Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar 19. mars 2025 15:00 Það að það hafi strandað á 100 milljónum að byggja nýtt sérhæft meðferðarheimili fyrir börn í vanda hlýtur að vera vanræksla miðað við þá lögbundnu skyldu sem ríkið hefur í þessum málaflokki! Ég ætla að nota tækifærið hérna og skora á fólk sem á börn á biðlista eða hefur skaðast vegna þeirra biðar að fara í mál við ríkið því það er við enga aðra við að sakast en ríkið og æðstu yfirmenn Barna- og fjölskyldustofu að leyfa þessu að fara í þennan farveg. Af hverju er ég að hjóla í yfirmennina? Jú, vegna þess að þetta hlýtur að hafa séð það í hendi sér að þegar við vorum 100.000 færri íbúar hér á landi voru 9 starfrækt meðferðarheimili hér á landi þegar mest var, en í dag er varla eitt starfrækt eftir brunann á Stuðlum og við erum 100.000 fleiri íbúar með nýjar áskoranir eins og það að samsetning þjóðar er ekki sú sama og þegar við vorum 100.000 færri íbúar. Eins þegar það er verið að neyðarvista börn, þá er það gert í gluggalausum fangaklefa á gömlu lögreglustöðinni í Hafnarfirði? Getur það talist eðlilegt árið 2025? Í fyrirsögninni segi ég að það sé búið að verðleggja olnbogabarn upp á 100 milljónir en það stenst ekki miðað við það þegar ég fór á fyrirlestur þar sem pabbi Sissu, sem dó 17 ára árið 2014, var búinn að finna út að það væri 800 milljónir en ekki 100. Hérna er linkurinn, hann byrjar á mínútu 41:40. Þegar ég sá fréttina í gær um að bygging nýja meðferðarheimilisins hafi strandað á 100 milljónum féllust mér hendur því okkur í Fjölsmiðjunni vantar 50 til að geta haldið starfinu á floti. En sveitarfélögin geta verið að borga 15-18 milljónir með einum einstakling í einkareknu úrræði en ríkið getur ekki sinnt sínu lögboðna hlutverki að hafa úrræði við hendina. Hvert erum við komin þegar stöðugasta útgerðarfélag Íslands fær 160 milljónir úr ríkissjóði vegna orkuskipta skipa en olnbogabörn geta ekki einu sinni fengið 100 milljónir til að opna sérhæft meðferðarheimili. Auðvitað á að draga einhvern til ábyrgðar í þessu, það hefur meira segja nú þegar eitt barn dáið á meðferðarheimili hér á landi, var það vegna aðstöðuleysis? Svona, miðað við viðtal við forstöðumann Stuðla í Kveik fyrir nokkrum mánuðum síðan þar sem hann lýsti óviðunandi aðstæðum bæði fyrir börnin og starfsmennina. Ég er ekki alveg ókunnugur Stuðlum, vann þar í næstum 17 ár þannig að ég hef fulla samúð með fólkinu þar. Það er alltaf verið að tala um fagmennsku í þessu, en hvað er fagmaður? Er það einhver sem sótti alla sína vitneskju í bækur í háskóla en hefur samt aldrei stigið fæti inn í heim þessara barna? En sá sem hefur verið báðum megin við borðið, upplifað það á eigin skinni að vera olnbogabarn samfélagsins. Jafnvel hefur æskunni hans verið rænt af sams konar fagprikum sem stjórna þessum málaflokki í dag og sitja næst fjárveitingarvaldinu. En þessi „ófagmaður“ hefur samt sem áður unnið svo áratugum skiptir á gólfinu í þessum málaflokki á lægri launum en nemi í leikskólafræðum. Svoleiðis einstaklingar eru ekki marktækir og eiga að hafa vit á því að halda kjafti og ef þeir opna kjaftinn skulu þeir fá áminningu fyrir að draga úr trúverugleika barnaverndar hér á landi eins og undirritaður kynntist á sínum tíma þegar hann vann á Stuðlum. Hvern á að draga til ábyrgðar í þessu máli, það verður einhver að sæta ábyrgð. Ég ætla að vona þeirra vegna sem tóku þessa ákvörðun að 100 milljónir væri of mikið til að hefja smíði á sérhæfðu meðferðarheimili sofi á nóttinni miðað við ástandið í dag. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það að það hafi strandað á 100 milljónum að byggja nýtt sérhæft meðferðarheimili fyrir börn í vanda hlýtur að vera vanræksla miðað við þá lögbundnu skyldu sem ríkið hefur í þessum málaflokki! Ég ætla að nota tækifærið hérna og skora á fólk sem á börn á biðlista eða hefur skaðast vegna þeirra biðar að fara í mál við ríkið því það er við enga aðra við að sakast en ríkið og æðstu yfirmenn Barna- og fjölskyldustofu að leyfa þessu að fara í þennan farveg. Af hverju er ég að hjóla í yfirmennina? Jú, vegna þess að þetta hlýtur að hafa séð það í hendi sér að þegar við vorum 100.000 færri íbúar hér á landi voru 9 starfrækt meðferðarheimili hér á landi þegar mest var, en í dag er varla eitt starfrækt eftir brunann á Stuðlum og við erum 100.000 fleiri íbúar með nýjar áskoranir eins og það að samsetning þjóðar er ekki sú sama og þegar við vorum 100.000 færri íbúar. Eins þegar það er verið að neyðarvista börn, þá er það gert í gluggalausum fangaklefa á gömlu lögreglustöðinni í Hafnarfirði? Getur það talist eðlilegt árið 2025? Í fyrirsögninni segi ég að það sé búið að verðleggja olnbogabarn upp á 100 milljónir en það stenst ekki miðað við það þegar ég fór á fyrirlestur þar sem pabbi Sissu, sem dó 17 ára árið 2014, var búinn að finna út að það væri 800 milljónir en ekki 100. Hérna er linkurinn, hann byrjar á mínútu 41:40. Þegar ég sá fréttina í gær um að bygging nýja meðferðarheimilisins hafi strandað á 100 milljónum féllust mér hendur því okkur í Fjölsmiðjunni vantar 50 til að geta haldið starfinu á floti. En sveitarfélögin geta verið að borga 15-18 milljónir með einum einstakling í einkareknu úrræði en ríkið getur ekki sinnt sínu lögboðna hlutverki að hafa úrræði við hendina. Hvert erum við komin þegar stöðugasta útgerðarfélag Íslands fær 160 milljónir úr ríkissjóði vegna orkuskipta skipa en olnbogabörn geta ekki einu sinni fengið 100 milljónir til að opna sérhæft meðferðarheimili. Auðvitað á að draga einhvern til ábyrgðar í þessu, það hefur meira segja nú þegar eitt barn dáið á meðferðarheimili hér á landi, var það vegna aðstöðuleysis? Svona, miðað við viðtal við forstöðumann Stuðla í Kveik fyrir nokkrum mánuðum síðan þar sem hann lýsti óviðunandi aðstæðum bæði fyrir börnin og starfsmennina. Ég er ekki alveg ókunnugur Stuðlum, vann þar í næstum 17 ár þannig að ég hef fulla samúð með fólkinu þar. Það er alltaf verið að tala um fagmennsku í þessu, en hvað er fagmaður? Er það einhver sem sótti alla sína vitneskju í bækur í háskóla en hefur samt aldrei stigið fæti inn í heim þessara barna? En sá sem hefur verið báðum megin við borðið, upplifað það á eigin skinni að vera olnbogabarn samfélagsins. Jafnvel hefur æskunni hans verið rænt af sams konar fagprikum sem stjórna þessum málaflokki í dag og sitja næst fjárveitingarvaldinu. En þessi „ófagmaður“ hefur samt sem áður unnið svo áratugum skiptir á gólfinu í þessum málaflokki á lægri launum en nemi í leikskólafræðum. Svoleiðis einstaklingar eru ekki marktækir og eiga að hafa vit á því að halda kjafti og ef þeir opna kjaftinn skulu þeir fá áminningu fyrir að draga úr trúverugleika barnaverndar hér á landi eins og undirritaður kynntist á sínum tíma þegar hann vann á Stuðlum. Hvern á að draga til ábyrgðar í þessu máli, það verður einhver að sæta ábyrgð. Ég ætla að vona þeirra vegna sem tóku þessa ákvörðun að 100 milljónir væri of mikið til að hefja smíði á sérhæfðu meðferðarheimili sofi á nóttinni miðað við ástandið í dag. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun