City í úrslit þriðja árið í röð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. apríl 2025 15:01 Nottingham Forest v Manchester City - Emirates FA Cup Semi Final LONDON, ENGLAND - APRIL 27: Josko Gvardiol of Manchester City celebrate with Ruben Dias, Matheus Nunes, Bernardo Silva, Savinho after scoring the second goal during the Emirates FA Cup Semi Final match between Nottingham Forest and Manchester City at Wembley Stadium on April 27, 2025 in London, England. (Photo by Sebastian Frej/MB Media/Getty Images) Manchester City er komið í úrslitaleik enska bikarsins þriðja árið í röð eftir 2-0 sigur gegn Nottingham Forest á Wembley í dag. Eftir að hafa unnið enska meistaratitilinn fjögur ár í röð hefur tímabilið hjá Manchester City ekki verið upp á marga fiska, í það minnsta ekki á þeirra mælikvarða. Liðið á þó enn góðan möguleika á því að fagna einum titli á tímabilinu eftir sterkan sigur gegn Nottingham Forest í undanúrslitum enska bikarsins í dag. Rico Lewis kom liðinu í forystu strax á annarri mínútu eftir stoðsendingu frá Mateo Kovacic áður en Josko Gvardiol tvöfaldaði forystuna á 51. mínútu eftir undirbúning Omars Marmoush. Niðurstaðan því 2-0 sigur Manchester City sem mætir Crystal Palac í úrslitum enska bikarsins, en Nottingham Forest situr eftir með sárt ennið. Enski boltinn
Manchester City er komið í úrslitaleik enska bikarsins þriðja árið í röð eftir 2-0 sigur gegn Nottingham Forest á Wembley í dag. Eftir að hafa unnið enska meistaratitilinn fjögur ár í röð hefur tímabilið hjá Manchester City ekki verið upp á marga fiska, í það minnsta ekki á þeirra mælikvarða. Liðið á þó enn góðan möguleika á því að fagna einum titli á tímabilinu eftir sterkan sigur gegn Nottingham Forest í undanúrslitum enska bikarsins í dag. Rico Lewis kom liðinu í forystu strax á annarri mínútu eftir stoðsendingu frá Mateo Kovacic áður en Josko Gvardiol tvöfaldaði forystuna á 51. mínútu eftir undirbúning Omars Marmoush. Niðurstaðan því 2-0 sigur Manchester City sem mætir Crystal Palac í úrslitum enska bikarsins, en Nottingham Forest situr eftir með sárt ennið.