„Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 6. apríl 2025 20:01 Helga og Arnar eignuðust frumburð sinn í lok síðasta árs. Irja Gröndal Helga Kristín Ingólfsdóttir, mannauðsráðgjafi og hlaðvarpstjórnandi, og kærasti hennar Arnar Þór Ólafsson, fjármálaverkfræðingur og þáttastjórnandi, eignuðust sitt fyrsta barn saman í lok desember síðastliðinn. Helga segir foreldrahlutverkið hafi breytt sambandi hennar og Arnars til hins betra. Ingólfur litli kom í heiminn í lok síðasta árs, eða þann 27. desember, tíu dögum fyrir settan dag. Helga segir fyrstu dagana og vikurnar með lítið barn hafa gengið upp og niður líkt og meðgangan sjálf, erfiðara en hana hafði grunað. „En það er alveg magnað hvað maður lærir hratt. Svo er maður auðvitað bara að kynnast og læra inná þennan nýfædda einstakling og þá skiptir miklu máli að taka einn dag í einu,“ segir Helga. Irja Gröndal Helga Kristín situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Móðurmál. Hlátur og grátur eftir þriðja þungunarprófið Hvernig lýsir þú stundinni þegar þú komst að því að þú værir ófrísk? Mjög óraunveruleg. Ég horfði á jákvæða prófið og trúði því ekki að þetta væri að gerast. Svo þegar þriðja prófið kom jákvætt út þá féllu nokkur tár og svo helltist einhvers konar geðshræringar hlátur yfir mig, mjög sérstakar aðstæður. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Fyrstu vikurnar voru mjög erfiðar. Það var augljóst að ónæmiskerfið var ekki uppá sitt besta því ég nældi mér í þó nokkrar flensur fyrsta þriðjung meðgöngunnar. Svo hljóp ég mjög illa upp í húðinni, bæði af bólum og exemi. Frá svona 22 viku fór þetta að skána en mér fannst ég hraustari og húðin farin að hjaðna. Hormónin voru greinilega að vinna með mér síðasta þriðjung meðgöngunnar. Irja Gröndal Fékk mikið að heyra það hvað kúlan væri lítil Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Maður átti auðvitað góða og slæma daga. Fyrstu vikurnar var ég mjög orkulítil og ég fann strax að ég gat ekki æft eins og ég var vön. Það fannst mér erfitt en sem betur fer fór ég að finna fyrir meiri orku þegar fór að líða á meðgönguna þannig ég endaði með að ná að æfa vel fram á næstum síðasta dag. Hvað kúluna varðar þá fannst mér það bara voða gaman og ég var dugleg að taka myndir af kúlunni sem er mjög gaman að skoða í dag og rifja upp þetta tímabil. En ég man ég pældi mikið í kúlustærðinni samt og ég fékk mikið að heyra það hvað hún væri lítil þannig stundum leyfði maður óþarfa áhyggjum hvað það varðar að taka yfir. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Almennt góð en það var einmitt það sem kom mér kannski mest á óvart, hvað maður var í miklu og reglulegu eftirliti í mæðraverndinni. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Nei ég fann ekki fyrir neinu svoleiðis. Það komu kannski nokkrir dagar þar sem ég þráði Sprite. Mér fannst það alveg smá skrítið því ég hafði ekki drukkið það síðan ég var barn. Tilhlökkun að fá barnið í heiminn Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Mér fannst mjög erfitt að eiga við húðina mína þar sem ég hljóp mest upp í andlitinu og það sem mér fannst sérstaklega erfitt var að það var ekki hægt að gera neitt fyrir mig. Mér var allavega ráðlagt að sleppa sýklalyfjum tengdum húðinni og sterakremum, þannig ég var bara soldið að leyfa tímanum að líða og vona að sýkingin í húðinni myndi hjaðna. Þetta reyndi mjög á andlega og það kom alveg tímabil þar sem ég lokaði mig bara inni, ég treysti mér ekki út meðal fólks því ég skammaðist mín svo mikið. Svo fylgir auðvitað líka sársauki svona húðvandamálum, það var í raun bara sársaukafullt að hreyfa andlitið. View this post on Instagram A post shared by 𝐻𝐸𝐿𝐺𝐴 𝐾𝑅𝐼𝑆𝑇𝐼́𝑁 𝐼𝑁𝐺𝑂́𝐿𝐹𝑆𝐷𝑂́𝑇𝑇𝐼𝑅 (@helgakristini) Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Ætli það hafi ekki bara verið tilhlökkunin að fá barnið sitt í heiminn, hún er eiginlega ólýsanleg. Við Arnar áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina sem við hlökkuðum svo til. Varstu í mömmuklúbb? Nei ég var í engum sérstökum mömmuklúbbi en vinkona mín var ólétt á sama tíma og ég á vinkonur sem eiga börn þannig ég leitaði mikið til þeirra. Fannst þér það skipta máli að umgangast mæður sem voru á svipuðum stað? Nei ekkert endilega en mér fannst samt mjög gott að geta leitað til vinkvenna minna sem áttu börn fyrir. Þó svo að við værum ekki á sama stað þá tengdu þær við það sem ég var að upplifa og gátu ráðlagt mér í hinum ýmsu efnum. Fengu þið að vita kynið? Já. Irja Gröndal Allt fór vel að lokum Hvernig bjóstu þig undir fæðinguna? Ég undirbjó mig ekkert sérstaklega og það var kannski bara af því að ég var að gera þetta í fyrsta sinn og auðvitað bara vissi ekki hvað ég væri að fara út í. Ég pakkaði vissulega í þessa klassísku spítalatösku sem er eiginlega ótrúlegt því hann kom tíu dögum fyrir settan dag en mig minnir að ég hafi ekki gert mikið meira en það. Hvernig gekk fæðingin? Hún gekk heilt yfir vel. Hún var soldið löng en ég fer af stað aðfaranótt jóladags og Ingólfur fæðist svo aðfaranótt 27.desember, tveimur sólarhringum síðar. Það þurfti tvær tilraunir fyrir mænudeyfinguna og svo var hjartslátturinn hans smá áhyggjuefni yfir fæðinguna, þar sem hann var mjög hár, en ég var undir mjög góðu eftirliti á Landspítalanum og vegna þessa fór allt vel. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Bara dásamleg tilfinning. Móment sem maður væri til í að upplifa aftur. View this post on Instagram A post shared by 𝐻𝐸𝐿𝐺𝐴 𝐾𝑅𝐼𝑆𝑇𝐼́𝑁 𝐼𝑁𝐺𝑂́𝐿𝐹𝑆𝐷𝑂́𝑇𝑇𝐼𝑅 (@helgakristini) Helga heldur úti hlaðvarpsþáttunum Móment með mömmu, ásamt móður sinni, Guðrúnu Ernu Þórhallsdóttur, aðstoðarskólastjóra í Árbæjarskóla. Í þáttunum fara þær um víðan völl og fanga um leið samband þeirra og líf síðastliðin 28 ár. Sjá: Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Í nýjasta þættinum, sem má nálgast í spilaranum hér að neðan, segir Helga fæðingarsöguna. Sambandið breyttist til hins betra Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Ég man það ekki alveg, mögulega bara hvernig ég hefði það. Hins vegar var algengasta athugasemdin hvað ég væri með litla kúlu. Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? Eins og meðgangan, þá voru fyrstu dagarnir og vikurnar bara upp og niður. Þetta var allavega miklu erfiðara en mig hefði grunað en það er alveg magnað hvað maður lærir hratt. Svo er maður auðvitað bara að kynnast og læra inná þennan nýfædda einstakling og þá skiptir miklu máli að taka einn dag í einu. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Ekki beint pressa en algorithminn á samfélagsmiðlunum mínum breyttist ansi fljótt. Allt í einu kom bara upp efni um meðgöngur, barnadót og mömmulífið. Þannig í sjálfu sér er engin pressa frá samfélaginu, maður setur þessa pressu soldið á sjálfan sig þegar maður sogast inn í allt þetta efni og maður fer að bera sig saman við það hvernig aðrar mæður eru að gera þetta. Maður verður einhvern veginn að kúpla sig út úr þessu og fara sínar eigin leiðir, ég vona að ég standi mig betur í þessum efnum á næstu meðgöngu. Fannst ykkur erfitt að velja nafn á barnið? Alls ekki. Nafnið kom á leiðinni heim úr kynjasónarnum á 16. viku og við breyttum ekki um skoðun eftir það. Sonur okkar er skírður í höfuðið á afa sínum Ingólfi, pabba mínum. Nafnarnir saman á skírnardaginn.Samsett/Irja Gröndal Heppin með konur í kringum sig Hvernig gekk brjóstagjöf ef þú ákvaðst að fara þá leið? Hún gekk illa og þessir fyrstu dagar þegar maður var að reyna að koma henni af stað voru bara mjög erfiðir en sem betur fer er ég heppin með konur í lífi mínu sem voru til staðar og stöppuðu í mig stálinu. Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman? Í sjálfu sér ekki, ef eitthvað hefur breyst þá hefur það allavega bara verið til hins betra. Auðvitað höfum við sem einstaklingar þurft að samstilla okkar rútínur betur og aðlagað okkur að nýjum fjölskyldumeðlim. Það getur alveg verið krefjandi en þá er svo mikilvægt að báðir aðilar séu tilbúnir í það verkefni og sem betur fer erum við á þeim stað. Það að eiga líka þetta sameiginlegt markmið, að hugsa vel um son okkar og hjálpa honum að vaxa og dafna, hefur líka ýtt undir ný samskipti sem er svo frábært. Móðurmál Barnalán Ástin og lífið Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“ Makamál „Ég passaði bara ekki inn í mig“ Makamál „Ég er svakalega einhleyp en hef gift marga“ Makamál Hefur þú verið hluti af framhjáhaldi sem endaði með sambandi? Makamál Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Hvernig bregst maki þinn oftast við þegar upp kemur ágreiningur? Makamál Fleiri fréttir „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ „Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“ Einhleypan: „No bullshit týpa“ Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Sjá meira
Ingólfur litli kom í heiminn í lok síðasta árs, eða þann 27. desember, tíu dögum fyrir settan dag. Helga segir fyrstu dagana og vikurnar með lítið barn hafa gengið upp og niður líkt og meðgangan sjálf, erfiðara en hana hafði grunað. „En það er alveg magnað hvað maður lærir hratt. Svo er maður auðvitað bara að kynnast og læra inná þennan nýfædda einstakling og þá skiptir miklu máli að taka einn dag í einu,“ segir Helga. Irja Gröndal Helga Kristín situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Móðurmál. Hlátur og grátur eftir þriðja þungunarprófið Hvernig lýsir þú stundinni þegar þú komst að því að þú værir ófrísk? Mjög óraunveruleg. Ég horfði á jákvæða prófið og trúði því ekki að þetta væri að gerast. Svo þegar þriðja prófið kom jákvætt út þá féllu nokkur tár og svo helltist einhvers konar geðshræringar hlátur yfir mig, mjög sérstakar aðstæður. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Fyrstu vikurnar voru mjög erfiðar. Það var augljóst að ónæmiskerfið var ekki uppá sitt besta því ég nældi mér í þó nokkrar flensur fyrsta þriðjung meðgöngunnar. Svo hljóp ég mjög illa upp í húðinni, bæði af bólum og exemi. Frá svona 22 viku fór þetta að skána en mér fannst ég hraustari og húðin farin að hjaðna. Hormónin voru greinilega að vinna með mér síðasta þriðjung meðgöngunnar. Irja Gröndal Fékk mikið að heyra það hvað kúlan væri lítil Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Maður átti auðvitað góða og slæma daga. Fyrstu vikurnar var ég mjög orkulítil og ég fann strax að ég gat ekki æft eins og ég var vön. Það fannst mér erfitt en sem betur fer fór ég að finna fyrir meiri orku þegar fór að líða á meðgönguna þannig ég endaði með að ná að æfa vel fram á næstum síðasta dag. Hvað kúluna varðar þá fannst mér það bara voða gaman og ég var dugleg að taka myndir af kúlunni sem er mjög gaman að skoða í dag og rifja upp þetta tímabil. En ég man ég pældi mikið í kúlustærðinni samt og ég fékk mikið að heyra það hvað hún væri lítil þannig stundum leyfði maður óþarfa áhyggjum hvað það varðar að taka yfir. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Almennt góð en það var einmitt það sem kom mér kannski mest á óvart, hvað maður var í miklu og reglulegu eftirliti í mæðraverndinni. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Nei ég fann ekki fyrir neinu svoleiðis. Það komu kannski nokkrir dagar þar sem ég þráði Sprite. Mér fannst það alveg smá skrítið því ég hafði ekki drukkið það síðan ég var barn. Tilhlökkun að fá barnið í heiminn Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Mér fannst mjög erfitt að eiga við húðina mína þar sem ég hljóp mest upp í andlitinu og það sem mér fannst sérstaklega erfitt var að það var ekki hægt að gera neitt fyrir mig. Mér var allavega ráðlagt að sleppa sýklalyfjum tengdum húðinni og sterakremum, þannig ég var bara soldið að leyfa tímanum að líða og vona að sýkingin í húðinni myndi hjaðna. Þetta reyndi mjög á andlega og það kom alveg tímabil þar sem ég lokaði mig bara inni, ég treysti mér ekki út meðal fólks því ég skammaðist mín svo mikið. Svo fylgir auðvitað líka sársauki svona húðvandamálum, það var í raun bara sársaukafullt að hreyfa andlitið. View this post on Instagram A post shared by 𝐻𝐸𝐿𝐺𝐴 𝐾𝑅𝐼𝑆𝑇𝐼́𝑁 𝐼𝑁𝐺𝑂́𝐿𝐹𝑆𝐷𝑂́𝑇𝑇𝐼𝑅 (@helgakristini) Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Ætli það hafi ekki bara verið tilhlökkunin að fá barnið sitt í heiminn, hún er eiginlega ólýsanleg. Við Arnar áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina sem við hlökkuðum svo til. Varstu í mömmuklúbb? Nei ég var í engum sérstökum mömmuklúbbi en vinkona mín var ólétt á sama tíma og ég á vinkonur sem eiga börn þannig ég leitaði mikið til þeirra. Fannst þér það skipta máli að umgangast mæður sem voru á svipuðum stað? Nei ekkert endilega en mér fannst samt mjög gott að geta leitað til vinkvenna minna sem áttu börn fyrir. Þó svo að við værum ekki á sama stað þá tengdu þær við það sem ég var að upplifa og gátu ráðlagt mér í hinum ýmsu efnum. Fengu þið að vita kynið? Já. Irja Gröndal Allt fór vel að lokum Hvernig bjóstu þig undir fæðinguna? Ég undirbjó mig ekkert sérstaklega og það var kannski bara af því að ég var að gera þetta í fyrsta sinn og auðvitað bara vissi ekki hvað ég væri að fara út í. Ég pakkaði vissulega í þessa klassísku spítalatösku sem er eiginlega ótrúlegt því hann kom tíu dögum fyrir settan dag en mig minnir að ég hafi ekki gert mikið meira en það. Hvernig gekk fæðingin? Hún gekk heilt yfir vel. Hún var soldið löng en ég fer af stað aðfaranótt jóladags og Ingólfur fæðist svo aðfaranótt 27.desember, tveimur sólarhringum síðar. Það þurfti tvær tilraunir fyrir mænudeyfinguna og svo var hjartslátturinn hans smá áhyggjuefni yfir fæðinguna, þar sem hann var mjög hár, en ég var undir mjög góðu eftirliti á Landspítalanum og vegna þessa fór allt vel. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Bara dásamleg tilfinning. Móment sem maður væri til í að upplifa aftur. View this post on Instagram A post shared by 𝐻𝐸𝐿𝐺𝐴 𝐾𝑅𝐼𝑆𝑇𝐼́𝑁 𝐼𝑁𝐺𝑂́𝐿𝐹𝑆𝐷𝑂́𝑇𝑇𝐼𝑅 (@helgakristini) Helga heldur úti hlaðvarpsþáttunum Móment með mömmu, ásamt móður sinni, Guðrúnu Ernu Þórhallsdóttur, aðstoðarskólastjóra í Árbæjarskóla. Í þáttunum fara þær um víðan völl og fanga um leið samband þeirra og líf síðastliðin 28 ár. Sjá: Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Í nýjasta þættinum, sem má nálgast í spilaranum hér að neðan, segir Helga fæðingarsöguna. Sambandið breyttist til hins betra Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Ég man það ekki alveg, mögulega bara hvernig ég hefði það. Hins vegar var algengasta athugasemdin hvað ég væri með litla kúlu. Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? Eins og meðgangan, þá voru fyrstu dagarnir og vikurnar bara upp og niður. Þetta var allavega miklu erfiðara en mig hefði grunað en það er alveg magnað hvað maður lærir hratt. Svo er maður auðvitað bara að kynnast og læra inná þennan nýfædda einstakling og þá skiptir miklu máli að taka einn dag í einu. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Ekki beint pressa en algorithminn á samfélagsmiðlunum mínum breyttist ansi fljótt. Allt í einu kom bara upp efni um meðgöngur, barnadót og mömmulífið. Þannig í sjálfu sér er engin pressa frá samfélaginu, maður setur þessa pressu soldið á sjálfan sig þegar maður sogast inn í allt þetta efni og maður fer að bera sig saman við það hvernig aðrar mæður eru að gera þetta. Maður verður einhvern veginn að kúpla sig út úr þessu og fara sínar eigin leiðir, ég vona að ég standi mig betur í þessum efnum á næstu meðgöngu. Fannst ykkur erfitt að velja nafn á barnið? Alls ekki. Nafnið kom á leiðinni heim úr kynjasónarnum á 16. viku og við breyttum ekki um skoðun eftir það. Sonur okkar er skírður í höfuðið á afa sínum Ingólfi, pabba mínum. Nafnarnir saman á skírnardaginn.Samsett/Irja Gröndal Heppin með konur í kringum sig Hvernig gekk brjóstagjöf ef þú ákvaðst að fara þá leið? Hún gekk illa og þessir fyrstu dagar þegar maður var að reyna að koma henni af stað voru bara mjög erfiðir en sem betur fer er ég heppin með konur í lífi mínu sem voru til staðar og stöppuðu í mig stálinu. Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman? Í sjálfu sér ekki, ef eitthvað hefur breyst þá hefur það allavega bara verið til hins betra. Auðvitað höfum við sem einstaklingar þurft að samstilla okkar rútínur betur og aðlagað okkur að nýjum fjölskyldumeðlim. Það getur alveg verið krefjandi en þá er svo mikilvægt að báðir aðilar séu tilbúnir í það verkefni og sem betur fer erum við á þeim stað. Það að eiga líka þetta sameiginlegt markmið, að hugsa vel um son okkar og hjálpa honum að vaxa og dafna, hefur líka ýtt undir ný samskipti sem er svo frábært.
Móðurmál Barnalán Ástin og lífið Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“ Makamál „Ég passaði bara ekki inn í mig“ Makamál „Ég er svakalega einhleyp en hef gift marga“ Makamál Hefur þú verið hluti af framhjáhaldi sem endaði með sambandi? Makamál Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Hvernig bregst maki þinn oftast við þegar upp kemur ágreiningur? Makamál Fleiri fréttir „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ „Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“ Einhleypan: „No bullshit týpa“ Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Sjá meira