Styður Bjarna áfram í embætti
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Það hafi verið óheppilegt en hann vonar að fólk muni standa saman áfram, nú sérstaklega þegar bóluefni sé handan við hornið.