Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Atli Ísleifsson skrifar 3. apríl 2025 13:24 Markaðssetningin var sögð gefa hinum almenna neytanda ranglega til kynna að laxeldi Arnarlax í sjókvíum væri að fullu sjálfbært og hafi þannig engin eða í það minnsta hlutlaus áhrif á umhverfið. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að banna fiskeldisfélaginu Arnarlaxi að nota fullyrðingu um að laxeldi félagsins væri sjálfbært í markaðsefni sínu og notkun orð- og myndmerkinga sem vísa til þess að lax frá Arnarlaxi sé sjálfbær. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu. Þar kemur þó einnig fram að áfrýjunarnefndin hafi fellt úr gildi þann hluta ákvörðunarinnar sem sneri að fullyrðingu, sem áfrýjunarnefnd taldi lúta að stefnu félagsins, um að auka sjálfbærni í starfsemi þess. „Í ákvörðun Neytendastofu kom fram að það væri álit stofnunarinnar að notkun Arnarlax á hugtökunum sjálfbær og sjálfbærni væri almenn og óljós, ekki studd nægilegum gögnum og væri því villandi og óréttmæt gagnvart neytendum. Markaðssetningin gefi þannig hinum almenna neytanda ranglega til kynna að laxeldi félagsins í sjókvíum væri að fullu sjálfbært og hafi þannig engin eða í það minnsta hlutlaus áhrif á umhverfið. Að mati Neytendastofu beri að líta til þess að notkun Arnarlax á fullyrðingum sem innihalda hugtökin sjálfbær og sjálfbærni sé nokkuð víðtæk og áberandi. Notkunin væri tengd við orð- og myndmerki félagsins sem komi fram á vefsíðu þess, í blaðaauglýsingum og öðru markaðs- og kynningarefni. Neytendastofa bannaði því Arnarlaxi notkun fullyrðingar um sjálfbæran lax og sjálfbærni í markaðs- og kynningarefni félagsins. Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti ákvörðun Neytendastofu um að banna Arnarlaxi að nota fullyrðingu um að laxeldi félagsins væri sjálfbært og notkun orð og myndmerkja sem vísa til þess að lax frá Arnarlaxi sé sjálfbær. Hins vegar var felldur úr gildi sá hluti ákvörðunarinnar er sneri að fullyrðingu, sem áfrýjunarnefnd taldi lúta að stefnu félagsins, um að auka sjálfbærni í starfsemi þess og sá hluti sem sneri að broti gegn f. lið 1. mgr. 9. gr. og 2. mgr. 9. gr. laga nr. 57/2005,“ segir á vef Neytendastofu. Í svörum Arnarlax kom á sínum tíma fram að félagið starfi á grundvelli starfs- og rekstrarleyfa frá Umhverfis- og Matvælastofnun sem veitt séu samkvæmt lögum. Þá vísaði félagið til þess að starfsemi félagsins væri vottuð alþjóðlegu vottunarkerfi, ASC, sem taki bæði til umhverfis- og samfélagslegra þátta. Þær fullyrðingar Arnarlax, sem birtust meðal annars á heimasíðu Arnarlax, og þörfnuðust nánari skýringa og sannanna voru: „Sustainability it´s in our nature.“ „Sustainable salmon farming at Arnarlax takes place on the fish´s terms.“ „Arnarlax ensures the quality of its salmon by striving to support fish health and reduce environmental impact with innovative aquaculture.“ „It is important to us that our fish feed have the correct balance of nutritional content, consistency and taste, as well as being gentle on the environment.“ „For example, in the winter we use a special blend of feed and require our feed suppliers to ensure that the ingredients they use are sustainability certified.“ „All Arnarlax farming activity has been through an environmental assessment process.