Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. apríl 2025 19:00 Adam Erik Bauer, réttarefnafræðingur segir efnið hættulegt. Vísir/Arnar Nýmyndaður ópíóíði sem óttast er að kominn sé í dreifingu hér á landi er þúsund sinnum sterkari en morfín að sögn réttarefnafræðings. Skimað hefur verið eftir efninu undanfarin ár en efnið er mjög svipað í útliti og aðrir ópíóðar og er talið stórhættulegt. Tollurinn lagði í síðustu viku hald á tuttugu þúsund töflur, sem talið var að væru Oxíkontín, en í ljós hefur komið að töflurnar innihalda efnið Nitazene. Formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun sagði í gær að hún óttaðist að efnið gæti þegar verið komið í dreifingu hér á landi. Réttarefnafræðingur sem hefur undanfarin ár mælt ópíóða í fráveituvatni á Íslandi segir Nítazene sérstaklega hættulegt efni. Lítur út eins og aðrir ópíóðar „Þetta eru efni sem eru framleidd á sjötta áratugnum af lyfjafyrirtækjum sem eru að reyna að finna samhliður við morfín og verkastillandi efni en í rauninni eru ekki settar á markað út af því að þessi efni reyndust mjög sterk, um þúsund sinnum sterkari en morfín.“ Efnin hafi svo fyrst birst á svörtum markaði 2019. Að innbyrða þau geti valdið öndunarbælingu og feli í sér auknar líkur á ofskömmtun vegna styrks þeirra. Adam segir erfitt að greina töflurnar frá öðrum ópíóðum. „Ef þú ert ekki með vant auga að þá lítur þetta í rauninni bara út eins og venjulegar töflur. Þetta kom í álþynnum, stimplað með lyfjafyrirtæki, með lotunúmeri og fyrningu þannig að fyrir óvanan einstakling þá lítur þetta bara út eins og töflur og þegar töflur eru í svona þynnum eða boxum eða umbúðum þá býr það til aukið traust og þarna er verið að spila með það traust.“ Adam hefur skimað eftir efninu í fráveitukerfi hér á landi undanfarin ár. Það hefur ekki fundist enn en Adam segir að það þýði þó ekki að það sé ekki komið í dreifingu. Það sé tímaspursmál og segir Adam að neytendur ópíóða þurfi að vera á varðbergi. „Það er talað um með ofskömmtun á nítazínum að Naloxon virkar en það getur þurft fleiri en einn skammt. Útaf því að þetta eru svo gífurlega sterk efni. Þannig að fólk sé vakandi ef það er grunur um ofskömmtun, gefa nalóxon, hringja strax á sjúkrabíl og jafnvel gefa aftur Nalóxon.“ Fíkn Fíkniefnabrot Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Fyrstu niðurstöður mælinga á ópíóíðum í fráveituvatni á Íslandi sýna að neysla þeirra er nokkuð jöfn alla daga vikunnar. Meiri sveiflur er að finna í neyslu á hefðbundnari vímuefnum eins og MDMA, kókaíni, amfetamíni og kannabis. 9. september 2024 09:01 Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tuttugu þúsund töflur sem tollverðir haldlögðu á Keflavíkurflugvelli voru ekki af gerðinni Oxycontin eins og fyrst var talið. Heldur er um að ræða töflu sem innihalda svokallað Nítazene, sem er sagt hættulegt heilsu manna. 3. apríl 2025 15:27 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Sjá meira
Tollurinn lagði í síðustu viku hald á tuttugu þúsund töflur, sem talið var að væru Oxíkontín, en í ljós hefur komið að töflurnar innihalda efnið Nitazene. Formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun sagði í gær að hún óttaðist að efnið gæti þegar verið komið í dreifingu hér á landi. Réttarefnafræðingur sem hefur undanfarin ár mælt ópíóða í fráveituvatni á Íslandi segir Nítazene sérstaklega hættulegt efni. Lítur út eins og aðrir ópíóðar „Þetta eru efni sem eru framleidd á sjötta áratugnum af lyfjafyrirtækjum sem eru að reyna að finna samhliður við morfín og verkastillandi efni en í rauninni eru ekki settar á markað út af því að þessi efni reyndust mjög sterk, um þúsund sinnum sterkari en morfín.“ Efnin hafi svo fyrst birst á svörtum markaði 2019. Að innbyrða þau geti valdið öndunarbælingu og feli í sér auknar líkur á ofskömmtun vegna styrks þeirra. Adam segir erfitt að greina töflurnar frá öðrum ópíóðum. „Ef þú ert ekki með vant auga að þá lítur þetta í rauninni bara út eins og venjulegar töflur. Þetta kom í álþynnum, stimplað með lyfjafyrirtæki, með lotunúmeri og fyrningu þannig að fyrir óvanan einstakling þá lítur þetta bara út eins og töflur og þegar töflur eru í svona þynnum eða boxum eða umbúðum þá býr það til aukið traust og þarna er verið að spila með það traust.“ Adam hefur skimað eftir efninu í fráveitukerfi hér á landi undanfarin ár. Það hefur ekki fundist enn en Adam segir að það þýði þó ekki að það sé ekki komið í dreifingu. Það sé tímaspursmál og segir Adam að neytendur ópíóða þurfi að vera á varðbergi. „Það er talað um með ofskömmtun á nítazínum að Naloxon virkar en það getur þurft fleiri en einn skammt. Útaf því að þetta eru svo gífurlega sterk efni. Þannig að fólk sé vakandi ef það er grunur um ofskömmtun, gefa nalóxon, hringja strax á sjúkrabíl og jafnvel gefa aftur Nalóxon.“
Fíkn Fíkniefnabrot Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Fyrstu niðurstöður mælinga á ópíóíðum í fráveituvatni á Íslandi sýna að neysla þeirra er nokkuð jöfn alla daga vikunnar. Meiri sveiflur er að finna í neyslu á hefðbundnari vímuefnum eins og MDMA, kókaíni, amfetamíni og kannabis. 9. september 2024 09:01 Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tuttugu þúsund töflur sem tollverðir haldlögðu á Keflavíkurflugvelli voru ekki af gerðinni Oxycontin eins og fyrst var talið. Heldur er um að ræða töflu sem innihalda svokallað Nítazene, sem er sagt hættulegt heilsu manna. 3. apríl 2025 15:27 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Sjá meira
„Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Fyrstu niðurstöður mælinga á ópíóíðum í fráveituvatni á Íslandi sýna að neysla þeirra er nokkuð jöfn alla daga vikunnar. Meiri sveiflur er að finna í neyslu á hefðbundnari vímuefnum eins og MDMA, kókaíni, amfetamíni og kannabis. 9. september 2024 09:01
Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tuttugu þúsund töflur sem tollverðir haldlögðu á Keflavíkurflugvelli voru ekki af gerðinni Oxycontin eins og fyrst var talið. Heldur er um að ræða töflu sem innihalda svokallað Nítazene, sem er sagt hættulegt heilsu manna. 3. apríl 2025 15:27