„Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 13. mars 2025 22:16 Logi Gunnarsson hrósaði sigri gegn sínum gamla læriföður í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Logi Gunnarsson var að vonum sáttur með sigur sinna manna í kvöld þegar Njarðvíkingar báru sigurorð af Tindastól 101-90 í IceMar-höllinni í kvöld. „Léttir að vinna svona gott lið á heimavelli. Minn fyrsti leikur sem þjálfari og sérstakt fyrir mig, félagið sem ég ólst upp í og mitt uppeldisfélag. Eina liðið sem ég spilaði fyrir á Íslandi, að fá að taka þátt og vera þjálfari í einn leik og það skiptir miklu máli að fá þennan sigur,“ sagði Logi Gunnarsson þjálfari Njarðvíkinga í kvöld eftir sigurinn. Logi Gunnarsson var þjálfari Njarðvíkinga í kvöld í fjarveru Rúnars Inga Erlingssonar sem tók út leikbann eftir að hafa verið vikið úr húsi í síðustu umferð. Þjálfaraferill Loga í efstu deild gat varla byrjað gegn erfiðari andstæðing en toppliði Tindastóls og talaði Logi um að Njarðvíkingar hefði verið betri í litlu hlutunum í kvöld. „Það eru miklar pælingar fyrir alla leiki og maður er að fara yfir hvernig við dekkum hitt og þetta hjá hinu liðinu og stundum gera bæði lið mjög vel og þá er það þetta aukalega. Þessi barátta, þessi auka kraftur, þessi ruðningur eins og hjá Snjólfi, það eru bara þessi litlu hlutir sem skipta máli. Mér fannst við vera ofan á þar. Oft er það bara það sem skiptir máli hver vinnur. Mér fannst krafturinn vera meiri í okkur í kvöld og stórt fyrir okkur að vinna besta liðið á heimavelli rétt fyrir úrslitakeppnina. Það er mjög sterkt fyrir okkur og mikilvægt,“ sagði Logi. Eftir vonbrigðin í síðustu umferð þar sem Njarðvíkingar töpuðu gegn Grindavík var gríðarlega sterkt að komast aftur á sigurbraut strax í næsta leik. „Það var bara mjög mikilvægt og skóli fyrir okkur að lenda í framlengdum leik, líka fyrir mig. Ég tók síðasta leikhlutann og framlenginguna og það gerði mig bara mögulega tilbúnari að taka við liðinu hérna í kvöld og hrós á Rúnar, hann er mjög duglegur að hafa mig með í öllum ákvörðunartökum í gegnum tímabilið og við ákveðum allt saman. Það er eitthvað sem hjálpar mér í kvöld. Ég er búin að vera innvinklaður í allt. Ég var mjög ánægður með undirbúningin og þetta skiptir bara miklu máli að hafa tapað síðasta leik og við lærðum mikið af því,“ Þegar stutt er í úrslitakeppni er gott að fá að máta sig við sterkustu liðin. „Það hefur verið þannig og hvort það var ekki þannig í fyrra að Njarðvík vann ekki bestu liðin í tímabilinu eða toppliðin. Í vetur höfum við verið að gera það. Við unnum sterkt lið í kvöld og við höfum verið að vinna Val, Grindavík og líka Tindastól og Keflavík í gengum tímabilið. Það er mjög mikilvægt að vinna þessi lið sem að eru uppi þarna og eru góð lið, vel mönnuð lið. Það er mjög mikilvægt fyrir framhaldið.“ Leikurinn í kvöld var sérstakur fyrir Loga sem stýrði sínum fyrsta leik. „Það er mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna sem var minn þjálfari og tók mig að sér svona 13-14 ára gamlan. Við æfðum öllum stundum saman í íþróttahúsinu sem guttar og svo þjálfaði hann síðasta leikinn minn sem leikmaður og núna fæ ég að taka fyrsta leikinn sem þjálfari á móti honum. Það er sérstak fyrir mig,“ sagði Logi Gunnarsson. Bónus-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Tengdar fréttir Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Njarðvíkingar sýndu styrk sinn í kvöld með því að vinna ellefu stiga sigur á deildarmeistaraefnunum í Tindastól, 101-90, í Bónus deild karla í körfubolta í Njarðvík. Þetta var sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð en Stólarnr töpuðu aftur á móti öðrum útileik sinum í röð. 13. mars 2025 21:40 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Sjá meira
„Léttir að vinna svona gott lið á heimavelli. Minn fyrsti leikur sem þjálfari og sérstakt fyrir mig, félagið sem ég ólst upp í og mitt uppeldisfélag. Eina liðið sem ég spilaði fyrir á Íslandi, að fá að taka þátt og vera þjálfari í einn leik og það skiptir miklu máli að fá þennan sigur,“ sagði Logi Gunnarsson þjálfari Njarðvíkinga í kvöld eftir sigurinn. Logi Gunnarsson var þjálfari Njarðvíkinga í kvöld í fjarveru Rúnars Inga Erlingssonar sem tók út leikbann eftir að hafa verið vikið úr húsi í síðustu umferð. Þjálfaraferill Loga í efstu deild gat varla byrjað gegn erfiðari andstæðing en toppliði Tindastóls og talaði Logi um að Njarðvíkingar hefði verið betri í litlu hlutunum í kvöld. „Það eru miklar pælingar fyrir alla leiki og maður er að fara yfir hvernig við dekkum hitt og þetta hjá hinu liðinu og stundum gera bæði lið mjög vel og þá er það þetta aukalega. Þessi barátta, þessi auka kraftur, þessi ruðningur eins og hjá Snjólfi, það eru bara þessi litlu hlutir sem skipta máli. Mér fannst við vera ofan á þar. Oft er það bara það sem skiptir máli hver vinnur. Mér fannst krafturinn vera meiri í okkur í kvöld og stórt fyrir okkur að vinna besta liðið á heimavelli rétt fyrir úrslitakeppnina. Það er mjög sterkt fyrir okkur og mikilvægt,“ sagði Logi. Eftir vonbrigðin í síðustu umferð þar sem Njarðvíkingar töpuðu gegn Grindavík var gríðarlega sterkt að komast aftur á sigurbraut strax í næsta leik. „Það var bara mjög mikilvægt og skóli fyrir okkur að lenda í framlengdum leik, líka fyrir mig. Ég tók síðasta leikhlutann og framlenginguna og það gerði mig bara mögulega tilbúnari að taka við liðinu hérna í kvöld og hrós á Rúnar, hann er mjög duglegur að hafa mig með í öllum ákvörðunartökum í gegnum tímabilið og við ákveðum allt saman. Það er eitthvað sem hjálpar mér í kvöld. Ég er búin að vera innvinklaður í allt. Ég var mjög ánægður með undirbúningin og þetta skiptir bara miklu máli að hafa tapað síðasta leik og við lærðum mikið af því,“ Þegar stutt er í úrslitakeppni er gott að fá að máta sig við sterkustu liðin. „Það hefur verið þannig og hvort það var ekki þannig í fyrra að Njarðvík vann ekki bestu liðin í tímabilinu eða toppliðin. Í vetur höfum við verið að gera það. Við unnum sterkt lið í kvöld og við höfum verið að vinna Val, Grindavík og líka Tindastól og Keflavík í gengum tímabilið. Það er mjög mikilvægt að vinna þessi lið sem að eru uppi þarna og eru góð lið, vel mönnuð lið. Það er mjög mikilvægt fyrir framhaldið.“ Leikurinn í kvöld var sérstakur fyrir Loga sem stýrði sínum fyrsta leik. „Það er mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna sem var minn þjálfari og tók mig að sér svona 13-14 ára gamlan. Við æfðum öllum stundum saman í íþróttahúsinu sem guttar og svo þjálfaði hann síðasta leikinn minn sem leikmaður og núna fæ ég að taka fyrsta leikinn sem þjálfari á móti honum. Það er sérstak fyrir mig,“ sagði Logi Gunnarsson.
Bónus-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Tengdar fréttir Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Njarðvíkingar sýndu styrk sinn í kvöld með því að vinna ellefu stiga sigur á deildarmeistaraefnunum í Tindastól, 101-90, í Bónus deild karla í körfubolta í Njarðvík. Þetta var sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð en Stólarnr töpuðu aftur á móti öðrum útileik sinum í röð. 13. mars 2025 21:40 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Sjá meira
Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Njarðvíkingar sýndu styrk sinn í kvöld með því að vinna ellefu stiga sigur á deildarmeistaraefnunum í Tindastól, 101-90, í Bónus deild karla í körfubolta í Njarðvík. Þetta var sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð en Stólarnr töpuðu aftur á móti öðrum útileik sinum í röð. 13. mars 2025 21:40
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik