Innlent

Myndaveisla: Lúðra­sveit, fánar og gríðar­stór stytta á Verkalýðsdaginn

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Finnbjörn Hermannsson, formaður ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB voru meðal þeirra sem héldu á gríðarstórri styttu sem á stendur manneskja ekki markaðsvara.
Finnbjörn Hermannsson, formaður ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB voru meðal þeirra sem héldu á gríðarstórri styttu sem á stendur manneskja ekki markaðsvara. Vísir/Viktor Freyr

Margt var um manninn í miðborg Reykjavíkur í tilefni Verkalýðsdagsins. Fólkið safnaðist saman á Skólavörðustíg og gengu þau saman niður á Ingólfstorg. Þar var útifundur þar sem Karla Esperanza Barralaga Ocón starfskona í umönnun, trúnaðarmaður og stjórnarmaður í Eflingu og Jóhanna Bárðardóttir rafveituvirki, rafvirki og trúnaðarmaður RSÍ, tóku til máls. Viktor Freyr Arnarsson ljósmyndari fangaði stemninguna.

Gengið var niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti að Ingólfstorgi.Vísir/Viktor Freyr
Fjölmennur hópur var á vegum Eflingar í kröfugöngunni.Vísir/Viktor Freyr
Karla Esperanza Barralaga Ocón, starkfskona í umönnun, trúnaðarmaður og stjórnarmaður í Eflingu, hélt ræðu í miðbæ Reykjavíkur í dag.Vísir/Viktor Freyr
Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur tóku þátt í kröfugöngunni.Vísir/Viktor Freyr
„Það er bara frábært að það sé smá vindur, þá sér maður alla fánana, samstöðuna og stemninguna. Baráttuhuginn í fólki,“ sagði Kári Sigurðsson, formaður Sameyki.Vísir/Viktor Freyr
Söngkonan Una Torfa tók lagið á Ingólfstorgi.Vísir/Viktor Freyr
Fundurinn endaði á samsöng og tóku allir undir.Vísir/Viktor Freyr
Fjölmennt var á Ingólfstorgi.Vísir/Viktor Freyr
Fólk á öllum aldri var í miðbænum.Vísir/Viktor Freyr



Fleiri fréttir

Sjá meira


×