McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Valur Páll Eiríksson skrifar 1. apríl 2025 10:33 Rory McIlroy sækist eftir fyrsta Masters-titlinum sem myndi skrá hann í fámennan elítuklúbb. Photo by David Cannon/Getty Images Norður-Írinn Rory McIlroy glímir við meiðsli eftir mót helgarinnar þegar styttist í fyrsta risamót ársins. Tæpar tvær vikur eru í Masters-mótið á Augusta. McIlroy hafnaði í fimmta sæti á Houston Open um helgina, sæti sem hann náði í með glimrandi lokahring þar sem hann lék á sex höggum undir pari vallar. Því náði hann þrátt fyrir að glíma við eymsli í olnboga. Hann leggur nú allt kapp á að ná sér góðum fyrir Masters-mótið eftir tæpar tvær vikur. „Hægri olnboginn hefur verið að angra mig aðeins. Líklega fæ ég meðhöndlun til að vera viss um að ég verði í lagi fyrir Augusta,“ sagði McIlroy í samtali við Golf Channel. „Ég funda með þjálfaranum mínum, Michael Bannon, í vikunni. Við munum vinna í þessu og sjá til þess að ég verði í standi,“ segir Norður-Írinn enn fremur. Masters-mótið er eina risamótið sem McIlroy hefur ekki unnið á ferli sínum. Hann eltist því af áfergju við að klæðast græna jakkanum. Hann getur orðið sjötti kylfingurinn sem fagnar sigri á öllum fjórum risamótunum. Hinir fimm eru Tiger Woods, Jack Nicklaus, Ben Hogan, Gary Player og Gene Sarazen. McIlroy komst næst því að vinna árið 2011 þegar hann leiddi fyrir lokahringinn en gaf þá forystu eftir. Hann lenti þá í öðru sæti á eftir Scottie Scheffler fyrir þremur árum. McIlroy hefur farið vel af stað á þessu ári og vann Players meistaramótið fyrir tveimur vikum síðan eftir bráðabana. Masters-mótið fer að venju fram á Augusta-vellinum í Georgíu, dagana 10.-13. apríl. Mótið verður sýnt á rásum Stöðvar 2 Sport. Masters-mótið Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
McIlroy hafnaði í fimmta sæti á Houston Open um helgina, sæti sem hann náði í með glimrandi lokahring þar sem hann lék á sex höggum undir pari vallar. Því náði hann þrátt fyrir að glíma við eymsli í olnboga. Hann leggur nú allt kapp á að ná sér góðum fyrir Masters-mótið eftir tæpar tvær vikur. „Hægri olnboginn hefur verið að angra mig aðeins. Líklega fæ ég meðhöndlun til að vera viss um að ég verði í lagi fyrir Augusta,“ sagði McIlroy í samtali við Golf Channel. „Ég funda með þjálfaranum mínum, Michael Bannon, í vikunni. Við munum vinna í þessu og sjá til þess að ég verði í standi,“ segir Norður-Írinn enn fremur. Masters-mótið er eina risamótið sem McIlroy hefur ekki unnið á ferli sínum. Hann eltist því af áfergju við að klæðast græna jakkanum. Hann getur orðið sjötti kylfingurinn sem fagnar sigri á öllum fjórum risamótunum. Hinir fimm eru Tiger Woods, Jack Nicklaus, Ben Hogan, Gary Player og Gene Sarazen. McIlroy komst næst því að vinna árið 2011 þegar hann leiddi fyrir lokahringinn en gaf þá forystu eftir. Hann lenti þá í öðru sæti á eftir Scottie Scheffler fyrir þremur árum. McIlroy hefur farið vel af stað á þessu ári og vann Players meistaramótið fyrir tveimur vikum síðan eftir bráðabana. Masters-mótið fer að venju fram á Augusta-vellinum í Georgíu, dagana 10.-13. apríl. Mótið verður sýnt á rásum Stöðvar 2 Sport.
Masters-mótið Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira