Verðfall á Wall Street Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2025 14:32 Frá kauphöllinni í New York. AP/Seth Wenig Virði hlutabréfa á mörkuðum vestanhafs tók góða dýfu niður á við þegar markaðir opnuðu þar í dag. Er það eftir mjög slæman gærdag og í kjölfar þess að ráðamenn í Kína tilkynntu fyrr í dag að þann 10. apríl yrði settur 34 prósenta tollur á allan innflutning frá Bandaríkjunum. Umtalsverðar lækkanir áttu sér einnig stað á mörkuðum í öðrum hlutum heimsins fyrr í dag. Nasdaq-vísitalan átti í gær sinn versta dag frá 2020 og hefur hún haldið áfram að lækka í dag. Á einungis nokkrum dögum hefur vísitalan lækkað um rúman fimmtung og er þá talað um að verðfall hafi átt sér stað eða talað um „bjarnamarkað“. Russell 2000 vísitalan, fyrir smærri bandarísk fyrirtæki, hefur einnig fallið um fimmtung. S&P 500 hefur einnig lækkað töluvert og er um fimmtán prósentum lægri, miðað við nýlegan hápunkt hennar. Tvær stórar ástæður Wall Street Journal segir að í grunninn megi rekja stóran hluta óreiðunnar til tveggja ástæðna. Önnur þeirra sé sú staðreynd að fjárfestar hafi verið búnir að verja miklum peningum í Bandaríkjunum að undanförnu, vegna þróunar gervigreindar og uppvaxtar stærstu tæknifyrirtækja landsins, svo eitthvað sé nefnt. Virði tæknirisanna sjö, Alphabet, Amazon, Apple, Microsoft, Meta, Nvidia og Tesla hafi aukist verulega. Þessi félög táknuðu þegar mest var um rúman þriðjung hlutabréfaköku Bandaríkjanna, ef svo má að orði komast, og hlutabréfamarkaður Bandaríkjanna rúmlega þrír fjórðu af virði markaða heimsins. Vonir um að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, myndi auka hagvöxt með skattalækkunum og með því að fella niður reglugerðir og aðra tálma úr vegi fyrirtækja hafa ekki raungerst. Þess í stað hefur Trump einbeitt sér að fólksflutningum, tollum og uppsögnum opinberra starfsmanna. Hinn vendipunkturinn er samkvæmt WSJ sá að tollar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, séu að draga verulega úr áhuga fjárfesta á bandarískum mörkuðum. Markmið Trumps virðist vera að flytja framleiðslu til Bandaríkjanna. Að sannfæra forsvarsmenn fyrirtækja um að opna verksmiðjur í Bandaríkjunum og framleiða vörur sínar þar og þannig draga úr viðskiptahalla Bandaríkjanna við önnur ríki. Þetta gæti bæði haft slæm áhrif á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. Það að flytja verksmiðjur til Bandaríkjanna myndi kosta fyrirtæki mikla peninga og framleiðsla þeirri yrði þar að auki mun dýrari. Í grein WSJ segir einnig að með minni viðskiptahalla myndi draga úr fjárfestingum í Bandaríkjunum til lengri tíma. „Frábær tími til að verða ríkur“ Olíuverð hefur lækkað hratt á undanförnum dögum og hefur ekki verið lægra í nærri því fjögur ár. OPEC-ríkin svokölluðu og bandamenn þeirra í OPEC+ ætla að auka framleiðslu og þar að auk óttast greinendur að tollar Trumps og mögulegar hefndaraðgerðir muni draga úr efnahagsumsvifum á næstunni. Trump, sem er staddur í Flórída, birti skilaboð á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, þar sem hann sagði að nú væri frábær tími til að auðgast. Þessi skilaboð sendi hann til „þeirra mörgu“ fjárfesta sem streymdu til Bandaríkjanna og sagði að stefnumál hans myndu aldrei breytast. Bandaríkin Donald Trump Kína Skattar og tollar Tengdar fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Utanríkisráðherra segir fyrstu samtöl sín við kollega sinn frá Bandaríkjunum lofa góðu. Öryggi á Norðurslóðum sé að færast ofar á forgangslista Atlantshafsbandalagsins. 4. apríl 2025 13:23 Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir tollahækkanir Trump geta haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu og vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Ísland hafi sloppið vel en erfitt sé að gera sér grein fyrir mögulegum tækifærum sem felist í aðgerðunum. 4. apríl 2025 09:31 Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að hinir nýju tollar sem Bandaríkjaforseti tilkynnti um á miðvikudag og lagðir verða á vörur frá Íslandi, muni ekki kollsteypa íslenskum útflutningsgreinum. Nýju tollarnir séu ekki góðar fréttir en að staðan gæti vissulega verið verri. 4. apríl 2025 08:02 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira
Umtalsverðar lækkanir áttu sér einnig stað á mörkuðum í öðrum hlutum heimsins fyrr í dag. Nasdaq-vísitalan átti í gær sinn versta dag frá 2020 og hefur hún haldið áfram að lækka í dag. Á einungis nokkrum dögum hefur vísitalan lækkað um rúman fimmtung og er þá talað um að verðfall hafi átt sér stað eða talað um „bjarnamarkað“. Russell 2000 vísitalan, fyrir smærri bandarísk fyrirtæki, hefur einnig fallið um fimmtung. S&P 500 hefur einnig lækkað töluvert og er um fimmtán prósentum lægri, miðað við nýlegan hápunkt hennar. Tvær stórar ástæður Wall Street Journal segir að í grunninn megi rekja stóran hluta óreiðunnar til tveggja ástæðna. Önnur þeirra sé sú staðreynd að fjárfestar hafi verið búnir að verja miklum peningum í Bandaríkjunum að undanförnu, vegna þróunar gervigreindar og uppvaxtar stærstu tæknifyrirtækja landsins, svo eitthvað sé nefnt. Virði tæknirisanna sjö, Alphabet, Amazon, Apple, Microsoft, Meta, Nvidia og Tesla hafi aukist verulega. Þessi félög táknuðu þegar mest var um rúman þriðjung hlutabréfaköku Bandaríkjanna, ef svo má að orði komast, og hlutabréfamarkaður Bandaríkjanna rúmlega þrír fjórðu af virði markaða heimsins. Vonir um að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, myndi auka hagvöxt með skattalækkunum og með því að fella niður reglugerðir og aðra tálma úr vegi fyrirtækja hafa ekki raungerst. Þess í stað hefur Trump einbeitt sér að fólksflutningum, tollum og uppsögnum opinberra starfsmanna. Hinn vendipunkturinn er samkvæmt WSJ sá að tollar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, séu að draga verulega úr áhuga fjárfesta á bandarískum mörkuðum. Markmið Trumps virðist vera að flytja framleiðslu til Bandaríkjanna. Að sannfæra forsvarsmenn fyrirtækja um að opna verksmiðjur í Bandaríkjunum og framleiða vörur sínar þar og þannig draga úr viðskiptahalla Bandaríkjanna við önnur ríki. Þetta gæti bæði haft slæm áhrif á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. Það að flytja verksmiðjur til Bandaríkjanna myndi kosta fyrirtæki mikla peninga og framleiðsla þeirri yrði þar að auki mun dýrari. Í grein WSJ segir einnig að með minni viðskiptahalla myndi draga úr fjárfestingum í Bandaríkjunum til lengri tíma. „Frábær tími til að verða ríkur“ Olíuverð hefur lækkað hratt á undanförnum dögum og hefur ekki verið lægra í nærri því fjögur ár. OPEC-ríkin svokölluðu og bandamenn þeirra í OPEC+ ætla að auka framleiðslu og þar að auk óttast greinendur að tollar Trumps og mögulegar hefndaraðgerðir muni draga úr efnahagsumsvifum á næstunni. Trump, sem er staddur í Flórída, birti skilaboð á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, þar sem hann sagði að nú væri frábær tími til að auðgast. Þessi skilaboð sendi hann til „þeirra mörgu“ fjárfesta sem streymdu til Bandaríkjanna og sagði að stefnumál hans myndu aldrei breytast.
Bandaríkin Donald Trump Kína Skattar og tollar Tengdar fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Utanríkisráðherra segir fyrstu samtöl sín við kollega sinn frá Bandaríkjunum lofa góðu. Öryggi á Norðurslóðum sé að færast ofar á forgangslista Atlantshafsbandalagsins. 4. apríl 2025 13:23 Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir tollahækkanir Trump geta haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu og vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Ísland hafi sloppið vel en erfitt sé að gera sér grein fyrir mögulegum tækifærum sem felist í aðgerðunum. 4. apríl 2025 09:31 Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að hinir nýju tollar sem Bandaríkjaforseti tilkynnti um á miðvikudag og lagðir verða á vörur frá Íslandi, muni ekki kollsteypa íslenskum útflutningsgreinum. Nýju tollarnir séu ekki góðar fréttir en að staðan gæti vissulega verið verri. 4. apríl 2025 08:02 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira
Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Utanríkisráðherra segir fyrstu samtöl sín við kollega sinn frá Bandaríkjunum lofa góðu. Öryggi á Norðurslóðum sé að færast ofar á forgangslista Atlantshafsbandalagsins. 4. apríl 2025 13:23
Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir tollahækkanir Trump geta haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu og vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Ísland hafi sloppið vel en erfitt sé að gera sér grein fyrir mögulegum tækifærum sem felist í aðgerðunum. 4. apríl 2025 09:31
Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að hinir nýju tollar sem Bandaríkjaforseti tilkynnti um á miðvikudag og lagðir verða á vörur frá Íslandi, muni ekki kollsteypa íslenskum útflutningsgreinum. Nýju tollarnir séu ekki góðar fréttir en að staðan gæti vissulega verið verri. 4. apríl 2025 08:02