RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. mars 2025 20:21 Þátturinn fór í loftið skömmu eftir að fyrstu fréttir voru birtar um málið. Vísir/Vilhelm Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur gefið út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur. „Í inngangi að umfjöllun Spegilsins þar sem rætt var við álitsgjafa um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur fimmtudaginn 20. mars klukkan 18:10 kom fram sú staðhæfing að Ásthildur Lóa hefði átt barn með fimmtán ára pilti þá 22 ára. Það er rangt,“ kemur fram í leiðréttingunni. „Hið rétta er að pilturinn var sextán ára og Ásthildur Lóa tuttugu og þriggja ára þegar þau eignuðust barnið eins og kom fram í fréttum RÚV af málinu. Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök og biður alla hlutaðeigandi velvirðingar,“ segir þá. Í inngangi Spegilsins kom fram að Ásthildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra hafi eignast „þá 22 ára gömul, barn með 15 ára pilti sem hún kynntist í unglingastarfi sem hún leiddi.“ Þá voru stjórnmálafræðingarnir Eva Heiða Önnudóttir og Eiríkur Bergmann Einarsson kynnt sem gáfu álit sín á málinu í þættinum. Margir gagnrýndu fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir fréttaflutning sinn af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur en hún greindi fyrst frá því á fimmtudaginn í síðustu viku. Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri stakk niður penna við tilefnið og tók upp hanskann fyrir fréttastofuna og Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, sem skrifuð er fyrir fréttinni og varð fyrir rætnu og persónulegu áreiti í kjölfarið, að sögn Heiðars. Hann sagði fréttastofu Ríkisútvarpsins hafa verið sakaða um ýmsar rangfærslur í fréttinni en að engin þeirra hafi staðist skoðun. Ríkisútvarpið Barnamálaráðherra segir af sér Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
„Í inngangi að umfjöllun Spegilsins þar sem rætt var við álitsgjafa um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur fimmtudaginn 20. mars klukkan 18:10 kom fram sú staðhæfing að Ásthildur Lóa hefði átt barn með fimmtán ára pilti þá 22 ára. Það er rangt,“ kemur fram í leiðréttingunni. „Hið rétta er að pilturinn var sextán ára og Ásthildur Lóa tuttugu og þriggja ára þegar þau eignuðust barnið eins og kom fram í fréttum RÚV af málinu. Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök og biður alla hlutaðeigandi velvirðingar,“ segir þá. Í inngangi Spegilsins kom fram að Ásthildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra hafi eignast „þá 22 ára gömul, barn með 15 ára pilti sem hún kynntist í unglingastarfi sem hún leiddi.“ Þá voru stjórnmálafræðingarnir Eva Heiða Önnudóttir og Eiríkur Bergmann Einarsson kynnt sem gáfu álit sín á málinu í þættinum. Margir gagnrýndu fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir fréttaflutning sinn af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur en hún greindi fyrst frá því á fimmtudaginn í síðustu viku. Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri stakk niður penna við tilefnið og tók upp hanskann fyrir fréttastofuna og Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, sem skrifuð er fyrir fréttinni og varð fyrir rætnu og persónulegu áreiti í kjölfarið, að sögn Heiðars. Hann sagði fréttastofu Ríkisútvarpsins hafa verið sakaða um ýmsar rangfærslur í fréttinni en að engin þeirra hafi staðist skoðun.
Ríkisútvarpið Barnamálaráðherra segir af sér Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira