Innlent

Björgunar­sveitir við leit í Borgar­nesi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Hafnarskógur er rétt sunnan við Borgarnes.
Hafnarskógur er rétt sunnan við Borgarnes. Vísir/Egill

Björgunarsveitir á Vesturlandi leita nú vestan við Borgarnes. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir björgunarsveitir frá Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði við leit en aðgerðinni sé stýrt af lögreglu.

Jón Þór gat ekki sagt til um eðli tilkynningarinnar en samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að einhver hafi farið í sjóinn. Tilkynning barst samkvæmt Jóni um klukkan 20.30 um málið. 

Fréttin verður uppfærð ef frekari upplýsingar fást um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×