Þreyttur og þjáður Brad Pitt veldur næstum vinslitum í beinni útsendinu
Kvikmyndin Ad Astra viðheldur þema haustsins hjá Hollywood, hægar myndir um þreytta og þjáða karlmenn. Það var allt á suðupunkti í stúdíói X977 þegar Heiðar Sumarliðason og Bryndís Ósk Ingvarsdóttir tókust á við Hrafnkel Stefánsson um verðleika myndarinnar. Hrafnkell var yfir sig hrifinn, á meðan Heiðar velti fyrir sér hvaða barn hafi skrifað handritið og Bryndís sagðist hafa verið „alveg sama um Brad Pitt og prumpupabba hans“. Þroskuð og skörp umræða að vanda í Stjörnubíói. Te og kaffi býður hlustendum upp á Stjörnubíó alla sunnudaga klukkan 12:00 á X977.