Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. mars 2025 21:01 Daníel O. Einarsson, formaður B.Í.L.S., og Ásdís Ásgeirsdóttir, leigubifreiðastjóri. Vísir/Sigurjón Formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra segir nýja gæðavottun ekki stuðla að mismunun og vonast til að vottunin muni koma til með að auka traust farþega til leigubílstjóra. Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra eða B.Í.L.S. hefur gefið út nýja gæðavottun sem gildir félagsmenn bandalagsins geta sótt um. Þegar fréttastofu bar að garði í húsakynni BÍLS var verið að afhenda bílstjóra nýja vottun. „Við erum að votta það að leigubifreiðastjóri hafi leiguakstur að aðalatvinnu og hafi öryggi almennings að leiðarljósi. Eftir að íslensk stjórnvöld leyfðu hér erlendum aðilum að fara í samkeppni við íslenska einyrkja, án kröfu um íslensku kunnáttu. Þá höfum við farið þá leið að girða okkar garð með merki.“ Mikilvægt að fá þjónustu á íslensku Eitt af skilyrðum þess að fá vottunina er að leigubifreiðastjórinn tali og skilji íslensku að því marki að geta átt vandræðalaus samskipti í leiguakstri. Formaður B.Í.L.S. segir ekki um mismunun að ræða og að þjónusta á íslensku sé mikilvæg fyrir ýmsa. „Við viljum ekki mismuna öðrum heldur er kjarni málsins að þetta er hvati til þess að halda uppi íslensku notkun og aðstoða farþega. Íslensku kunnátta er mjög mikilvæg í samskiptum við farþega. Líka að geta áttað sig á umhverfinu, rötun og ef eitthvað kemur upp á. Því oft erum við að aðstoða farþega sem eru háðir okkar skiliningi og okkar viðbragði.“ Ákall frá farþegum Daníel segist hafa orðið var við ákall frá farþegum um að ökumenn B.Í.L.S. myndu merkja sig sérstaklega. Meðal annarra skilyrða fyrir vottuninni er að bílstjóri hafi minnst eins árs reynslu af leiguakstri, starfi á stöð sem veitir símaþjónustu og að bifreiðin sé með rakningabúnað. Skilyrði B.Í.L.S. (Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra) fyrir gæðavottun leigubifreiðastjóra og leigubifreiðar eru að Leigubílstjóri: Hefur löglegt leyfi til reksturs leigubifreiðar að aðalatvinnu. Hefur minnst 1 árs reynslu af leiguakstri á íslenskri leigubifreiðastöð (starfsnám). Er gildur félagsmaður með aðild að Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra. Talar og skilur íslensku að því marki að geta átt vandræðalaust samskipti í leiguakstri. Starfar á leigubifreiðastöð sem veitir símaþjónustu (að undanskildu dreifbýli án stöðva). Er með löglegan rekstur og tekjur af starfseminni samkvæmt íslenskum lögum. Er með skráða og tryggða leigubifreið samkvæmt íslenskum lögum um leigubifreiðaakstur. Leigubifreiðin er með rakningabúnað, ferilsvöktun ökutækis. Ásdís Ásgeirsdóttir leigubílstjóri fagnar framtakinu og hvetur fleiri til að sækjast eftir vottuninni. „Þetta er bara mjög gott upp á kúnnanna að gera. Það er búið að vera svolítið mikið rót á leigubílamarkaðnum og þeir þurfa bara að hafa sitt öryggi.“ Leigubílar Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra eða B.Í.L.S. hefur gefið út nýja gæðavottun sem gildir félagsmenn bandalagsins geta sótt um. Þegar fréttastofu bar að garði í húsakynni BÍLS var verið að afhenda bílstjóra nýja vottun. „Við erum að votta það að leigubifreiðastjóri hafi leiguakstur að aðalatvinnu og hafi öryggi almennings að leiðarljósi. Eftir að íslensk stjórnvöld leyfðu hér erlendum aðilum að fara í samkeppni við íslenska einyrkja, án kröfu um íslensku kunnáttu. Þá höfum við farið þá leið að girða okkar garð með merki.“ Mikilvægt að fá þjónustu á íslensku Eitt af skilyrðum þess að fá vottunina er að leigubifreiðastjórinn tali og skilji íslensku að því marki að geta átt vandræðalaus samskipti í leiguakstri. Formaður B.Í.L.S. segir ekki um mismunun að ræða og að þjónusta á íslensku sé mikilvæg fyrir ýmsa. „Við viljum ekki mismuna öðrum heldur er kjarni málsins að þetta er hvati til þess að halda uppi íslensku notkun og aðstoða farþega. Íslensku kunnátta er mjög mikilvæg í samskiptum við farþega. Líka að geta áttað sig á umhverfinu, rötun og ef eitthvað kemur upp á. Því oft erum við að aðstoða farþega sem eru háðir okkar skiliningi og okkar viðbragði.“ Ákall frá farþegum Daníel segist hafa orðið var við ákall frá farþegum um að ökumenn B.Í.L.S. myndu merkja sig sérstaklega. Meðal annarra skilyrða fyrir vottuninni er að bílstjóri hafi minnst eins árs reynslu af leiguakstri, starfi á stöð sem veitir símaþjónustu og að bifreiðin sé með rakningabúnað. Skilyrði B.Í.L.S. (Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra) fyrir gæðavottun leigubifreiðastjóra og leigubifreiðar eru að Leigubílstjóri: Hefur löglegt leyfi til reksturs leigubifreiðar að aðalatvinnu. Hefur minnst 1 árs reynslu af leiguakstri á íslenskri leigubifreiðastöð (starfsnám). Er gildur félagsmaður með aðild að Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra. Talar og skilur íslensku að því marki að geta átt vandræðalaust samskipti í leiguakstri. Starfar á leigubifreiðastöð sem veitir símaþjónustu (að undanskildu dreifbýli án stöðva). Er með löglegan rekstur og tekjur af starfseminni samkvæmt íslenskum lögum. Er með skráða og tryggða leigubifreið samkvæmt íslenskum lögum um leigubifreiðaakstur. Leigubifreiðin er með rakningabúnað, ferilsvöktun ökutækis. Ásdís Ásgeirsdóttir leigubílstjóri fagnar framtakinu og hvetur fleiri til að sækjast eftir vottuninni. „Þetta er bara mjög gott upp á kúnnanna að gera. Það er búið að vera svolítið mikið rót á leigubílamarkaðnum og þeir þurfa bara að hafa sitt öryggi.“
Leigubílar Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira