinn. Innlent 27. október 2020 16:57
Fáir á höfuðborgarsvæðinu geti nýtt hlutdeildarlán á næstunni Frá og með mánaðarmótum geta þeir sem teljast tekju- eða eignaminni sótt um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun við kaup á fasteign. Úrræðið er hluti af lífskjarasamningnum og geta þeir sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð, eða hafa ekki átt íbúð í fimm ár, sótt um lánið. Innlent 27. október 2020 16:13