Ísland í dag - Brúðkaupið ein allsherjar svikamylla

Guðrún Benediktsdóttir er þriggja barna móðir og öryrki á sextugsaldri í Breiðholtinu. Hún taldi sig hafa fundið ástina þegar hún kynntist heillandi manni frá Írak árið 2017 og gekk með honum í hjónaband nokkrum mánuðum síðar. Hjónabandið breyttist hins vegar fljótt í martröð og er Guðrúnu nú ljóst að maðurinn hafi beitt hana markvissum blekkingum eingöngu til að komast yfir kennitölu og dvalarleyfi á Íslandi. Í dag berst hún fyrir því að fá skilnað en það hefur reynst þrautinni þyngra.

30589
12:03

Vinsælt í flokknum Ísland í dag