Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 20. mars 2025 14:16 Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum fögnum því innilega að frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) hafi verið lagt fyrir á Alþingi. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í þingsal í dag. Lögfesting samningsins verður gríðarleg réttarbót fyrir fatlað fólk hér á landi og sannkallaður stóráfangi í réttindabaráttunni. ÖBÍ hefur barist fyrir lögfestingunni í 27 ár og er mikið gleðiefni að nú sjái fyrir endann á þeirri baráttu. Hvað er þessi samningur? SRFF var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2006 og undirritaður af íslenskum stjórnvöldum í mars 2007. Samningurinn var svo fullgiltur hér á landi í september 2016. Markmið samningsins er að efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra og efla virðingu fyrir eðlislægri reisn þess. Þetta er fyrst og fremst jafnréttissamningur og gengur út á að aðildarríki samningsins skuldbindi sig til að vinna að jöfnum rétti og tækifærum allra óháð fötlun. Lesa má íslenska þýðingu samningsins með því að smella á þennan hlekk. Lögfesting samningsins, sem nú er komin til meðferðar á Alþingi, snýst um að festa ákvæði SRFF í íslensk lög. Þannig verður tryggt að fatlað fólk á Íslandi geti byggt rétt sinn á samningnum með beinum hætti, til dæmis fyrir dómstólum. Undanfarin ár hefur ÖBÍ unnið markvisst með beinum og óbeinum hætti að tryggja öllu fötluðu fólki á Íslandi, óháð skerðingum, kynjum, aldri eða stöðu að öðru leiti, öll þau réttindi sem felast í samningnum. Það hefur verið gert með ýmsum hætti eins og með fræðslu, fundum og bréfaskriftum til ráðamanna, umsögnum, undirskriftasöfnunum, kynningum, markaðsherferðum, alþjóðlegu samstarfi og ritun svokallaðrar skuggaskýrslu. Og hvað svo? Þótt lögfesting SRFF sé mikið framfaraskref er ekki þar með sagt að með henni vinnist fullnaðarsigur í réttindabaráttu fatlaðs fólks. Enn þarf að tryggja að ríki og sveitarfélög uppfylli ákvæði samningsins. Þingsályktun um landsáætlun um innleiðingu á SRFF var samþykkt á Alþingi í mars 2024 og innihélt hún 60 aðgerðir. Þetta var í fyrsta sinn sem samþykkt var heildstæð stefna í málefnum fatlaðs fólks. Staða fatlaðs fólks í íslensku samfélagi er almennt verri en annarra, skýrar niðurstöður um það hafa birst í rannsóknum sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, vann fyrir ÖBÍ réttindasamtök og þá endurspeglar skýrsla um húsnæðismál fatlaðs fólks alvarlega stöðu þess í samfélaginu. Nýlegar skýrslur Ríkisendurskoðunar og Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála varpa sömuleiðis alvarlegu ljósi á stöðu lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga til handa fötluðu fólki, eða öllu heldur skorti á þjónustu. Því er mikilvægt að halda áfram vinnu að því að tryggja lögbundna þjónustu, raunverulegt jafnrétti og réttlæti fyrir fatlað fólk á Íslandi og hvetja ÖBÍ ríki og sveitarfélög að vinna vel saman ÖBÍ réttindasamstörf fagna lögfestingu SRFF og eru reiðubúin til samstarfs um að tryggja að Ísland uppfylli ákvæði samningsins. Ekkert um okkur án okkar. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Málefni fatlaðs fólks Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum fögnum því innilega að frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) hafi verið lagt fyrir á Alþingi. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í þingsal í dag. Lögfesting samningsins verður gríðarleg réttarbót fyrir fatlað fólk hér á landi og sannkallaður stóráfangi í réttindabaráttunni. ÖBÍ hefur barist fyrir lögfestingunni í 27 ár og er mikið gleðiefni að nú sjái fyrir endann á þeirri baráttu. Hvað er þessi samningur? SRFF var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2006 og undirritaður af íslenskum stjórnvöldum í mars 2007. Samningurinn var svo fullgiltur hér á landi í september 2016. Markmið samningsins er að efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra og efla virðingu fyrir eðlislægri reisn þess. Þetta er fyrst og fremst jafnréttissamningur og gengur út á að aðildarríki samningsins skuldbindi sig til að vinna að jöfnum rétti og tækifærum allra óháð fötlun. Lesa má íslenska þýðingu samningsins með því að smella á þennan hlekk. Lögfesting samningsins, sem nú er komin til meðferðar á Alþingi, snýst um að festa ákvæði SRFF í íslensk lög. Þannig verður tryggt að fatlað fólk á Íslandi geti byggt rétt sinn á samningnum með beinum hætti, til dæmis fyrir dómstólum. Undanfarin ár hefur ÖBÍ unnið markvisst með beinum og óbeinum hætti að tryggja öllu fötluðu fólki á Íslandi, óháð skerðingum, kynjum, aldri eða stöðu að öðru leiti, öll þau réttindi sem felast í samningnum. Það hefur verið gert með ýmsum hætti eins og með fræðslu, fundum og bréfaskriftum til ráðamanna, umsögnum, undirskriftasöfnunum, kynningum, markaðsherferðum, alþjóðlegu samstarfi og ritun svokallaðrar skuggaskýrslu. Og hvað svo? Þótt lögfesting SRFF sé mikið framfaraskref er ekki þar með sagt að með henni vinnist fullnaðarsigur í réttindabaráttu fatlaðs fólks. Enn þarf að tryggja að ríki og sveitarfélög uppfylli ákvæði samningsins. Þingsályktun um landsáætlun um innleiðingu á SRFF var samþykkt á Alþingi í mars 2024 og innihélt hún 60 aðgerðir. Þetta var í fyrsta sinn sem samþykkt var heildstæð stefna í málefnum fatlaðs fólks. Staða fatlaðs fólks í íslensku samfélagi er almennt verri en annarra, skýrar niðurstöður um það hafa birst í rannsóknum sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, vann fyrir ÖBÍ réttindasamtök og þá endurspeglar skýrsla um húsnæðismál fatlaðs fólks alvarlega stöðu þess í samfélaginu. Nýlegar skýrslur Ríkisendurskoðunar og Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála varpa sömuleiðis alvarlegu ljósi á stöðu lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga til handa fötluðu fólki, eða öllu heldur skorti á þjónustu. Því er mikilvægt að halda áfram vinnu að því að tryggja lögbundna þjónustu, raunverulegt jafnrétti og réttlæti fyrir fatlað fólk á Íslandi og hvetja ÖBÍ ríki og sveitarfélög að vinna vel saman ÖBÍ réttindasamstörf fagna lögfestingu SRFF og eru reiðubúin til samstarfs um að tryggja að Ísland uppfylli ákvæði samningsins. Ekkert um okkur án okkar. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun