Smitrakningar-smáforrit almannavarna fer í loftið
Sérstakt smitrakningar-smáforrit sem safnar upplýsingum um ferðir fólks með GPS-tækni fer í loftið síðar í dag. Forritinu er ætlað að auðvelda smitrakningarteymi almannavarna að rekja ferðir fólks sem sýkst hefur af COVID-19 svo unnt sé að koma þeim, sem hugsanlega eru smitaðir, sem fyrst í sóttkví.