“ Auglýsinga- og markaðsmál Sjálfbærni Sjókvíaeldi Fiskeldi Neytendur Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Neytendastofu. Þar kemur þó einnig fram að áfrýjunarnefndin hafi fellt úr gildi þann hluta ákvörðunarinnar sem sneri að fullyrðingu, sem áfrýjunarnefnd taldi lúta að stefnu félagsins, um að auka sjálfbærni í starfsemi þess. „Í ákvörðun Neytendastofu kom fram að það væri álit stofnunarinnar að notkun Arnarlax á hugtökunum sjálfbær og sjálfbærni væri almenn og óljós, ekki studd nægilegum gögnum og væri því villandi og óréttmæt gagnvart neytendum. Markaðssetningin gefi þannig hinum almenna neytanda ranglega til kynna að laxeldi félagsins í sjókvíum væri að fullu sjálfbært og hafi þannig engin eða í það minnsta hlutlaus áhrif á umhverfið. Að mati Neytendastofu beri að líta til þess að notkun Arnarlax á fullyrðingum sem innihalda hugtökin sjálfbær og sjálfbærni sé nokkuð víðtæk og áberandi. Notkunin væri tengd við orð- og myndmerki félagsins sem komi fram á vefsíðu þess, í blaðaauglýsingum og öðru markaðs- og kynningarefni. Neytendastofa bannaði því Arnarlaxi notkun fullyrðingar um sjálfbæran lax og sjálfbærni í markaðs- og kynningarefni félagsins. Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti ákvörðun Neytendastofu um að banna Arnarlaxi að nota fullyrðingu um að laxeldi félagsins væri sjálfbært og notkun orð og myndmerkja sem vísa til þess að lax frá Arnarlaxi sé sjálfbær. Hins vegar var felldur úr gildi sá hluti ákvörðunarinnar er sneri að fullyrðingu, sem áfrýjunarnefnd taldi lúta að stefnu félagsins, um að auka sjálfbærni í starfsemi þess og sá hluti sem sneri að broti gegn f. lið 1. mgr. 9. gr. og 2. mgr. 9. gr. laga nr. 57/2005,“ segir á vef Neytendastofu. Í svörum Arnarlax kom á sínum tíma fram að félagið starfi á grundvelli starfs- og rekstrarleyfa frá Umhverfis- og Matvælastofnun sem veitt séu samkvæmt lögum. Þá vísaði félagið til þess að starfsemi félagsins væri vottuð alþjóðlegu vottunarkerfi, ASC, sem taki bæði til umhverfis- og samfélagslegra þátta. Þær fullyrðingar Arnarlax, sem birtust meðal annars á heimasíðu Arnarlax, og þörfnuðust nánari skýringa og sannanna voru: „Sustainability it´s in our nature.“ „Sustainable salmon farming at Arnarlax takes place on the fish´s terms.“ „Arnarlax ensures the quality of its salmon by striving to support fish health and reduce environmental impact with innovative aquaculture.“ „It is important to us that our fish feed have the correct balance of nutritional content, consistency and taste, as well as being gentle on the environment.“ „For example, in the winter we use a special blend of feed and require our feed suppliers to ensure that the ingredients they use are sustainability certified.“ „All Arnarlax farming activity has been through an environmental assessment process.“
Þær fullyrðingar Arnarlax, sem birtust meðal annars á heimasíðu Arnarlax, og þörfnuðust nánari skýringa og sannanna voru: „Sustainability it´s in our nature.“ „Sustainable salmon farming at Arnarlax takes place on the fish´s terms.“ „Arnarlax ensures the quality of its salmon by striving to support fish health and reduce environmental impact with innovative aquaculture.“ „It is important to us that our fish feed have the correct balance of nutritional content, consistency and taste, as well as being gentle on the environment.“ „For example, in the winter we use a special blend of feed and require our feed suppliers to ensure that the ingredients they use are sustainability certified.“ „All Arnarlax farming activity has been through an environmental assessment process.“
Auglýsinga- og markaðsmál Sjálfbærni Sjókvíaeldi Fiskeldi Neytendur Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf