Hlín Helga Guðlaugsdóttir prýðir forsíðu Lífsins á morgun

Hlín Helga Guðlaugsdóttir prýðir forsíðu Lífsins að þessu sinni, en hún er vöruhönnuður sem kennir upplifunarhönnun við Konstfack Listaháskólann í Stokkhólmi. Hún telur hönnuði geta stuðlað betur að vellíðan fyrir almenning í gegnum hönnun sína þar sem manneskjan er höfð í fyrirrúmi. Lífið ræddi við hana um mikilvægi Hönnunarmars, framtíð íslenskra hönnuða og vitundarvakningu í þjóðfélaginu. „Við erum gagngert að tengja saman ólíka hópa til þess að ræða mál sem að skipta okkur öll máli og við getum öll lagt eitthvað til málanna. Hönnunarmars er því gífurlega mikilvægur gluggi út í heim. Það hefur verið mikil framþróun, síaukin fagmennska og mikil gróska hér á landi. Bæði hjá hönnuðum og í stuðningumhverfinu,” segir Hlín Helga. „Stærsti hvatinn hjá mér þegar ég útskrifaðist úr LHÍ var sá að mér fannst bara komið nóg af stólum í heiminum. Ég vildi bara einbeita mér að einhverju öðru og byrjaði að líta í kringum mig. Ég uppgötvaði að það eru fullt af vandamálum í manngerðu umhverfi sem að þarf að laga til þess að að heimurinn verði betri og stuðla að vellíðan fyrir alla. Það varð til þess að ég fór í þessar pælingar með upplifunarhönnun og fór að spyrja spurninga. Í upplifunarhönnun er gengið út frá hugmyndafræði þar sem hannað er með fólk í fyrirrúmi. Manneskjan er útgangspunkturinn.”

1910
00:35

Vinsælt í flokknum Lífið