Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar 16. mars 2025 20:01 Samskipti eru ein af grunnstoðum árangursríkra vinnustaða. Þau móta menningu fyrirtækja, hafa áhrif á vellíðan starfsfólks og geta ráðið úrslitum um hvort starfsfólk dafnar í starfi eða upplifir streitu og vanlíðan. Fyrir mannauðsstjóra og aðra sem vinna með fólki er lykilatriði að skilja bæði “innri” (sjálfstal) og “ytri” (út á við) samskipti og hvernig hægt er að þjálfa starfsfólk til að stuðla að betra starfsumhverfi og auknum árangri. Innri samskipti: Sjálfsskilningur og viðhorf Samskipti við aðra hefjast á því hvernig við tölum við sjálf okkur. Innri samskipti eru hugsanir okkar, viðhorf og hvernig við túlkum aðstæður. Neikvætt sjálfstal getur dregið úr sjálfstrausti og hamlað tjáningu, á meðan jákvætt og uppbyggilegt sjálfstal eykur sjálfstraust og styrkir samskiptahæfni. Þess vegna er mikilvægt að æfa sig í að hlusta á eigin hugsanir og leiðrétta óhjálplegt mynstur. Leiðtogar sem vinna markvisst með sjálfsþekkingu og sjálfsþjálfun verða betri í að lesa í aðstæður, tjá sig skýrt og skapa traust í samskiptum. Með aukinni meðvitund um eigin tilfinningar og viðbrögð geta þeir tekist á við ágreining með ró og hlutlægni, sem leiðir til betri samskipta við samstarfsfólk. Ytri samskipti: Tjáning og hlustun Góð samskipti byggjast á tveimur meginþáttum: skýrri tjáningu og virkri hlustun. Skýr tjáning snýst ekki aðeins um að koma hugsunum sínum á framfæri heldur einnig um að taka tillit til viðtakandans. Hvernig orðin eru valin, tónn raddarinnar, andlitsfall og líkamstjáning skipta öllu máli í samskiptum. Virðing og hlustun eru jafn mikilvæg. Margir eru uppteknir af því að undirbúa sitt næsta svar í stað þess að hlusta af einlægni. Þegar starfsfólk upplifir að það sé hlustað á það eykst traust, samvinna batnar og samband við stjórnendur styrkist. Mannauðsfólk og leiðtogar geta haft mikil áhrif með því að sýna virka hlustun og spyrja opnar spurningar sem stuðla að dýpri umræðum. Samskipti sem lykill að vellíðan Léleg samskipti geta valdið misskilningi, átökum og óöryggi á vinnustað, en góð samskipti stuðla að jákvæðum samskiptum og vellíðan starfsfólks. Þegar einstaklingar fá rými til að tjá sig án ótta við dómhörku skapast traust og samhugur/samkennd. Rannsóknir sýna að góð samskipti minnka streitu og auka starfsánægju. Fyrirtæki sem fjárfesta í samskiptaþjálfun fyrir starfsfólk og leiðtoga sjá oft meiri starfsánægju, minni starfsmannaveltu og aukna framleiðni. Þegar fólk hefur tækin og tól til að eiga opinská og heiðarleg samskipti verða vinnustaðir heilbrigðari og árangursríkari. Samskiptaþjálfun: Vegvísir að árangri Samskipti er hæfni sem hægt er að þjálfa. Með markvissri þjálfun í samskiptum geta einstaklingar bætt sjálfsskilning, hlustun og tjáningu sína. Leiðtogar sem tileinka sér jákvæð samskiptamynstur og hvetja aðra til þess, skapa umhverfi þar sem fólk þorir að tala saman, skiptast á skoðunum og vinna saman að lausnum. Það verður til sálfræðilegt öryggi. Mannauðsstjórar hafa mikilvægt hlutverk í að innleiða og viðhalda jákvæðri samskiptamenningu innan vinnustaða. Með því að þjálfa stjórnendur/leiðtoga í að eiga uppbyggileg samtöl, leysa ágreining með jákvæðum hætti og veita skýra og hvetjandi endurgjöf, er hægt að byggja upp sterkari og heilbrigðari vinnustað. Niðurstaða Samskipti eru grunnurinn að vel heppnuðu og heilbrigðu vinnuumhverfi. Með því að þjálfa bæði innri og ytri samskipti eykst vellíðan, starfsánægja og árangur. Fyrirtæki sem leggja áherslu á samskiptahæfni og hlúa að jákvæðum samskiptum skapa vinnustað þar sem starfsfólk þrífst, leiðtogar dafna og markmið nást auðveldlega. Höfundur er leiðtoga- og stjórnendaþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Samskipti eru ein af grunnstoðum árangursríkra vinnustaða. Þau móta menningu fyrirtækja, hafa áhrif á vellíðan starfsfólks og geta ráðið úrslitum um hvort starfsfólk dafnar í starfi eða upplifir streitu og vanlíðan. Fyrir mannauðsstjóra og aðra sem vinna með fólki er lykilatriði að skilja bæði “innri” (sjálfstal) og “ytri” (út á við) samskipti og hvernig hægt er að þjálfa starfsfólk til að stuðla að betra starfsumhverfi og auknum árangri. Innri samskipti: Sjálfsskilningur og viðhorf Samskipti við aðra hefjast á því hvernig við tölum við sjálf okkur. Innri samskipti eru hugsanir okkar, viðhorf og hvernig við túlkum aðstæður. Neikvætt sjálfstal getur dregið úr sjálfstrausti og hamlað tjáningu, á meðan jákvætt og uppbyggilegt sjálfstal eykur sjálfstraust og styrkir samskiptahæfni. Þess vegna er mikilvægt að æfa sig í að hlusta á eigin hugsanir og leiðrétta óhjálplegt mynstur. Leiðtogar sem vinna markvisst með sjálfsþekkingu og sjálfsþjálfun verða betri í að lesa í aðstæður, tjá sig skýrt og skapa traust í samskiptum. Með aukinni meðvitund um eigin tilfinningar og viðbrögð geta þeir tekist á við ágreining með ró og hlutlægni, sem leiðir til betri samskipta við samstarfsfólk. Ytri samskipti: Tjáning og hlustun Góð samskipti byggjast á tveimur meginþáttum: skýrri tjáningu og virkri hlustun. Skýr tjáning snýst ekki aðeins um að koma hugsunum sínum á framfæri heldur einnig um að taka tillit til viðtakandans. Hvernig orðin eru valin, tónn raddarinnar, andlitsfall og líkamstjáning skipta öllu máli í samskiptum. Virðing og hlustun eru jafn mikilvæg. Margir eru uppteknir af því að undirbúa sitt næsta svar í stað þess að hlusta af einlægni. Þegar starfsfólk upplifir að það sé hlustað á það eykst traust, samvinna batnar og samband við stjórnendur styrkist. Mannauðsfólk og leiðtogar geta haft mikil áhrif með því að sýna virka hlustun og spyrja opnar spurningar sem stuðla að dýpri umræðum. Samskipti sem lykill að vellíðan Léleg samskipti geta valdið misskilningi, átökum og óöryggi á vinnustað, en góð samskipti stuðla að jákvæðum samskiptum og vellíðan starfsfólks. Þegar einstaklingar fá rými til að tjá sig án ótta við dómhörku skapast traust og samhugur/samkennd. Rannsóknir sýna að góð samskipti minnka streitu og auka starfsánægju. Fyrirtæki sem fjárfesta í samskiptaþjálfun fyrir starfsfólk og leiðtoga sjá oft meiri starfsánægju, minni starfsmannaveltu og aukna framleiðni. Þegar fólk hefur tækin og tól til að eiga opinská og heiðarleg samskipti verða vinnustaðir heilbrigðari og árangursríkari. Samskiptaþjálfun: Vegvísir að árangri Samskipti er hæfni sem hægt er að þjálfa. Með markvissri þjálfun í samskiptum geta einstaklingar bætt sjálfsskilning, hlustun og tjáningu sína. Leiðtogar sem tileinka sér jákvæð samskiptamynstur og hvetja aðra til þess, skapa umhverfi þar sem fólk þorir að tala saman, skiptast á skoðunum og vinna saman að lausnum. Það verður til sálfræðilegt öryggi. Mannauðsstjórar hafa mikilvægt hlutverk í að innleiða og viðhalda jákvæðri samskiptamenningu innan vinnustaða. Með því að þjálfa stjórnendur/leiðtoga í að eiga uppbyggileg samtöl, leysa ágreining með jákvæðum hætti og veita skýra og hvetjandi endurgjöf, er hægt að byggja upp sterkari og heilbrigðari vinnustað. Niðurstaða Samskipti eru grunnurinn að vel heppnuðu og heilbrigðu vinnuumhverfi. Með því að þjálfa bæði innri og ytri samskipti eykst vellíðan, starfsánægja og árangur. Fyrirtæki sem leggja áherslu á samskiptahæfni og hlúa að jákvæðum samskiptum skapa vinnustað þar sem starfsfólk þrífst, leiðtogar dafna og markmið nást auðveldlega. Höfundur er leiðtoga- og stjórnendaþjálfi.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun