Rúmur helmingur þjóðarinnar styður verkfallsaðgerðir kennara
Lítill sem enginn árangur náðist á fundi samninganefnda kennara og ríkis og sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara í dag samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Áfram er þó unnið að því að ná saman og búist er við því að annar fundur verði boðaður á morgun. Verkföll hafa nú staðið í 25 daga þar sem alls sautján skólar eru undir.