Ísland í dag - Ef ég get þetta þá geta þetta allir

400 kílómetrar á tveimur jafnfljótum á fjórum sólarhringum. Í huga flestra hljómar þetta líklega eins og verkefni fyrir ofurhetju eða sjálfan hlaupagaukinn. Elisabet Margeirsdottir er hins vegar engin teiknimyndapersóna, en fyrir rúmum mánuði síðan kláraði hún ULTRA GOBI keppnina, í samnefndri eyðimörk í Kína. Í dag er hún með mörg járn í eldinum, búin að ná sér niður eftir hlaupið og farin að huga að næstu áskorun. Auk þess er hún aðjúnkt í næringarfræði við Háskóli Íslands og heldur fyrirlestra þar sem hún hvetur fólk til dáða, hver sem markmiðin eru.

644
11:24

Vinsælt í flokknum Ísland í dag