Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Árni Sæberg skrifar 8. apríl 2025 11:52 Málið er það nýjasta í áratugalöngum deilum um jörðina Vatnsenda. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur telur kröfu Magnúsar Péturs Hjaltested, um rúmlega 1,7 milljarða króna úr hendi Kópavogsbæjar, ekki varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni hans. Beiðni hans um áfrýjunarleyfi til réttarins var því hafnað. Á föstudag var greint frá því að Hæstiréttur hefði hafnað beiðni Magnúsar Péturs um áfrýjunarleyfi í Vatnsendamálinu svokallaða. Því væri málinu endanlega lokið og þungu fargi væri lyft af Kópavogsbæ. Í byrjun febrúar var greint frá því að Landsréttur hefði snúið dómi héraðsdóms, sem dæmdi Kópavog til að greiða Magnúsi Pétri 1,4 milljarða króna, við. Magnús Pétur krafðist alls 5,6 milljarða króna í málinu, sem faðir hans heitinn höfðaði upphaflega árið 2018. Dómur Landsréttar er reifaður hér. Hefði sætt sig við 1,75 milljarða og tekjur af 100 lóðum Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfi, sem birt var í morgun, segir að málið varðaði ágreining um efndir á sáttargerð vegna eignarnáms Kópavogs á hluta úr landi jarðarinnar Vatnsenda. Hluta af greiðslu fyrir hið eignarnumda skyldi Kópavogur inna af hendi með því að skipuleggja 300 lóðir á reitum merktum C og G í því landi Vatnsenda sem ekki var tekið eignarnámi. Kópavogur skyldi meðal annars hanna, leggja og kosta götur, veitur og stíga auk þess að annast frágang á opnum svæðum og viðhald alls þessa til framtíðar. Lóðirnar skyldu seldar á leigu af Magnúsi Pétri. Hann hafi lýst því yfir að yrði honum veitt leyfi til áfrýjunar myndi ágreiningur málsins fyrir Hæstarétti lúta að því hvort hann eigi rétt á greiðslu bóta að fjárhæð 1.746.333.333 króna þar sem vatnsverndarkvöð hafi hindrað skipulag á hluta af fyrrgreindum reitum C og G. Til viðbótar myndi ágreiningurinn lúta að kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu gagnaðila vegna tapaðra árlegra leigutekna leyfisbeiðanda af 100 lóðum undir sérbýli, sem Kópavogi hafi verið skylt að skipuleggja samkvæmt sáttargerðinni. Taldi milljarða varða mikilvæga hagsmuni Í ákvörðuninni segir Magnús Pétur hafi byggt á því málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni hans. Þá hafi Landsréttur snúið við niðurstöðu héraðsdóms og því hnigju grunnrök réttarfarslaga að því að áfrýjunarleyfi verði veitt. Í þeim efnum vísaði hann til ákvörðunar réttarins um að veita frændfólki hans áfrýjunarleyfi í öðru Vatnsendamáli, sem varðaði 75 milljarða kröfu hluta erfingja Sigurðar K. Hjaltested vegna eignarnáms á landi Vatnsenda árin 1992, 1998, 2000 og 2007. Héraðsdómur dæmdi erfingjunum tæpan milljarð í bætur vegna eignarnáms árið 2007 en Landsréttur sneri dóminum við og sýknaði Kópavogsbæ af öllum kröfum. Hæstiréttur féllst á að taka málið fyrir, meðal annars með vísan til þess að Landsréttur hefði snúið dómi héraðsdóms. Dómurinn hafi verið rangur Þá segir í ákvörðuninni að Magnús Pétur hafi byggt á því að málið hefði fordæmisgildi um sáttargerðir, tillitsskyldu eignarnema og hvernig fara skuli með tilvik þar sem langur tími líði frá yfirtöku eignarnumins lands þar til kemur að greiðslu eignarnámsbóta. Jafnframt hafi hann víað til þess að dómur í málinu kynni að hafa fordæmisgildi um tilvik þar sem ómöguleiki stendur í vegi fyrir efndum samkvæmt efni samnings. Að endingu hafi hann byggt á því að niðurstaða Landsréttar væri bersýnilega röng um hluta svæða C og G í landi Vatnsenda. Þar hafi hann vísað sérstaklega til skýringar Landsréttar á orðinu „kvöð“ í sáttargerðinni, sérstaks eðlis greiðslu Kópavogs fyrir hið eignarnumda og umfjöllunar um inntak matsgerðar dómkvaddra manna. Í ákvörðuninni segir að að virtum gögnum málsins verði hvorki litið svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Magnúsar Péturs í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá verði ekki séð að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni. Beiðni um áfrýjunarleyfi sé því hafnað. Deilur um Vatnsendaland Jarða- og lóðamál Dómsmál Kópavogur Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira
Á föstudag var greint frá því að Hæstiréttur hefði hafnað beiðni Magnúsar Péturs um áfrýjunarleyfi í Vatnsendamálinu svokallaða. Því væri málinu endanlega lokið og þungu fargi væri lyft af Kópavogsbæ. Í byrjun febrúar var greint frá því að Landsréttur hefði snúið dómi héraðsdóms, sem dæmdi Kópavog til að greiða Magnúsi Pétri 1,4 milljarða króna, við. Magnús Pétur krafðist alls 5,6 milljarða króna í málinu, sem faðir hans heitinn höfðaði upphaflega árið 2018. Dómur Landsréttar er reifaður hér. Hefði sætt sig við 1,75 milljarða og tekjur af 100 lóðum Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfi, sem birt var í morgun, segir að málið varðaði ágreining um efndir á sáttargerð vegna eignarnáms Kópavogs á hluta úr landi jarðarinnar Vatnsenda. Hluta af greiðslu fyrir hið eignarnumda skyldi Kópavogur inna af hendi með því að skipuleggja 300 lóðir á reitum merktum C og G í því landi Vatnsenda sem ekki var tekið eignarnámi. Kópavogur skyldi meðal annars hanna, leggja og kosta götur, veitur og stíga auk þess að annast frágang á opnum svæðum og viðhald alls þessa til framtíðar. Lóðirnar skyldu seldar á leigu af Magnúsi Pétri. Hann hafi lýst því yfir að yrði honum veitt leyfi til áfrýjunar myndi ágreiningur málsins fyrir Hæstarétti lúta að því hvort hann eigi rétt á greiðslu bóta að fjárhæð 1.746.333.333 króna þar sem vatnsverndarkvöð hafi hindrað skipulag á hluta af fyrrgreindum reitum C og G. Til viðbótar myndi ágreiningurinn lúta að kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu gagnaðila vegna tapaðra árlegra leigutekna leyfisbeiðanda af 100 lóðum undir sérbýli, sem Kópavogi hafi verið skylt að skipuleggja samkvæmt sáttargerðinni. Taldi milljarða varða mikilvæga hagsmuni Í ákvörðuninni segir Magnús Pétur hafi byggt á því málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni hans. Þá hafi Landsréttur snúið við niðurstöðu héraðsdóms og því hnigju grunnrök réttarfarslaga að því að áfrýjunarleyfi verði veitt. Í þeim efnum vísaði hann til ákvörðunar réttarins um að veita frændfólki hans áfrýjunarleyfi í öðru Vatnsendamáli, sem varðaði 75 milljarða kröfu hluta erfingja Sigurðar K. Hjaltested vegna eignarnáms á landi Vatnsenda árin 1992, 1998, 2000 og 2007. Héraðsdómur dæmdi erfingjunum tæpan milljarð í bætur vegna eignarnáms árið 2007 en Landsréttur sneri dóminum við og sýknaði Kópavogsbæ af öllum kröfum. Hæstiréttur féllst á að taka málið fyrir, meðal annars með vísan til þess að Landsréttur hefði snúið dómi héraðsdóms. Dómurinn hafi verið rangur Þá segir í ákvörðuninni að Magnús Pétur hafi byggt á því að málið hefði fordæmisgildi um sáttargerðir, tillitsskyldu eignarnema og hvernig fara skuli með tilvik þar sem langur tími líði frá yfirtöku eignarnumins lands þar til kemur að greiðslu eignarnámsbóta. Jafnframt hafi hann víað til þess að dómur í málinu kynni að hafa fordæmisgildi um tilvik þar sem ómöguleiki stendur í vegi fyrir efndum samkvæmt efni samnings. Að endingu hafi hann byggt á því að niðurstaða Landsréttar væri bersýnilega röng um hluta svæða C og G í landi Vatnsenda. Þar hafi hann vísað sérstaklega til skýringar Landsréttar á orðinu „kvöð“ í sáttargerðinni, sérstaks eðlis greiðslu Kópavogs fyrir hið eignarnumda og umfjöllunar um inntak matsgerðar dómkvaddra manna. Í ákvörðuninni segir að að virtum gögnum málsins verði hvorki litið svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Magnúsar Péturs í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá verði ekki séð að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni. Beiðni um áfrýjunarleyfi sé því hafnað.
Deilur um Vatnsendaland Jarða- og lóðamál Dómsmál Kópavogur Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira